Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 29
Einar Hannesson
Fiskræktar-
framkvæmdir í Langá
á Mýrum
Þcer mestu hér á landi
Mikið fiskræktarstarf hefur verið unnið
hér á landi síðustu áratugi. Víst er, að fisk-
rækt er víðtækara hugtak en margir ætla í
fljótu bragði, því að til fiskræktar telst
friðun fisks, umbætur á lífsskilyrðum
hans, flutningur fisks í veiðivatn, auðveld-
un á gönguleiðum hans, eftirlit með veiði
og annað, er lýtur að aukningu fiskstofns
og viðhaldi hans.
I Langá á Mýrum hefur meira verið gert
í fiskrækt en í nokkurri annarri á hér á
landi. A Langársvæðinu hafa verið fram-
kvæmd flest atriði, er falla undir hugtakið
fiskrækt.
Langá fellur úr Langavatni.
Langá kemur úr Langavatni, 5,1 km2 að
flatarmáli, í 214 m hæð yfir sjó, og fellur í
sjó milli Rauðaness og Landdeildarhöfða,
5 km suðvestur frá Borgamesi, og er áin
36 km að lengd. Stærð aðrennslissvæðis
Langár er 262 km2. Skammt neðan Langa-
vatns klýfur sig frá Langá kvísl, Gljúfurá,
Einar
Hannesson
sem fellur til Norðurár í vatnakerfi Hvítár í
Borgarfirði. Er þetta einkennileg tilhögun
náttúrunnar og trúlega nær einstætt fyrir-
bæri hér á landi, að ein og sama áin skipti
sér í tvær áttir! Þá fellur á ósasvæði Lang-
ár, Urriðaá, sem á upptök sín í Gríms-
staðamúla. Osasvæði eða leirusvæði Lang-
ár er um 6 km að lengd.
í rennsli Langár er, eins og í öðrum ám,
breiða, brot, fljót, flúð, foss, hávaði, hlaup,
VEIÐIMAÐURINN
27