Mosfellingur - 17.11.2022, Side 8

Mosfellingur - 17.11.2022, Side 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 BaSar 2022 Hinn árlegi basar verður haldinn laugardaginn 19. nóv kl. 13:30-16:00 inni í félagsstarfinu Hlaðhömrum 2. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Eftir basarinn verða þær vörur sem eftir eru til sölu í basarbúðinni okkar í félagsstarfinu alla virka daga frá 11:00-16:00. Allur ágóði fer til þeirra sem þurfa aðstoð í bænum okkar. Kór eldri borgara, Vorboðarnir, syngur fyrir gesti. Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal. Útsaumsklúbbur Við hittumst alla miðvikudaga kl. 12:30. Endilega vertu með okkur í fé- lagsstarfinu Hlaðhömrum 2. Við höf- um stofnað útsaumsklúbb þar sem við getum saumað út, applikerað og margt fleira og aldrei að vita hvað bætist við. Eitthvað efni er á staðnum en auðvitað er best að koma með sitt eigið. Ef þú hefur áhuga á að vera með okkur að sauma, kíktu þá á okkur á miðvikudögum. Markaðsdagur Félagsstarfsins Þann 6. desember milli kl. 13:00-16:00 býðst aðilum að koma og selja vörur sínar á markaðsdegi okkar. Ef þú ert með eitthvað spennandi og skemmtilegt að selja, endilega hafðu samband við Elvu í síma 586- 8014/698-0090. Námskeið í vef- og tæknilæsi Skráning á námskeið eftir áramót á vegum Promennt. Félags- og vinnu- markaðsráðuneytið hefur ákveðið að fara í átak varðandi kennslu í tölvulæsi fyrir eldri borgara. Um er að ræða sérsniðna kennslu sem hjálpar fólki um allt land að nýta sér rafræna þjónustu og samskipti á netinu með það að markmiði að draga úr félagslegri einangrun, læra að njóta afþreyingar á netinu og auka notkun á þjónustusíðum. Kennslan er fyrir fólk eldra en 60 ára sem hefur þörf á námskeiði í tæknilæsi á snjalltæki, t.d spjaldtölvur og snjallsíma. Nám- skeiðin eru haldin í 4 skipti, í tvo tíma í senn í borðsal Eirhamra kl. 13:00-15:00. Um er að ræða tvö aðskilin námskeið, annars vegar fyrir þá sem eiga APPLE síma og tölvur og hins vegar fyrir ANDROID (t.d Samsung og LG símar). Endilega látið skrá ykkur og hringt verður í viðkomandi þegar þau byrja. Skráning á elvab@mos.is eða í síma 6980090. Námskeiðið er ókeypis. gaman saman dagskrá Gaman saman til áramóta haldin til skiptis í borðsal Eirhamra Hlaðhömr- um 2 og í safnarheimilinu Þverholti 3, 3. hæð. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis. 17. nóv kl. 13:30, borðsalur Hlaðhömrum 2. Helgi R. Einarsson kemur og spilar ásamt börnum úr leikskólum bæjarins. 24. nóv kl. 14:00, safnaðarheimilinu Þverholti 3, 3. hæð. Halldór Reynisson kemur og heldur fyrirlestur um sorgina. 1. des. kl. 13:30, borðsalur Hlaðhömrum 2. Helgi R. Einarsson kemur og spilar ásamt börnum úr leikskólum bæjarins 8. des. kl 14:00, safnaðar- heimilinu Þverholti 3, 3. hæð. Vöfflur og jólatónlist sem Þórður Sigurðsson organisti stjórnar. JÓlaBINgÓ Á BarION Miðvikudaginn 14. desember kl. 15:00. Bingónefnd FaMos ásamt Hilmari Gunnarssyni gestabingóstjóra ætla að halda skemmtilegt JÓLABINGÓ Þverholti 1. Aðgangseyri er 1.000 krónur og innifalið er 1 stk. bingóspald, kaffi og meðlæti. Aukaspjald á 300 kr. Glæsilegir vinningar í boði. Félagsvist Félagsvist er spiluð alla föstudaga kl. 13:00 hjá okkur í borðsal Eirhamra Hlaðhömrum 2. Allir velkomnir. gönguhópur Gönguhópur 60+ fer alla miðviku- daga kl. 13:00 frá Fellinu/ Varmá. Gangan hentar öllum. Allir velkomnir með, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Hlökkum til að sjá þig. aTHUgIð! Minnum á að félagsstarfið Eirhömrum er opið alla virka daga kl. 11:00-16:00 og föstudaga kl. 13:00-16:00. Þangað eru allir velkomnir. Leiðbeinendur í handavinnu eru öllum innan handar ef þörf þykir. Endilega rjúfum félags- lega einangrun og komum saman. Lions býður upp á fría blóðsykursmælingu Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ bjóða upp á fríar blóðsykursmælingar í Bónus í dag, fimmtudaginn 17. nóvember milli kl. 17:00 og 19:00. Sykursýki er oft falin en mikilvægt er að greina á byrjunastigi svo koma megi í veg fyrir alvarlegar auka- verkanir. Sykursýki er efnaskipta- sjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Orsök sykursýki er ekki þekkt og sjúkdóm- urinn er ólæknandi en með réttri meðhöndlun er hægt er að halda sjúkdómnum í skefjum og forðast fylgikvilla. Sykursýki 1 getur greinst hvenær sem er á lífsleiðinni. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem þýðir að líkaminn hefur brugðist við utanaðkomandi áreiti með myndun mótefna sem síðan taka þátt í að eyðileggja vissar frumur líkamans hratt og örugglega. Sykursýki af tegund 2 er vaxandi vandamál í heiminum öllum. Það er þó farið að hægja á greiningu nýrra tilfella á vissum svæðum eins og í hinum vestræna heimi en heildarfjöldinn sem er með þennan langvinna sjúkdóm er þó enn að aukast. Heild- arbyrði þjóðfélagsins er þannig að aukast. Lionshreyfingin leggur hér lið. Þótt við þekkjum öll dæmi um að beinar blóðsykurmælingar hafi svipt hulunni af ógreindri sykursýki einstaklinga er ekki síður mikilvægt að fræða og vekja athygli almenn- ings með fjölbreyttum hætti. STJÓrN FaMOS Jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is Jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Kristbjörg Steingrímsdóttir ritari s. 898 3947 krist2910@gmail.com Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com guðrún K. Hafsteinsdóttir meðstjórnandi s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com Fulltrúar frá Sjálfsvörn mættu færandi hendi á Reykjalund í vikunni en félagið færði Reykjalundi að gjöf ýmis tæki sem koma að góðu gagni í daglegu starfi. Um er að ræða meðferðarbekk, þrjá súrefnismæla og fimm innúðavélar fyrir lungnasjúklinga, hljóðstöng fyrir hjúkr- unarsambýlið Hlein, hljóðnema og hjart- sláttarmæli fyrir heilsuþjálfun og hand- æfingatæki fyrir iðjuþjálfunardeildina. Meðfylgjandi mynd var tekin við formlega afhendingu tækjanna. Sjálfsvörn er Reykjalundardeild SÍBS og var félagið stofnað árið 1945. Félagsmenn eru bæði fólk sem hefur verið í meðferð á Reykjalundi og aðstandendur þeirra sem og fyrrverandi og núverandi starfsfólk Reykjalundar. Reykjalundur sendir kærar þakkarkveðjur til félaga í Sjálfsvörn. Sjálfsvörn, Reykjalundardeild SÍBS, gefur ýmis tæki sem koma að góðu gagni Góðar gjafir til Reykjalundar formleg afhending tækjanna Bókmenntahlaðborð Bókasafns Mosfellsbæjar verður haldið þriðjudaginn 22. nóvember, eftir tveggja ára hlé sökum samkomu- takmarkana sem voru í gildi vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Bókmenntahlaðborðið hefur ávallt verið vinsæll viðburður og fyrir mörgum upphafið að jólunum. Húsið verður opnað kl. 19.30 og dagskrá hefst kl. 20. Áður en dagskrá hefst leika Sigurjón Alex- andersson og Þorgrímur Jónsson ljúfa tóna á gítar og bassa. Fimm höfundar lesa upp úr verkum sínum og taka þátt í umræð- um að þessu sinni. Rithöfundarnir eru þau Benný Sif Ísleifsdóttir með bók sína Gratíana, Einar Kárason með Opið haf, Ragna Sigurð- ardóttir með Þetta rauða, það er ástin, Sigríður Hagalín Björnsdótt- ir með Hamingja þessa heims og Stefán Máni með Hungur. Sunna Dís Másdóttir, skáld og gagnrýnandi Kiljunnar, stýrir umræðum. Boðið verður upp á notalega stemningu, kertaljós og veitingar að hætti bókasafnsins. Ókeypis er á viðburðinn og öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Fimm höfundar mæta í Bókasafnið • Upphafið að jólunum í hugum margra Mosfellinga Bókmenntahlaðborð loks á ný þétt setið í bókasafninu fyrir covid

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.