Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 9
Á þessum árum keypti ég flugur mínar
hjá Sigfúsi Blöndahl, þeim heiðursmanni,
sem eldri veiðimenn þekktu allir. Þær voru
sérlega fallegar, flugurnar frá Sigfúsi, sem
hann lét hnýta í Skotlandi, mjög vel
hnýttar og réttar í litum.
Eg hóf nú að kasta þarna á Drykkjar-
hylinn, reisti marga laxa, en enginn tók.
Líklega hef ég verið búinn að kasta 10-12
flugum, og var alveg að gefast upp. Þá
hnýtti ég á Jock Scott nr. 4 eða 5 og hugsa
með mér, að ekki saki að sýna þessum höfð-
ingjum hana. Ég byrja nú með „Skotann“
neðst í strengnum, áður en hann skellur í
bakkann. Flugan er varla komin í vatnið,
þegar lax kemur upp úr djúpinu,veltir sér
á hana og stingur sér aftur niður.
Af því að ég vissi af mörgum löxum
þarna, reyndi ég að trufla sem minnst hyl-
inn, og lempaði laxinn niður með sand-
eyrinni og þreytti hann síðan við útfallið í
hylnum. Landaði ég honum eftir skamma
stund. Þetta reyndist vera 8 pd. hængur.
Stóð flugan bugfull aftast í tungunni. Er
ekki að orðlengja það, en ég dró þarna 5
laxa á þessa sömu flugu, frá 8-17 pund að
þyngd. Þeir tóku allir í 1. eða 2. kasti, og
tóku fluguna svo ofsalega, að hún var ofan í
koki á þeim flestum. Átti ég í erfíðleikum
að ná henni óskemmdri. Þegar ég hafði
landað þeim fimmta, kom Egill, félagi
minn. Hann átti í fórum sínumsömu flugu
og fékk þrjá í beit.
Haraldur átti ekki Jock Scott, en ég gat
látið hann hafa „Skotann“, því að ég átti
nokkrar. Einnig hann rokveiddi á fluguna.
I þessari veiðiferð fengum við 61 lax.
Meirihlutinn tók Jock Scott. I Drykkjar-
hyl fengust 19 laxar, allir á Jock Scott! Á
fluguna, sem ég byrjaði með, fékk ég 9 laxa.
Þá var varla annað eftir en búkurinn, vegna
þess hversu laxinn tók hana grimmdarlega,
virtist beinlínis ætla að bryðja hana!
Þau ár, sem við áttum eftir að veiða í
Laxá í Dölum, reyndist mér og félögum
mínum Jock Scott vera fengsælasta
flugan.
Ég hef víða veitt vel á Jock Scott: Laxá í
Leirársveit, Haukadalsá, Laxá í Aðaldal,
Hofsá og Selá í Vopnafirði. I þessum ám
hefur þessi fallega fluga reynst mér ákaf-
lega vel.
Fyrstu kynni mín af laxveiði hófust,
þegar ég hef verið 7-8 ára gamall, en faðir
minn, Oskar Jónsson, prentari, og félagi
hans, Þórður Bjarnason, prentari, höfðu
veiðileyfí í Elliðaánum alla þriðjudaga um
árabil. Á þessum árum voru aðeins tvær
stengur í ánum, og tveir menn um hvora
stöng. Höfðu þeir sama vikudaginn allt
sumarið. Faðir minn eyddi sumarleyfi sínu
á þennan hátt, en einnig veiddi hann
nokkuð í Soginu, í Bíldsfellslandi.
Það voru miklir hátíðisdagar fyrir
ungan dreng, að fá að fara „inn að ám“ og
fylgjast með laxveiði. Eins og eflaust allir
veiðimenn vita var laxinn tekinn í kistu rétt
neðan við rafstöðina og fluttur á bíl upp á
efra svæði. Á neðra svæði var veitt jöfnum
höndum á maðk og flugu, en á efra svæði
var eingöngu leyfð fluguveiði. Flugan var
uppáhaldsagn föður míns. Ég minnist þess
enn í dag hve fallega hann kastaði með
sinni 14 feta Hardy-stöng, og hve létt
honum virtist þetta vera. I þá daga voru
menn með allt að 18 feta stengur, og ég
held, að einnar handar stengur hafí þá ekki
þekkst. Því miður lést faðir minn um aldur
fram, vorið 1944, og ekki voru þær margar
veiðiferðirnar, sem okkur auðnaðist að fara
saman.
Ég minnist veiðiferðar í Elliðaár, sem
við fórum saman, égheflíklegaverið 14-15
ára. Þetta var í september á svokölluðum
sjóbirtingstíma. Hann veiddi á flugu, ég á
VEIÐIMAÐURINN
7