Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 4

Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 sunnudagur 20. nóvember Lágafellskirkja Kl. 13: Dans sunnudagaskóli. Kl. 20: Íhugunarguðsþjónusta. Umsjón: Sr. Henning Emil Magnússon og söngkonan Margrét Árnadóttir syngur. sunnudagur 27. nóvember Kl. 11: Sálmabókarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Prestur: Sr. Arndís Linn. Kl. 13: Sunnudagaskóli Lágafellskirkju. sunnudagur 4. desember Lágafellskirkja Kl. 13: Orgel sunnudagaskóli. Kl. 20: Aðventukvöld Lágafellssóknar. Umsjón: Sr. Henning Emil Magnússon og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir guðfræðingur flytur hugvekju. kyrrðarbænanámskeið í Mosfellsbæ Laugardaginn 19. nóvember kl. 10-15 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Verð: 4.000 kr. Innifalið er léttur hádegismatur og námsgögn. kyrrðardagar í Mosfellskirkju Kyrrðardagar laugardagana 26. nóvem- ber og 3. desember kl. 9-11. Nánari upplýsingar á heimasíðu. Foreldramorgnar (sjá auglýsingu) Miðvikudaga kl. 10-12 í safnaðar- heimilinu. Kríli og krútt í fylgd með fullorðnum velkomin! Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi Ljósin verða tendruð á jólatré Mosfellsbæjar á Miðbæjartorginu laugardaginn 26. nóvember. Tendr- un ljósanna á jólatrénu á Miðbæjar- torginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum og á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa sem fjölmenna á viðburðinn ár hvert. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar fyrir gesti og gangandi frá kl. 15:30 í Kjarna en kl. 16:00 hefst dagskrá á sviði á Miðbæjartorginu. Börn úr forskóladeild Listaskóla Mosfellsbæjar verða með tón- listaratriði, Jógvan Hansen tekur nokkur jólalög og gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni koma ofan úr Esju þennan dag til að kíkja á krakkana í bænum. Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Afturelding sér um sölu á heitu kakói, kaffi og vöfflum. Boða til opins fundar um aðstöðumál Aðalstjórn Aftureldingar hefur boðað til opins fundar um aðstöðu- mál félagsins. Fundurinn fer fram í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20. Fundurinn er boðaður eftir að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar næstu fjögur árin hefur verið lögð fram. „Vonbrigðin eru gríðarleg svo ekki sé dýpra í árinni tekið,“ segir Birna Kristín Jónsdóttir í aðsendri grein í Mosfellingi í dag. „Við erum orðin langþreytt á að bíða eftir tímasettri framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem margsinnis hefur verið kallað eftir. Við í Aftureldingu sjáum okkur því knúin til að boða til opins fundar um aðstöðumálin okkar til þess að freista þess að opna augu fólks fyrir því hvernig raunstaðan er, á sama tíma gefst kjörnum fulltrú- um tækifæri á að útskýra betur fyrir okkar félagsmönnum þeirra framtíðarsýn.“ Á dögunum opnaði í Háholti 13 í Mosfellsbæ níunda ísbúð Huppu, en fyrsta útibú Huppu opnaði á Selfossi árið 2013. „Við höfum lengi fundið fyrir eftirspurn eftir að opna Huppu í Mosfellsbæ. Þegar okkur bauðst svo þetta frábæra húsnæði þá slógum við til. Við erum að fá alveg ótrúlega góðar móttökur frá Mosfellingum og erum alsæl og þakklát fyrir það. Það er gaman að segja frá því að opnunardagurinn var sá stærsti frá upphafi Huppu,“ segir Telma Finnsdóttir, einn eiganda Ísbúðarinnar Huppu. níunda Huppubúðin Ísbúðin Huppa er fjölskyldufyrirtæki sem hefur vaxið og dafnað frá opnun fyrstu Huppubúðarinnar. „Þegar við opnuðum fyrstu búðina þá ákváðum við að nefna hana eftir Huppu, frábærri mjólkurkú á bóndabæ ömmu og afa í fjölskyldu okkar. Við opnuðum svo fljótlega útibú í Álfheimunum í Reykjavík, ævintýrið hélt áfram og nú er svo komið að Huppa er á níu stöðum. Þar streymir einstakur Huppísinn kaldur og góður alveg eins og hann gerði í fyrstu Ísbúð Huppu á Selfossi.“ Frábært starfsfólk „Við erum einstaklega heppin með mannauðinn hjá okkur. Þegar við auglýstum eftir starfsfólki voru viðbrögð- in frábær, við héldum opinn viðtalsdag núna í október og það komu um 70 manns. Við erum komin með frábæran hóp af fólki sem við hlökkum til að vinna með og hlakkar jafnframt til að þjónusta Mosfellinga. Takk Mosó fyrir viðtökurnar, Huppa er glöð að vera komin,“ segir Telma að lokum en opnunartími Huppu er kl. 14-22 alla virka daga og 12-23 um helgar. kolfinna rut verslunarstjóri huppu í mosfellsbæ Lengi fundið fyrir eftirspurn úr Mosfellsbæ • Opnunardagurinn sá stærsti í sögu Huppu Huppa hefur opnað í Mosó Ný íslensk þáttaröð frumsýnd um páskana • Mikið tilstand í Mosfellsbæ að undanförnu tökur á þáttunum afturelding Þættirnir Afturelding eru leiknir sjónvarpsþættir um fallna þjóðhetju úr handboltanum, Skarp- héðin, sem kyngir stoltinu og tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar, sem hann telur vera langt fyrir neðan sína virðingu. Þættirnir eru átta talsins og hugarfóstur Halldórs Laxness Halldórssonar og Hafsteins Gunnar Sigurðssonar. Fyrirhugað er að þættirnir verði frumsýndir á RÚV næstu páska. Með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Sverrir Þór Sverrisson. „Okkur langaði að segja sögur af alvöru fólki, sértækum atburðum og stórum hugmyndum - en allt í litlu bæjarfélagi og við getum ekki beðið eftir því að sýna fólki afraksturinn,“ segir Dóri DNA. ingvar, saga, svandís og sveppi fara með hlutverk þjálfara og leikmanna í þáttunum dóri, gagga og haddi - heilarnir að baki aftureldingu

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.