Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1986, Síða 20
20
sKpiagsmál
ívar Þorsteinsson,
yfirverkfræðingur
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
EIMDURNÝJUN
RAFDREIFIKERFISINS.
Á undanförnum tveimur árum hefur
farið fram stórfelld endurnýjun á
rafdreifikerfi Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur í eldri hlutum borgarinnar. Lætur
nærri að lagnir í 8 km af gangstéttum
hafi verið endumýjaðar á þessum tveim
árum. Ástæðan fyrir því að farið var út
í þessar framkvæmdir nú er sú að
Hitaveita Reykjavíkur þurfti að endur-
nýja sitt dreifikerfi. Við þá endumýjun
þarf víðast hvar að taka jarðveg ofan af
strengjum og mjög víða að hreyfa þá
til. Öll slík meðhöndlun á jarðstrengj-
um fer illa með þá. Þeir þola ennþá verr
hreyfingu og hnjask eftir að þeir eru
orðnir gamlir og hrömaðir, t.d. er ysta
lag þeirra, tjöruborinn hampur, víða
farinn af, en það er einmitt varnarlag
gegn utanaðkomandi áhrifum. Efsti
hluti þessa jarðstrengjakerfis þurfti nú í
annað sinn að þola röskun á "grafarró"
sinni vegna Hitaveitunnar. Fyrst við
nýlögn hennar, sem hófst árið 1943, og
aftur við þá endumýjun sem nú stendur
yfir í kerfisbundnum áföngum.
Endingartími rafdreifikerfis
Þegar rætt er um 35 ár sem eðlilegan
endingartíma rafdreifikerfis er nánast
eingöngu um bókhaldslegan endingar-
tíma að ræða en ekki tæknilegan.
Tæknilegur endingaru'mi hefur enn ekki
verið skilgreindur og tæplega hægt að
halda fram að fyrir honum hafi fengist
reynsla. Þó eru í öðrum löndum til
aldargamlir jarðstrengir í notkun. Fram-
leiðsluaðferðir og efnisval til fram-
leiðslu hefur breyst mikið frá fyrstu
áratugum rafvæðingar og eru í stöðugri
þróun. M.a. þess vegna verður víst
seint fullyrt við framleiðslu jarðstrengs,
hversu lengi hann kemur til með að
endast. Ef góður jarðstrengur er vel
lagður í réttan jarðveg og hann verður
hvorki fyrir yfirálagi né hnjaski, má
sennilega alveg eins telja aldur hans í
öldum eins og í áratugum. En ýmis
utanaðkomandi atriði skerða lífslíkur
hans. Auk hnjasks, t.d. vegna hitaveitu-
framkvæmda eða vegna viðgerða og
breytinga á öðrum kerfum, þ.e. síma,
vatnsveitu, holræsa- og gatnakerfis,
geta sýrur og önnur efni skemmt
strenginn. Heitt vatn frá biluðum hita-
veitulögnum hefur t.d. víða orðið
honum skeinuhætt.
Götuljósastólpar eru víða komnir nærri
afskrift vegna aldurs í þessum bæjar-
hlutum. Á þeim árum sem þeir voru
reistir voru götuljósastólpar venjulega
málaðir að utan en óvarðir gegn ryði að
innan. Nú eru götuljósastólpar aftur á
móti zinkhúðaðir bæði að utan og
innan, þannig að vænta má mun lengri
endingartíma á þeim.
Tæknileg þróun
Ýmsar breytingar á þjóðfélagsháttum
hafa orðið til þess að gera strengina
ófullnægjandi, en þær koma t.d. fram í
auknu álagi. Einnig spennubreytingar,
sem einkum hafa verið teknar upp til að
mæta þessu aukna álagi, þ.e. breyting
úr 6 kV í 11 kV á háspennu og úr 220
V í 380 V á lágspennu. Við 380 V
spennu þarf 4 leiðara í strengjunum í
stað 3 áður. Einnig er nú almennt hætt
að tengja heimtaugar beint með té-
tengingu inn á aðalstrengi. í þess stað
eru heimtaugar fyrir nokkur hús tengdar
í vartengiskáp sem tengist inn á aðal-
strenginn og hefur oft samtengi-
möguleika við aðra strengi. Svipuð