Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Síða 1

Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Síða 1
^Drekkið Verður það fátið viðgangast, að taka muni heilan áratug að lýsa upp Vesturlandsveginn frá Reykjavík og í gegnum Mosfellssveitina? Blaðið og framtíðin — leiðari bls. 6 Mosfellssveit er enginn svefnbær Viðtal við Jón á Reykjum — bls. 4 Myndirfrá húsráðenda- ballinu — bls. 3 Þarf að bíða eftir að slysin verði í myrkrinu? Lýsiug Vestnrlandsvegar kostar 145 miUjónir kr. — sveitarstjóm, alþingismenn og Mosfellingar ættu að gera þetta öryggismál að forgangskröfu sinni til ríkisins Koldimmur Vesturlandsvegur- inn á löngum vetrarmánuðum er eitt mesta böl Mosfellinga. I margra augum er dimmur vegur- inn einn lielzti ókosturinn við að búa í sveitarfélaginu. Verst er þetta í byljóttum landsynningnum þegar ljós bíla, sem á móti koma, speglast í vatnsflaumi vegarins þannig að útsýnið hverfur að kalla. Mörg eru þau sekúndubrotin, sem ökumenn aka að hálfu leyti eða öllu í blindni og væri eitthvað ljós- laust, dökkt eða dökkklætt á vegi þeirra yrði árekstri ekki Krðað. Oryggi manna og dýra á Vest- urlandsveginum er núna langt fyr- ir neðan það sem sómasamlegt get- ur talizt. Hvorki sveitarstjórn, al- þingismenn kjördæmisins, Mos- fellingar né aðrir geta látið við- gangast að það eigi e.t.v. að taka heilan áratug til viðbótar að lýsa þessa leið. Pað er algjör krafa Mos- fellinga og enn fleiri höfuðborgar- búa sem sækja vinnu sína til stór- fyrirtækjanna Álafoss og Reykja- lundar í Mosfellssveit, að þarna verdi úr oætt og öryggi aukið. Öryggið í umferðinni þarna er marga morgna og mörg kvöld nán- ast á núllpunkti. Þarf endilega að bíða þangað til slysin verða? Sveitarstjórn Mosfellshrepps hefur margoft látið þann vilja sinn í ljós og einlæga ósk að vegurinn verði upplýstur. Sveitarstjórinn, Jón Baldvinsson, lýsir því í viðtali við M-póstinn í dag, hvernig áætl- að er að lýsa smábúta þjóðvega í þéttbýli Mosfellssveitar, sinn bút- inn á hverju ári. Haukur Pálmason, yíirverk- fræðingur Rafmagnsveitu Reykja- víkur, lýsir því einnig í viðtali við Mosfellspóstinn í dag, að hver kíló- metri lýsingar og krafizt er á slíkri þjóðbraut sem Vesturlandsvegur- inn er, kosti á núverandi verðlagi 22,5 milljónir. Vegurinn milli Ar- bæjarvegar og Hlíðartúns þar sem lýsing er nú komin, er 6,4 km. að lýsa þennan vegarspotta allan kostar því aðeins 145 milljonir. Jafnfjölmennt sveitarfélag og, Mosfellssveitin er orðin á kröfu á að í þennan kostnað verði lagt. Auk þess sækir fleira fólk atvinnu sína hingað en héðan fer til at- vinnu. Ekki þarf því blöðum unr að fletta að um er að ræða mál sem forgang á að hafa. Hver einstakur Mosfellingur, sveitarstjórn og alþingismenn kjördæmisins ættu að gera þessa úrbót að forgangskröfu um bættan aðbúnað Mosfellinga. — Sjá nánur víðtöl a hls. 6

x

Mosfellspósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellspósturinn
https://timarit.is/publication/1781

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.