Mosfellspósturinn - 12.12.1980, Page 6
Útgefandi: Útgáfufélagið Búbót.
Ritstjóri: Anna Bjamason.
Útgáfa og hönnun: Olafur Geirsson.
Ritstjóm og auglýsingar: Merkjateig 2,
Mosfellssveit, sími 66142.
Setning og umbrot:
Leturval s.f., Dugguvogi 23, sími 33840.
Prentun:
Prentval s.f., Súðarvogi 7, sími 33885.
LEXA HÁLSBINDI
LEXA ULLARTREFLAR
LEXA
HERRASLAUFUR
Sfmi 66280
Mosfellssveit
___________________♦fOSTumi
Unnið að vegarlýsingu frá Hlíðartúni að Kaupfélaginu:
Loks er aurinn fékkst
fengust engir staurar
— þingmennimir björguðu viðbótarfjárframlagi of seint
„Auðvitað er það eðlilegast, að
allur Vesturlandsvegurinn frá
Höfðabakka og Suðurlandsvegar-
mótum og allt í gegnum þéttbýli
Mosfellssveitar verði lýstur upp. A
nauðsyn þess hefur hreppsnefndin
margoft lagt áherslu og því loka-
takmarki verður að ná sem fyrst,”
sagði Jón Baldvinsson, sveitar-
stjóri í samtali við M-póstinn.
,,En til lýsingar vegarins þarf
fjármagn og það er ekki auðsótt til
ríkisins.”
Jón sagði að gerð hefði verið
áætlun um brýnustu áfanga í þess-
um efnum og eru áfangarnir fjórir.
1. áfangi er lýsing Vesturlandsveg-
ar frá Kaupfélaginu að Þver-
holti. Þessi kafli er þegar upp-
lýstur.
2. áfangi er kaflinn milli Hlíðar-
túns g að Kaupfélaginu. Byrjað
er á þessum kafla en honum
varð ekki lokið í vetur.
3. áfangi er kaflinn frá Þverholti að
Þingvallavegamótum.
4. áfangi er Reykjavegur (Hafra-
vatnsvegur) frá Þverholti að
Teigahverflnu.
„Það átti svo sannarlega að
ljúka við 2. áfanga áætlunarinnar í
haust. Ákveðin fjárupphæð var
ætluð til vegamála í kjördæminu
og þegar þingmenn kjördæmisins
gerðu tillögu um skiptingu fjárins
komu 15 milljónir kr. til lýsingar
Vesturlandsvegar. V'egagerðinni
var falið að vinna verkið og gerði
hún áætlanir þar um, fékk síðan
Rafmagnsveitu Reykjavíkur til að
sjá um það eftir gerðum teikning-
um og áætlunum og RR fær síðan
verktaka til framkvæmdanna.
Þegar verkið var unnið í haust
kom í ljós að fjárupphæðin var ekki
næg til lýsingar á öllum kaflanum.
Salóme Þorkelsdóttir. sá þingmað-
ur kjördæmisins, sem í Mosfells-
Jón Baldvinsson sveitarstjóri.
sveit býr, fékk því framgengt með
stuðningi annarra þingmanna
kjördæmisins, að meira fé fékkst til
lýsingarinnar. Þá brá svo við, að
þegar það var fengið reyndust ekki
til í landinu nægilega margir staur-
ar til lýsingarinnar og ólýstur er
því 500 metra vegarkafli í vestan-
verðu Lágafellsklifi. Verður hann
að bíða unz staurar fást,” sagði
Jón.
Mosfells-Pósturinn telur að
mikill fengur sé að þeim staurum
sem upp fengust fyrir þá litlu fjár-
veitingu sem uþphaflega fékkst til
lýsingar vegarins í vor. Þessi nýi
lýsti kafli vegarins undirstrikar
nauðsynina á upplýstum vegi allt
til dyra Reykjavíkur.
Yfirverkfræðingur Rafveitunnar segir:
Lýsing Vesturlandsvegar
ekkert stórvirki
— en hver kílómetri kostar í dag 22,5 milljónir
„Það er ekkert stórmál né lang-
tímaverk að lýsa upp \'esturlands-
veg á þeim 6,4 km kafla frá Höfða-
bakkavegamótum að Hlíðartúni.
En lýsing vega er nokkuð dýr.
Hver staur í slíkri stefnu kostar lið-
lega milljón krónur á núverandi
verðlagi, eða með öðrum orðum:
Hver kílómetri kostar 22,5 milljón-
ir. Heildarkostnaður á áðurnefndri
leið myndi í dag kosta 145 milljónir
króna.”
A þessa leið fórust Hauki
Pálmasyni, yflrverkfræðingi hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur orð er
M-pósturinn ræddi við hann.
„Ég held að ég geti fullyrt það að
þegar beiðnin kom til okkar fylgdi
áætlun um nokkra staura Hlíðar-
túnsmegin á þesum spotta og
nokkra staura Kaupfélagsmegin á
spottanum. Það var að minnsta
kosti ekki Rafveitan, sem ákvað að
vinna verkið á þennan hátt.
Það var svo ekki fyrr en í septem-
ber að beiðni kom um það að setja
lýsingu einnig á þann kafla, sem
fyrri áætlunin sem okkur barst
náði ekki til. Þá brá svo við að allir
staurar voru upp urnir, enda eru
þeir dýrir og erfltt vik og eiga þá á
lager,” sagði Haukur Pálmason.
Gróöurhúslö v/Sigtún sími 36770