Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Side 13
13
■■■^■^■^■■■■■■■■■■H^^HH^^^^^HHBBsRipjagsmál
Birgir H. Sigurðsson,
skipulagsfræðingur
HVERFASKIPULAG
- NÝ TEGUIMD
SKIPULAGSÁÆTLANA
Hér á landi eru einkum tvær tegundir
skipulagsáætlana í notkun, aðalskipu-
lag og deiliskipulag. Hlutverk aðal-
skipulags er að sýna meginatriði stefnu-
mörkunar í þróun byggðar, land-
notkunar og umferðarkerfis. Samkvæmt
skipulagslögum skal aðalskipulag móta
ramma fyrir deiliskipulag og staðfestast
af ráðheira.
Hlutverk deiliskipulags er að gera
nánari grein fyrir notkun lands, tilhög-
un gatna, lóða, íbúðarhúsa, atvinnu- og
þjónustuhúsnæðis, stofnana, leiksvæða
og útivistarsvæða.
Samkvæmt lögum þarf ekki að
staðfesta deildiskipulag nema um sé að
ræða nýtt deiliskipulag í þegar byggðu
hverfi eða ef sveitarstjóm eða skipu-
lagsstjórn óskar sérstaklega eftir stað-
festingu.
A Borgarskipulagi Reykjavíkur er nú
unnið að nýju aðalskipulagi er nær til
alls lögsagnarumdæmis sveitarfélags-
ins. Mun framsetning aðalskipulagsins
verða einfaldari en áður hefur tíðkast,
lesmál stutt og hnitmiðað auk mikils
myndefnis, bæði ljósmynda og skýring-
armynda. Aðalskipulagið getur því
aðeins tæpt á meginþáttum byggða-
þróunar næstu 20 ára.
Með einfaldari framsetningu eykst
hættan á að hin lögboðnu tengsl
aðalskipulags og deiliskipulags rofni.
Aðalaskipulagið verður því ekki eins
leiðbeinandi fyrir deiliskipulag og æski-
legt er.
Því var ákveðið að vinna nýtt skipulag,
hverfaskipulag, sem verður millistig á
milli aðalskipulags og deiliskipulags.
Hefur borginni verið skipt í alls 9
ÞREP í GERÐ SKIPULAGSÁÆTLANA í REYKJAVÍK
l.ÞREP
AÐALSKIPULAG
2.ÞREP
HVERFASKIPULAG
3.ÞREP
DEILISKIPULAG
4.ÞREP
SKIPULAG LÓÐA