Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Blaðsíða 42
Doctor nr. 6. Styttan, sem er farandgrip-
ur, var nú veitt í fyrsta sinn, Smábikar
fylgir, sem afhentur er með til eignar.
KARL BENDER, verzlunarstjóri, hlaut
Húsmæðrabikarinn, sem veittur er þeim
sem veiðir flesta 5 — 7 punda laxa á
veiðitímabilinu. Karl veiddi 33 laxa af
þeirri stærð í Bugðu s.l. sumar. Þessi
gripur var nú einnig veittur í fyrsta
sinn.
Loks er að geta grips þess, sem
Landssamband ísl. stangveiðimanna veit-
ir því félagi innan sambandsins, sem bezt-
um árangri nær í fluguveiði ár hvert.
Að þessu sinni var SVFR hlutskarpast.
Félagsmenn veiddu 32% heildarveiðinn-
ar s.l. sumar á flugu; og á aðalfundi
L.Í.S. s.l. haust afhenti formaður sam-
bandsins formanni SVFR gripinn.
GUÐNI Þ. GUÐMUNDSSON, fyrrver-
andi gjaldkeri félagsins varð hlutskarp-
astur félagsmanna í þetta sinn. Hann
fékk á úthlutunartíma sínum í Víðidalsá
29 laxa, þar af 27 á flugu. Var það bezti
árangur hjá einstaklingi. Hlaut hann því
minjagrip þann, sem fylgir bikarnum.
V. M.
Sel og útvega flest
Laxa- oe silungsveiðitæki
'SCOTTIE"
„SCOTTIE“-kúlulegu hjólin eftirspurðu (3"—41/-)") Kast- og flugusteng-
ur (9—12y2 ft.) „FOSTER“ - „PERFECT“ kast- og flugustengur
(9—121/2 ft.) KINGFISHER „CORONA“ bæði kóniskar og level
(jafnar). Torpedo head, flot-línur, heimsfrægar. „VEIÐIKÁPUR" fis-
léttar og pottþéttar. „MAXUME“. Veiðitöskur, stórar og litlar o.fl.
LÚRUR og allskonar landsþekktar úrvals flugur. Nýjung „BLACK
GHOST & RED TERROR LÚRUR (vírbundnar). ífærur og háfar.
AMBASSADOR kasthjól 6000 (nokkur stykki). Laxa og silungsönglar
(flugu-herzla). LINON GIRNI og Spæni. GORDON-PRIDEX BEAUDEX
laxa og silungshjól 3"—4". Allt úrvals vörur.
SCOTTIE & FOSTER umboðin, pósthólf 18, sími 14001
32
VU9IMABU1U.NN