Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 18

Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 18
 - Bæjarblað sem skiptir máli18 Hulduhólar listhús verður opið laugardaginn 19. nóvember og sunnudaginn 20. nóvember frá kl. 13:00 til 19:00. Kaffi á könnunni og allir velkomnir. Steinunn Marteinsdóttir Opið Hús á Hulduhólum listhúsi GLEÐI OG GÁSKI! Bráðskemmtileg bók, stútfull af skemmtilegum sögum og vísum. Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Rithöfundurinn og Mosfellingurinn Aðal- steinn Stefánsson hefur sent frá sér nýja bók sem ber heitið Ráðgátan um hauslausa ræningjann. Þetta er fjórða bók höfundar en áður hefur hann skrifað þrjár styttri barna- bækur. Nýja bókin er frábrugðin því sem Aðalsteinn hefur skrifað áður en um er að ræða krimma fyrir unglinga og ungmenni. „Fullorðnir geta án efa líka haft gaman af bókinni,” segir höfundurinn spurður um fyrir hvaða lesendahóp hann hafi skrifað bókina. „Þetta er krimmi eða glæpasaga með gamansömum undirtón.“ Aðalsteinn hefur verið búsettur í Mos- fellsbæ frá árinu 2003, og er til að mynda meðlimur í Mosfellskórnum. Hann er menntaður smiður en ritlistin hefur fangað hug hans. Ung listakona, Katrín Vigfúsdótt- ir, teiknaði kápumyndina. Aðalpersónur bókarinnar eru gamlir skólafélagar, Stína og Stjáni, en þau stofna saman einkaspæjarastofu. Það er svo fyrir algjöra tilviljun að félagarnir dragast inn í sérkennilegt glæpamál þar sem hauslaus ræningi rænir skargripaverslanir. Til að vita meira um þessa undarlegu glæpi er fátt annað að gera en að lesa bókina. Er von á fleiri bókum um þau Stínu og Stjána? „Já, það gæti orðið, að einhver fleiri mál detti inn á borð hjá einkaspæjurunum Stínu og Stjána, ef fyrri bókin fellur vel í kramið.” Aðalsteinn Stefánsson gefur frá sér sína fjórðu bók Krimmi fyrir ungmenni

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.