Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 10

Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 10
FKA kallar eftir tilnefningum Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Viðurkenningarhátíð FKA 2023. Hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum. Hvaða þrjár konur verða heiðraðar og valdar úr hópi tilnefndra kvenna kemur í ljós á næstu Viðurkenningarhátíð FKA á Grand hótel þann 26. janúar 2023. Félag kvenna í atvinnulífinu heldur markvisst áfram að skrifa konur inn í söguna. FKA kallar eftir tilnefning- um frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningar- viðurkenningu. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og hægt er að tilnefna konur í öllum flokkum, eða bara eina, til og með 24. nóvember 2022. Nánar á www.fka.is. - Bæjarblað í 20 ár10 Laus störf í Mosfellsbæ Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Opið í ÞverhOlti 5 13-18 mán-fös., 11-14 laugardaga Full búð af nýjum varningi, og ýmislegt til jólagjafa Götulýsingar­ þjónusta boðin út Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fela umhverfissviði að segja upp samkomulagi við ON um götulýsingu og að hafinn verði undirbúningur að útboði á hönnun, nýframkvæmd og rekstri götu- lýsingarþjónustu. Áður hafði ON óskað eftir því að Mosfellsbær tæki afstöðu til þess hvort sveitarfélagið væri tilbúið til þess að framselja götulýsingarþjónustu til mögulegs nýs eiganda á núverandi götulýsing- areiningu ON. Búsetuúrræðum fjölgar Útgjöld til velferðarmála hækka mest eða úr 2,5 ma. kr á árinu 2022 í 3 ma. kr á árinu 2023. Málaflokkur fatlaðs fólks eykst mest eða um 340 m. kr á milli ára. Frístundaþjónusta við fötluð börn og ungmenni eflist sem og skammtímavistun fyrir fötluð börn. Þá verður fjölgun í bú- setuúrræðum og NPA samningum. Gert er ráð fyrir eflingu á heimaþjónustu fyrir eldri borgara með auknum innlitum og bættri matarþjónustu. Á árinu 2023 verður enn fremur haldið áfram að innleiða farsældarlögin með Far- sældarhringnum sem er samstarfsverkefni velferðarsviðs og fræðslu- og frístundasviðs. Fjárheimildir eru auknar til stoðþjónustu við börn í leik- og grunnskólum og ráð- gjafaþjónustu við börn og fjölskyldur. Loks verður tekin upp sumaropnun í Bólinu. Viðsnúningur frá hallarekstri 2021 Áformað er að A- og B-hluti verði rek- inn með 548 m. kr. afgangi á næsta ári en þannig verður viðsnúningur frá þeim halla- rekstri sem var árið 2021 og áætlanir gera ráð fyrir á árinu 2022. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 2.151 m. kr. eða 11% af heildartekjum. Álagningarhlutfall fasteignagjalda lækkar til að koma til móts við hækkun fasteignamats: • Fasteignaskattur A – álagning lækkar úr 0,203 í 0,195%. • Fasteignaskattur C – álagning lækkar úr 1,540% í 1,520%. • Vatnsgjald – álagning lækkar úr 0,070% í 0,065%. • Fráveitugjald – álagning lækkar úr 0,095% í 0,090%. Fjárfest verður fyrir rúma fjóra milljarða til að byggja upp innviði. Nýjum lóðum verður úthlutað í 5. áfanga uppbyggingar í Helgafellslandi. Áformað er að A- og B-hluti verði rekinn með 548 m. kr. afgangi á næsta ári. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 2.151 m. kr. eða 11% af heildartekjum. Álagningarhlutfall fasteignagjalda lækkar til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Skuldir sem hlutfall af tekjum munu lækka og skuldaviðmiðið verður 89,9%. Álagningarhlutfall útsvars verður 14,52% en útsvar er um 52% af heildartekjum sveitarfélagsins Hækkun á gjaldskrám verður hófleg og til samræmis við breytingar á verðlagi. Íbúar eru um 13.300 og er ætluð fjölgun um 2,5% á milli ára. helstu áherslur Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar • Gert ráð fyrir afgangi • Fyrsta áætlun nýs meirihluta Áhersla á grunnþjónustu og uppbyggingu innviða 2023 endurbætur í kvíslaskóla Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 og næstu þrjú ár þar á eftir var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 9. nóvember. Áformað er að A- og B-hluti verði rekinn með 548 m. kr. afgangi á næsta ári. Fjárfest verður fyrir rúma fjóra milljarða króna. Þetta segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Heildstæð uppbygging íþróttasvæða Meðal áherslna á kjörtímabilinu er heildstæð uppbygging íþróttasvæða í bæj- arfélaginu, umfangsmiklar framkvæmdir vegna fjölgunar íbúða- og atvinnulóða, aukning á leikskólaplássum og bygging búsetuúrræða fyrir fatlað fólk. Enn fremur er gert ráð fyrir stofnframlögum til óhagn- aðardrifinna félaga. Þá verður unnið að því að Mosfellsbær hljóti viðurkenningu sem Barnvænt samfélag á kjörtímabilinu. Á árinu 2023 verður ráðist í fjögurra millj- arða fjárfestingu sem skiptist í gatnagerð fyr- ir rúmlega einn milljarð í Helgafellslandinu og í miðbænum, um 500 milljónir í lagningu hitaveitu, vatns- og fráveitulagna ásamt raf- og fjarskiptalagna í Korputúni sem er at- vinnusvæði og hluti af Blikastaðalandinu. Fjárfest í innviðum Þá verða settar 500 milljónir í end- urbætur í Kvíslarskóla en ráðast þurfti í umfangsmiklar viðgerðir þar vegna leka. Meðal annars verða gluggaskipti á fyrstu og annarri hæð og ný innrétting í eldhúsi og mötuneytisaðstöðu á fyrstu hæð. Framkvæmdir við Helgafellskóla verða kláraðar sem og bygging íþróttahúss og frágangur lóðar. Lokið verður við endur- bætur í eldhúsinu í Varmárskóla og reist ný eldhúsbygging í Reykjakoti. Gert er ráð fyrir fjárfestingu í nýjum leikskólaplássum og endurnýjun skólalóða, s.s. á Reykjakoti, Hlaðahömrum og víðar. Gert verður ráð fyrir um 200 m. kr. í end- urnýjun íþróttavalla að Varmá á næsta ári og 250 m. kr. á árinu 2024. Á næsta ári lýkur endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar og vinna er hafin við forgangsröðun og gerð rammaskipulags mögulegra uppbygginga- svæða. Gert er ráð fyrir fjölgun starfsmanna á umhverfissviði til að takast á við ný skipu- lagsverkefni auk umsjónar með og eftirliti með fjárfestingum. mosfellsbær á fallegum degi ÚtgáFudagar til áramóta 8. des. 22. des Blaðinu er dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ. Skilafrestur efnis/auglýsinga er til hádegis á mánudegi fyrir útgáfudag. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.