Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 40

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 40
Til að staður henti fyrir slíkan rekst- ur þarf að vera góð eldisaðstaða og nægilegt frárennsli til að fá laxinn aftur inn í stöðina. Heppilegt er að hafa nokkuð aðdjúpt í sjó. Rekstur af þessu tagi er í Lax- eldistöð ríkisins í Kollafírði, og hefur reynslan sýnt, að hægt er að stunda hafbeit með hagnaði. Raun- hæft er að gera fáð fyrir 5 til 15% heimtum gönguseiða úr sjó, sem gefur hagnað, ef stöðin framleiðir yfir 200 þúsund gönguseiði. 2. Hafbeit úr sleppiaðstöðu Hugsanlega má reka hafbeitarbú- skap í laxlausum ám. Slíkt er enn á tilraunastigi, og erfitt að segja fyrir um hvenær það reynist hagkvæmt. Hagkvæmnin byggir að nokkru á því hvort heimtur lax er tekinn í kistu eða veiddur á stöng. Forsendur góðrar aðstöðu eru gott aðdýpi og eldismöguleikar í nokkra mánuði, án upphitunar. Hagkvæmt er að hafa lón við sjóinn og sleppa gönguseiðum úr flotkví. Það ber að leggja áherslu á að fá laxastofn af nærliggjandi svæði til notkunar í hafbeitarstöðina, og flutningur frá eldisstöð má ekki vera kostnaðarsamur. Meginforsenda alls hafbeitarbú- skapar hér við land er bann við lax- veiði í sjó frá 1932. 3. Laxahaldsstöð í slíkri stöð eru smáseiði látin í ósalt eða hálfsalt stöðuvatn við sjó og látin alast þar upp í göngustærð. Seiðin ganga þá til sjávar, og hafbeitarbú- skapur tekur við. Helsta dæmi um slíka stöð hérlendis er Lárósstöðin á Snæfellsnesi. Venjulega er um verulega stór stöðuvötn að ræða, og helsta vandamál í slíkri stöð er sam- keppni laxaseiða við aðra laxfiska, svo sem bleikju, sem þrífst vel við þessi skilyrði. Auðvelt er að stunda hafbeit með gönguseiði í þessum stöðvum. 4. Sjóeldi Sjóeldi í flotkví að norskri fyrir- mynd er erfitt í framkvæmd hér við land. Helstu ástæður eru: a) Miklar frosthörkur ásamt næð- ingi á vetrum. b) Mikill munur á flóði og fjöru. c) Tiltölulega aðgrunnir firðir. Afleiðing þessa er hætta á undir- kælingu sjávar (<—0,5°C), og erfitt er að fóðra fískinn. Aðstæður til sjóeldis eru einna hagstæðastar við Reykjanes og Vest- mannaeyjar, þar sem dæla má sjó í eldisker á landi. Slíkur rekstur að Húsatóftum við Grindavík lofar góðu. Nokkur flotkvíarekstur er í gangi í Höfnum á Reykjanesi og í Vestmannaeyjum. 5. Laxeldisstöð Eldisstöðvar, sem framleiða laxa- seiði, eru allmargar hér á landi. í slíkri stöð þarf að halda 10-12 °C vatnshita á verulegum hluta eldis- vatns, og byggir það ýmist á því að hita lindarvatn (3-4 °C) með jarð- hita eða nota temprað lindarvatn (10-12 °C) beint í eldi. Slík stöð er því einungis byggð, þar sem örveiru- snautt og hreint vatn er að fá og nægilega orku í formi gufu eða vatns. 38 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.