Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Síða 18
18
sfcpuiagsmál
Eftirfarandi mynd sýnir á einfaldan hátt
hvemig verðgildi bygginga breytist í
tímans rás.
HH
Q
►J
5
©
W
>
Meðan á byggingu stendur (lína A-B)
eykst verðgildi byggingar mjög ört.
Eftir að byggingu lýkur eykst þetta
verðgildi nokkuð (lína B-C) vegna
endurbóta, vegna þess að umhverfið
verður gróið og vegna fleiri atriða. Að
þessum tíma liðnum fer byggingin að
ganga úr sér, fyrst hægt (lína C-D) en
síðan mun hraðar (lína D-E). Ef þess er
gætt að endurnýja bygginguna á
tímabilinu frá C til D er það oft ekki
mikið mál, en verður því erfíðara og
dýrara sem lengra líður frá punkti D.
Mörg önnur atriði hafa áhrif á þetta
ferli, m.a. herbergjaskipan og fyrir-
komulag innandyra sem getur orðið
úrelt mun fyrr, t.d. vegna félagslegra
breytinga eða tækniþróunar.
Allt eru þetta atriði sem þeir sem
skipuleggja og hanna byggt umhverfi
ættu að hafa í huga. Hönnuðir geta t.d.
haft mjög mikil áhrif á það hve tíminn
A-C eða A-D er langur, hvort heldur
um er að ræða byggingarhluta, heilar
byggingar eða önnur mannvirki. Þar
sem um mjög örar breytingar er að
ræða gæti verið rétt að stytta þennan
tíma, auk þess sem fasteignasköttun
gæti cinnig haft áhrif á þessi mál.
Ef litið er á byggingar á höfuðborgar-
svæðinu og viðhald og endurnýjun
þeirra er rétt að vekja sérstaka athygli á
tveimur atriðum í þcssu sambandi.
Endurstofnverð allra bygginga á þessu
svæði mun vera um 220.000 milljónir
króna (heimildir: Fasteignamat ríkis-
ins). Um 80% þessara bygginga eru
byggð eftir stríð og eru því einhvers
staðar á línunni B-C. Aætlað hefur
verið að skynsamlegt sé að verja um
1/2% -1% af endurstofnverði bygginga
að meðaltali til viðhalds á ári. Hér er
því um að ræða upphæð sem gæti
numið 1.000-2.000 milljónum króna á
ári á þessu svæði.
Æskilegt verður að telja að þeir sem
skipuleggja og hann byggingar og
önnur mannvirki á þessu svæði geri sér
grein fyrir mikilvægi þessara mála og
samræmi ákvarðanir um æskilegan end-
ingartíma þessara mannvirkja eða
tækja, ef þau eiga að koma að tilætl-
uðum notum.
í öðru lagi er rétt að vekja sérstaka
athygli á því sem hér var minnst á að
ofan, að mikill meirihluti mannvirkja á
höfuðborgarsvæðinu er nú á ferlinu
B-C. Það má því búast við að þau
komist á punkt C og punkt D á svip-
uðum tíma og að þá þurfi mjög veru-
legt fjármagn til endumýjunar bygginga
á þessu svæði. Þeim sem efast um
mikilvægi þessa máls nægir að benda á
önnur tæki sem við höfum þurft að
endurnýja nýverið, nýsköpunartogara-
flotann.
Ef séð væri fram á verulega aukinn
mannfjölda eða auknar tekjur á höfuð-
borgarsvæðinu á komandi árum, væri
hér eflaust ekki um mikið mál að ræða.
Nú má hins vegar búast við því að
fólksfjöldi á þessu svæði aukist óvem-
lega á næstu áratugum, að fólki á
atvinnualdri fækki, en fjöldi aldraðra
aukist mjög verulega.
Allt em þetta atriði sem rétt er að gefa
sérstakan gaum, ef þau mannvirki sem
við höfum byggt og emm að byggja
eiga að reynast okkur þau tæki til fram-
fara sem að er stefnt.
Kópavogi 10.10.1986.