Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 4

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 4
ekki svo teljandi sé. Þetta reyndist svo sumarið 1980. Þá var varla hcegt að segja að smálax sceist a. m. k. í sumum ám. Sumir voru svo svartsýnir, að þeir héldu að seiðin hefðu drepizt í kuldanum 1979, en aðrir voru bjartsýnni og vildu heldur trúa því, að þau hefðu þá gengið seinna til sjávar en í hlýrra árferði og mundu svo skila sér sem stcerri lax nú í sumar. Úr þessu mun reynslan skera innan tíðar. Stangveiðimenn halda að sjálf- sögðu í lengstu lög í vonina um að síðarnefnda skoðunin reynist rétt. Flestir leggja bjartsýnir af stað í veiðiferðir, en jafnframt megum við þó oftast vera við því búnir, að allt gangi ekki að óskum, þótt stundum komi hinsvegar fyrir að betur gangi en björtustu vonir stóðu til. Laxinn er duttlungafull lífvera og íslenzkt veðurfar ekki síður. Það skulum við alltaf hafa í huga. Asókn í laxveiðiárnar er nú orðin svo mikil, að menn verða að scekja um og tryggja sér veiðileyfi snemma vetrar fyrir nœsta sumar, ef þeir cetla að komast einhvers staðar að á scemilegum tíma. Fá þó fcerri en vilja. En sá sem tryggir sér til- tekna daga með svo löngum fyrirvara á það engan veginn víst að heppnin verði með honum. Þrásinnis kemur fyrir, að það sem talið er úrvalstími, getur brugðizt, en annar, sem minna var eftirsóttur, reynzt vel. Og nú er laxinn, ef að líkum lcetur, óðum að koma upp í árnar, feitur og spegilfagur, spriklandi af fjöri og lífsþrótti, óvitandi um þau örlög sem bíða hans, að öðru leyti en því sem eðlishvötin vísar honum leiðina. A bökkum ánna standa vonglaðir veiðimenn með tálbeitur sínar til þess að ginna hann út í dauðann. Mörgum er það ráðgáta, hvers vegna laxinn lcetur glepjast á þessari tálbeitu, sem menn eru að kasta til hans, en enginn hefur enn fundið á því fullncegjandi skýringu. Flestir eru þeirrar skoðunar, að hann missi alla löngun í ceti þegar hann kemur upp í árnar, þótt til séu menn, sem halda öðru fram. Og það er kannski von að sumum þyki ótrúlegt að nokkur skepna skuli geta lifað nceringarlaus svo langan tíma, sem sannað þykir að laxinn geri. 1 innýflum hans finnst, eftir því sem fróðir menn um lífshcetti hans segja, ekkert sem bendir til þess að hann ncerist í ósöltu vatni. En náttúran á til margar furðu- legar uppáfinningar, og henni hefur vafalaust ekki orðið skotaskuld úr því að gera laxinn þannig úr garði, að hann þurfi ekki nceringu meðan hann er í ánum eftir dvölina í sjónum. Hitt er vitað, að seiðin þurfa nceringu áður en þau ganga til sjávar og fá hana í ánum. Líklega þykir það ekki skynsamleg tilgáta, að laxinn nái til sín einhverjum lífgeislum úr lofti og vatni, sem styrki hann og létti honum þessa þolraun, sem hann verður að heyja í ánni. En náttúran býr yfir ýmsum ráðum, sem við þekkjum ekki enn til hlítar, og er það ekki undrunarefni, að líf skuli geta tekið sér bólfestu sumstaðar sem það gerir og þróazt þar við skilyrði, sem halda mcetti að ekkert líf gceti þrifizt? Mér verður löngum minnisstceð veiðiferð okkar félaga í Norðurá árið 1954. Við fengum fimm daga úthlutun, eins og þá var regla, um mánaðamótin júní/júlí, nánar tiltekið 29.júní til 4. júlí. Þetta var talinn mjög góður tími og mikið eftirsóttur, og svo er vafalaust enn. Við höfðum lengi haft hug á að fá þennan tíma, en aðrir hreppt hann og víst oftast veitt vel. Nú fengum við þessa ósk loksins uppfyllta og héldum af stað með glcestar vonir að 2 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.