Mosfellingur - 17.11.2022, Side 6
Stofnun hagsmuna-
samtaka Álafoss
Þann 2. nóvember var haldinn
stofnfundur Hagsmunasamtaka
Álafoss, í skátaheimili Mosverja í
Álafosskvos. Um er að ræða félaga-
samtök sem enginn atvinnurekstur
er af, en í samþykktum félagsins
segir m.a.: Tilgangur félagsins er
að vera málsvari Álafosskvosar
og standa vörð um sameiginleg
hagsmunamál íbúa, eigenda
fasteigna og rekstraraðila í Álafoss-
kvos. Félagið skal standa vörð um
menningarverðmæti og sögulega
arfleifð Álafosskvosar. Einnig skal
félagið efla félagsleg tengsl íbúa og
hagsmunaaðila á svæðinu.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná
með því að funda reglulega um
málefni sem varða sameiginlega
hagsmuni svæðisins og skapa
þar umræðuvettvang fyrir íbúa,
eigendur og rekstraraðila á
svæðinu. Jafnframt skal félagið vera
samstarfsaðili við bæjarfélagið og
önnur yfirvöld.
Á fundinum var kjörin fyrsta stjórn
samtakanna, en í henni sitja Anna
Halldórsdóttir, Birta Fróðadóttir,
Jóel Sigurðsson, Ólöf Björg Björns-
dóttir og Sigurjón Axelsson.
- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað í 20 ár6
Jólamarkaður í Kjarna
Sjálfstæðisfélag Mosfellinga stendur fyrir jólamarkaði í Kjarnanum (við hliðina á Bókasafninu)
Kveikt verður á jólatré Mosfellinga á
Miðbæjartorginu kl. 16:00 og því tilvalið
að kíkja við og upplifa notalega
stemningu á aðventunni.
Þeir sem hafa áhuga að vera
með bás til að selja og bjóða
sínar vörur geta sent
póst á eva@podium.is
fyrir 20. nóvember.
LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER KL. 10-17
Kvikmynd um land-
búnað á svæðinu
Búnaðasamband Kjalarnesþings
hefur gert kvikmynd um sögu og
þróun landbúnaðar á svæði félags-
ins. Í myndinni Jörðin og við – Bú-
sæld við borgarmörkin er stuttlega
spönnuð saga Búnaðarsambands
Kjalarnesþings. Þar sést að mikill
hugur er í ungu fólki að starfa við
landbúnað til framtíðar, áhorfendur
fá innsýn í líf bænda sem stunda
fjárbúskap – jafnvel í Reykjavík,
nautgriparækt, hrossarækt,
fuglarækt, svínarækt, minkarækt og
æðarfuglarækt, ræktun matjurta á
gamla mátann og gróðurhúsarækt
þar sem mannshöndin kemur varla
nærri. Rifjaðir eru upp gamlir tímar
með brotum úr gömlum íslenskum
myndum, sem sýna þá gjörbyltingu
sem átt hefur sér stað í landbúnaði
á Íslandi á ekki lengri tíma en einni
öld. Myndin er frumsýnd í Bíó
Paradís um helgina.
Verkefnanefnd rótarýklúbbs Mosfellssveitar
ásamt nokkrum öðrum félögum klúbbsins
bauð upp á vöfflukaffi á hjúkrunarheimil-
inu Hömrum þann 10. nóvember.
Tekið var fagnandi á móti félögum og
vöfflunum gerð góð skil. Á heimilinu dvelja
33 einstaklingar sem ekki geta lengur dval-
ið í heimahúsi vegna veikinda. Eftir kaffið
þyrptist fólkið í kringum Þorkel Magnússon
sem las fyrir þau sögu eftir Ólaf Jóhann
Sigurðsson.
Þarna áttu rótarýfélagar og heimilisfólk
góða stund og þakkaði heimilisfólk vel fyrir
sig að samverustund lokinni. Öll tilbreyting
er vel þegin af þessum hópi sem erfitt á að
sækja viðburði út fyrir heimilið.
Glöddu heimilisfólk á Hömrum
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum
í lok október síðastliðins að gera
stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá
Mosfellsbæ.
Tilgangur úttektarinnar er að
fá fram mat á núverandi stöðu
sveitarfélagsins og leiða fram
hvernig stjórnsýsla Mosfellsbæj-
ar virkar í dag gagnvart íbúum,
stofnunum bæjarins, hagsmuna-
aðilum, kjörnum fulltrúum og
starfsmönnum. Jafnframt að setja fram á
grunni stöðumatsins tillögur að umbótum
sem eru til þess fallnar að efla starfsemi
bæjarins. Loks þarf úttektin að leiða fram
helstu áhættur í rekstri Mosfellsbæjar og
mat á fjárfestingagetu sveitarfélagsins til
skemmri og lengri tíma.
Í greinargerð með tillögunni segir að
fram undan séu stór og krefjandi uppbygg-
ingarverkefni og nauðsynlegt að stjórnsýsla
bæjarins verði í stakk búin til að
takast á við þau. Enn fremur er
lögð áhersla á að efla umgjörð og
þjónustu við börn með innleið-
ingu farsældarlaga og að áhrif
þeirra sjáist með skýrum hætti í
stjórnkerfi bæjarins. Þá er lögð
áhersla á skilvirkt nefndarstarf
og aukna aðkomu bæjarbúa að
stefnumótun og ákvarðanatöku.
Stjórnsýslu- og rekstrarúttektinni
er ætlað að vera eins konar stöðumat sem
verður grunnur til umbóta í stjórnsýslu og
rekstri.
Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjar-
stjóra hefur verið leitað til þriggja aðila
með verðkönnun á úttektinni. Í mati á vali
á úttektaraðilum vegur tillaga að úrlausn
verkefnisins 50%, verðið 25% og reynsla
úttektaraðila 25%. Frestur til að skila tilboði
er til 15. nóvember næstkomandi.
Regína
Ásvaldsdóttir
Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt