Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1980, Page 13
13
sölukynning- magnús kjartansson
Tekinn hefur verið upp sá háttur að halda sölukynningu á verkum lista-
manna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, á skipulagsstofunni að
Hamraborg 7, Kópavogi.
Nú stendur yfir kynning á málverkum og grafik Magnúsar Kjartanssonar.
Magnús lauk stúdentsprófi 1969 og stundaði síðan nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1969-1972 og á Listaakademíu Kaupmannahafnar 1972-
1975.
Hann hefur haldið þrjár einkasýningar í Reykjavík og tekið þátt í ótal
samsýningum hérlendis og erlendis. Hlaut viðurkenningu á alþjóðlegri
samsýningu ungra myndlistarmanna í Luxemborg 1972.
Verk hans eru ma. í eigu Kópavogskaupstaðar, Reykjavíkurborgar, Listasafns
íslands og Sveriges Allmanna Konstförening.
Magnús hefur verið kennari við Myndlista- og handiðaskóla Islands siðan
1977.
Eru opinberir aðilar, forráðamenn fyrirtækja og einstaklingar sem vilja
kynna sér og / eða kaupa verk Magnúsar velkomnir á Skipulagsstofuna að
Hamraborg 7.
HAMRABORG
SÍMÍ 45060
OFFSET FJÖLRITUN:
LJÓSRIT! 'N,
VÉLRITUN,
KOPERING.
Afgreiðslutími: mánudaga — föstudaga
kl. 9.15 —16.00
nema fimmtudaga frá 9.15 — 18.00
Sparisjóður Kópavogs
Digranesvegi 10 - Sími 41900