Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 40

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Page 40
Frá árshátíð S.V.F.R Stangveiðifélag Reykjavíkur hélt árs- hátíð sína föstudaginn 1. marz s.l. að Hótel Sögu. Var það fyrsta félagshófið, sem haldið var í þessum nýju og glæsilegu salarkynnum, að því undanteknu, að bændasamtökin höfðu kvöldfagnað þar daginn áður, og „vígðu“ þar með hús- næðið, svo sem vera bar. Hóf SVFR tókst með ágætum, eins og venjulega, enda hafa árshátíðir félagsins fyrir löngu fengið á sig það orð, að þær séu meðal skemmtilegustu samkvæma í höfuðstaðnum. Skemmtiatriði voru mörg og góð. M.a. söng Guðmundur Jónsson einsöng með undirleik Fritz Weizappels, Ómar Ragn- arsson fór með gamanvísur og Árni Tryggvason leikari sýndi skoplega út- gáfu af stangveiðimanni, sem vakti mik- inn hlátur. Eins og venja er til fór fram afhending verðlaunagripanna, sem veittir eru fyrir 30 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.