Mosfellingur - 17.11.2022, Blaðsíða 27

Mosfellingur - 17.11.2022, Blaðsíða 27
Árlegur starfsdagur Aftureldingar fór fram í Krikaskóla þann 10. nóvember. Starfsdagurinn er einn af fáum dög- um, ef ekki eini dagur ársins, þar sem allir þjálfarar fé- lagsins hittast, spjalla og hlusta á ýmis fræðsluerindi. Í ár var farin örlítið önnur leið en haldin var 100 manna vinnustofa þar sem hugmyndir fóru heldur betur á flug. „Við byrjuðum kvöldið á að hlusta á Margréti Lilju frá Rannsókn og greiningu. Hún benti þjálfurunum á mikilvægi þeirra í lífi barna í Mosfellsbæ á meðan hún ræddi Ánægjuvogina og niðurstöður fyrir iðkendur okkar í Mosfellsbæ, segir Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafulltrúi Aftureldingar. „Í kjölfarið á þeim fyrirlestri fóru þjálfararnir okkar í vinnu út frá Ánægjuvoginni, þar sem þeir veltu fyrir sér hvernig við gætum viðhaldið og bætt góðan árangur. Á næstu dögum og vikum vinnum við úr vangaveltum og lausnum frá starfsdeginum, út frá þeim viljum við búa til efni sem þjálfararnir okkar geta sótt í til þess að bæta sig og þróa sem þjálfara. Og þannig aðstoða iðkendur okkar til þess að verða þeir einstaklingar sem þeir vilja, hvort sem það er íþróttafólk eða ekki. Starfsdagurinn í ár heppnaðist vel, sem kom okkur svo sem ekkert á óvart. Við hjá Aftureldingu, og ekki síður iðkendur og foreldrar í Mosfellsbæ, erum ótrúlega heppin með stóran, metnaðarfullan og skemmtilegan hóp af þjálfurum. Við hvetjum alla til að kynna sér Ánægjuvogina og niðurstöður hennar á heimasíðu Aftureldingar,“ segir Hanna Björk. Laugardaginn 5. nóvember fór fram Ís- landsmót í poomsae (formum). Sex kepp- endur frá Aftureldingu tóku þátt og stóðu sig mjög vel. Aþena Kolbeins varð Íslandsmeistari í einstakling og para poomsae, þá fékk hún silfur í hópapoomsae. Ásta Kristbjörnsdóttir fékk silfur í ein- staklingspoomsae og hópapoomsae Hilmar Birgir Lárusson fékk silfur í ein- staklingspoomsae Justina Kiskeviciute varð Íslandsmeistari í einstaklingspoomsae, þá fékk hún silfur í hópapoomsae Patrik Bjarkason komst ekki á pall í þetta skiptið en stóð sig mjög vel. Sigurður Máni Guðmundsson fékk silfur í einstaklingspoomsae Sunnudaginn 6. nóvember fór fram Íslandsmót í sparring (bardaga). Einn keppandi frá Aftureldingu tók þátt og stóð sig mjög vel. Justina Kiskeviciute varð Íslandsmeistari í sínum flokki. Vel heppnaður starfsdagur 100 manna vinnustofa fyrir alla þjálfara Aftureldingar Flottur hópur þjálFara Íslandsmeistarar Mosfellsku knattspyrnumennirnir Jason Daði, Anton Ari og Ísak Snær áttu frábært tímabil með Breiðabliki í efstu deild í sumar og hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í lok tímabils. aþena og justina Góður árangur á Íslandsmeistaramóti í taekwondo Íþróttir - 27

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.