Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 49

Veiðimaðurinn - 01.03.1963, Qupperneq 49
ÆvintgralegfH' leigur á veidínm. SVO sem kunnugt er hafa nokkrar veiðiár losnað úr leigu í vetur og verið boðnar út. Um fátt hefur meira verið talað meðal stangveiðimanna en tilboð- in í þessar ár og leigusamningana, sem um þær voru gerðir. Eru flestir menn að vonum undrandi yfir þeim fjárhæð- um, sem leigutakarnir treysta sér til að greiða fyrir árnar. Það er haft eftir sum- um þeirra, að ekkert sé að óttast, því að veiðileyfi í laxám sé alltaf hægt að selja. En skyldi það nú vera, að veiðileyfin renni út eftir sem áður, þótt þau séu farin að kosta um 2 þúsund kr. eða meira fyrir daginn? Allur þorri þeirra, sem fram að þessu hafa iðkað laxveiðar hér á Is- landi, eru fastlaunamenn. Ætli þeir fari ekki að hugsa sig um þegar 4 stangveiði- dagar eru farnir að kost mánaðarlaunin þeirra? Sumir segja að það geri þá ekkert til, þótt íslenzkir stangveiðimenn hætti að veiða lax, því nóg sé til af ríkum út- lendingum, sem gleypi við ánum. Þetta er engan veginn sannað mál. þótt tekist hafi að fá útlendinga til að kaupa veiði- leyfi á bezta tíma í einni eða tveimur ám á landinu í fyrra. Það er hægt að fá að veiða lax víðar en á íslandi og fyrir minna gjald en 2—3 þúsund krónur á dag. En eins og við vitum er talsverður kostnaður við laxveiðina fyrir utan sjálft veiðileyfið, og það mun varla of hátt reiknað, að áætla hann um Í000 kr. á dag hjá þeim, sem koma hingað frá öðrum löndum, ef til vill langan veg. Það er auðvitað sjálfsagt, að bændur fái sanngjarna leigu fyrir árnar, og það er líka eðlilegt að þeir taki hæsta tilboði hverju sinni, en illa þekki ég greinda og forsjála sveitabændur, ef þeim blöskrar ekki þessi uppsprenging og brosa jafn- vel í laumi að þessum tilboðum. Fyrir nokkru var í einu dagblaðinu hér í höfuðstaðnum auglýst til sölu „ein af beztu silungs-veiðijörðum á Suður- Vubiuasukimm 39

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.