Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Page 10
nokkur verkefni skipulagsstofunnar
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. (Environmental Impact
Assessment).
Á síðastliðnum áratug hafa menn í vaxandi mæli leitast við að meta og
koma í veg fyrir neikvæð áhrif framkvæmda bæði á umhverfi manna og á
íbúa viðkomandi svæða.
Árið 1970 voru sett lög um þessi mál í Bandaríkjunum (National
Environmental Policy Act). Síðan hefur það mat á umhverfisáhrifum
framkvæmda sem lögin gera að skyldu verið tekið upp mjög víða um heim,
enda verður að telja það algera forsendu fyrir flestum stórframkvæmdum.
Á skipulagsstofunni er nú verið að vinna að athugun á því hvort og með
hvaða hætti væri æskilegt að taka upp álíka vinnubrögð hér á landi.
Náttúruve md
í tilefni af fyrirhugaðri endurskoðun Náttúruverndarráðs á yfirliti um
náttúruminjar og náttúruverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins hefur þeirri
ábendingu verið komið á framfæri að æskilegt væri að skipta hverjum
verndunarflokki eftir mikilvægi t.d. í 5 stig. Sem dæmi um þannig flokka
mætti nefna varðveisluverð hraun eða fjörur, sem þá yrðu frekar flokkuð
eftir ákveðnum stigum.
Ennfremur hefur verið bent á að sennilega kæmi það hlutaðeigandi sveitar-
félögum best að þetta verk væri unnið á kortgrunn í mælikvarða 1:10.000
sem þá yrði sambærilegur við önnur kortfærð gögn sveitarfélaganna í þeim
mælikvarða.
Kortagerð og skráning upplýsinga.
Að undanförnu hafa átt sér stað töluverðar umræður um æskilega samræmingu
á kortamælikvörðum og skráningu á nauðsynlegum upplýsingum fyrir skipulags
vinnu á Höfuðborgarsvæðinu. Mjög mikið er nú þegar til af upplýsingum um
t.d. núverandi og fyrirhugað skipulag, gróður, bergrunni, jarðveg, landa-
og lóðamörk þessa svæðis, en töluvert skortir á að þessar upplýsingar séu
tiltækar, þegar á þarf að halda. Á skipulagsstofunni er nú verið að gera
yfirlitskort um núverandi og fyrirhugað skipulag þessa svæðis í mælikvarða
1:10.000 og til umræðu er að skrá ofangreindar upplýsingar og aðrar land-
tengdar upplýsingar um þetta svæði í sama mælikvarða til þess að auðvelda
samanburð. Þessar upplýsingar mætti t.d. skrá á glærur sem væru unnar á
grunnkorti í ofangreindum mælikvarða á eftirfarandi hátt:
aðalskipulagskort
jarðvegsdýpi
náttúruve rnd
eignarhald
ýmsar upplýsingar
hnitmerkt grunnkort í
m, 1:10.000