Mosfellingur - 17.11.2022, Page 30

Mosfellingur - 17.11.2022, Page 30
 - Aðsendar greinar4230 Síðustu vikur hefur verið að störf- um starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ. Tilurð hópsins má rekja til þess að nauð- synlegt þótti að rýna betur í áætl- anir sveitarfélagsins um byggingu annars leikskóla í Helgafellslandi. Frá því að upphaflegar áætlanir voru settar fram um mitt síðasta ár hefur kostnaður við byggingu skólans auk- ist um 56% bæði vegna verðlagshækkana og einnig vegna kostnaðar við að byggja á óhentugri lóð. Heildarkostnaður hefur verið áætlaður um 1900 milljónir en það er án búnaðar. Þessa kostnaðaráætlun þarf að endurskoða í heild sinni. Það væri óábyrgt af núverandi meirihluta að gera það ekki og gefa sér ekki tíma til að ræða hvort þetta sé besta leiðin fyrir Mosfellsbæ. Á sama tíma og bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins vilja drífa í þessu og bjóða út bygginguna eru önnur sveitarfélög að fá engin tilboð eða tilboð sem eru langt um- fram kostnaðaráætlun í sambærilegar bygg- ingar. Tímasetningin á því að bjóða út slíkt verk hefur því verið einstaklega óhentug þar sem mikil þensla er á byggingamarkaði. Við sjáum það líka á öðrum verkefnum en eins og komið hefur fram þá bárust engin tilboð í þjónustubyggingu við Varmá í vor. Niðurstaða Niðurstaða starfshópsins er að það sé vissulega heppilegast að byggja annan leikskóla í Helgafellslandi. Það geti þó ekki verið fyrir opinn tékka. Við verðum að setja okkur raunhæf markmið og ná byggingar- kostnaði niður. Það er hægt að gera með ýmsum hætti og einn af þeim þáttum sem hefur áhrif eru tímasetningar. Bæði hvenær boðið er út og hvaða tímarammi er á verk- inu sjálfu. Því meira sem við flýtum okkur því hærri kostnaður. Niðurstaða hópsins er einnig sú að Mosfellsbær geti áfram stækkað leikskólastarfsemi sína og tekið á móti þeim fjölda barna sem þurfa pláss á allra næstu árum þó að leikskólinn verði ekki byggður alveg strax. Kostnaðurinn við það verður alltaf réttlætanlegur og að- staðan nýtt til framtíðar. Áframhaldandi góð þjónusta Mosfellsbæ hefur vegnað vel að takast á við aukinn fjölda leikskólabarna á síðustu árum og náð að bæta þjónustuna við ung börn á sama tíma og bærinn stækkar. Nýr meirihluti mun taka við keflinu og halda uppbyggingunni áfram. Það er þó mikil- vægt að gæta að því að rekstur leikskóla snýst ekki bara um húsnæði. Starfsum- hverfið í leikskólum og „vinnudagur“ leik- skólabarna er eitthvað sem við sem sam- félag þurfum að ræða og takast á við. Það er mikilvægt í þessu samhengi að muna að eitt hentar ekki öllum þegar kemur að þjónustu við ung börn og fjölskyldur þeirra og fjölbreytni er mikilvæg. Stórar einingar, litlar einingar, dagforeldrar, einkareknir skólar og jafnvel heimgreiðslur til foreldra ættu allt að vera leiðir sem hægt er að fara í þessum efnum. Undirrituð þakkar öllum sem að vinn- unni komu en í hópnum voru fulltrúar frá meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn ásamt starfsfólki Mosfellsbæjar. Það var gagnlegt að taka samtalið í þessu ferli og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs þar sem raddir allra fá að heyrast og viðhöfð eru lýðræðisleg vinnubrögð. Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar Uppbygging leikskóla í Mosfellsbæ Á dögunum fór fram fyrri umræða um fjárhags- áætlun Mosfellsbæjar. Að mörgu leyti er hún skynsamleg og góð enda byggð á góðum grunni stefnumótunar og vinnu undanfarinna ára. Það er þó áhyggjuefni þegar brýnum fram- kvæmdum er skotið á frest. Samkvæmt áætlun er tveggja ára seinkun á uppbyggingu á íþrótta- svæðinu að Varmá auk þess sem leikskólinn sem rísa átti í Helgafelli hefur verið settur á bið og óvíst hvert framhaldið verður. Hvort tveggja eru þetta framkvæmdir sem ráðast átti í strax á þessu ári og vera langt komnar á því næsta. Athygli vekur að á meðan uppbygging nýja leikskólans hefur verið stöðvuð á að leggja 225 milljónir í bráðabrigðalausn á leikskólaplássum. Þá munu Mosfellingar nú búa við einna hæstu álögur og gjöld sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu, hugsanlega að frátöld- um Reykvíkingum. Fasteignagjöld munu nefnilega hækka svo að um munar þó svo að fréttatilkynning frá meirihluta í bæjar- stjórn hafi gefið annað í skyn. Sú tilkynning hljóðaði nefnilega upp á að fasteignaskattar muni lækka. Þar var í sjálfu sér ekki farið með rangt mál. Fasteignaskattar lækka vissulega lítillega. Þessi lækkun hefur þó afar takmörkuð áhrif til lækkunar á fast- eignagjöldum sem í reynd munu því hækka um að minnsta kosti 15% og það munar um minna þegar horft er til umtalsverðra hækkana á fasteignamati ásamt síauknum útgjöldum heimilanna. Til viðbótar verður útsvar hækkað í það hámark sem lög heimila. Það má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að hækka álögur og gjöld á íbúa eingöngu vegna þess að lög gefa kost á því? Væri ef til vill nær- tækara að taka pólitíska ákvörðun um að keyra af stað þau verkefni sem fram undan eru og geta verið veigamiklir tekju- stofnar á komandi árum í stað þess að sækja tekj- urnar beint í vasa bæjarbúa? Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram alls 9 tillögur til breytinga á fjárhags- áætlun. Þær tillögur miða m.a. að því að lækka álögur og gjöld á íbúa, flýta fram- kvæmdum að Varmá ásamt leikskólanum í Helgafelli. Jafnframt að leggja áherslu á úthlut- un lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis og í Hamraborg, sem til stóð að gera á þessu ári með tilheyrandi tekjum fyrir sveitarfé- lagið. Að lokum má svo leiða hugann að því hvort þessi framsetning á upplýsingum er varða lækkanir á fasteignasköttum sé í samræmi við þær áherslur sem boðaðar voru í málefnasamningi nýs meirihluta, um heiðarleika og gagnsæi. Verður áfram best að búa í Mosó? Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Jana Katrín Knútsdóttir Ásgeir Sveinsson Rúnar Bragi Guðlaugsson Helga Jóhannesdóttir Verður áfram best að búa í Mosó? Síðumúli 13, 108 Reykjavík | S. 577 5500 | atvinnueign.is Fasteignamiðlun EIRHÖFÐI 18, 110 REYKJAVÍK Halldór Már Löggiltur fasteignasali s. 898 5599 Evert Löggiltur fasteignasali s. 823 3022 Ólafur Ingi Löggiltur fasteignasali s. 847 7700 Ólafía Löggiltur leigumiðlari s. 864 2299 Davíð Jens Löggiltur leigumiðlari s. 846 7495 Til leigu eða sölu allt að 4.316 fm atvinnuhúsnæði við Grænásbraut (Ásbrú - Reykjanesbæ). Um er að ræða tvö samliggjandi hús sem geta verið leigð út í sitthvoru lagi en eru eingöngu seld saman. I) Verslunarrými, 2.061 fm sem m.a gæti hentað mjög vel fyrir matvöruverslun og veitingastaði. II) Vöruhús/lager 2.255 fm með 9 metra lofthæð þar sem hæst er og fjórum innkeyrsluhurðum. Lóðin er 31.883 fm sem býður upp á marga möguleika á þessu skemmtilega svæði. Stórt malbikað útsvæði er við húsið. Vöruhúsið er í útleigu og verslunarrýmið er laust nú þegar. Allar nánari upplýsingar veitir: Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, viðskiptafr. og leigumiðlari í síma 898 5599 eða halldor@atvinnueign.is Atvinnuhúsnæði til leigu Skannaðu kóðann og skoðaðu eignina Atvinnueign kynnir til leigu 672.2 fm. lager- og skrifstofuhúsnæði við Eirhöfða 18 í Reykjavík. Húsnæðið er að hluta til á tveimur hæðum. Húsnæðið er innréttað sem skrifstofur, lager- og þjónustuhúsnæði. Nánari lýsing: Inngangur, sunnan við húsið, komið er inn í rúmgott anddyri, móttöku, salerni, kaffistofu starfsmanna ásamt starfsmannaaðstöðu. Inn af móttöku er lager sem er með um 6 metra lofthæð en einnig er hluti lagers með rúmlega 3 metra lofthæð. Góð innkeyrsluhurð fyrir lager. Við anddyri er stigi upp að 2. hæð, þar er um 190 fm innréttað skrifstofuhúsnæði sem skiptist í fundarherbergi og opið vinnurými. Laust strax. Allar nánari upplýsingar veitir: Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali, viðskiptafr. og leigumiðlari í síma 898 5599 eða halldor@atvinnueign.is Lager- og skrifstofuhúsnæði til leigu Skannaðu kóðann og skoðaðu eignina GRÆNÁSBRAUT - ÁSBRÚN, 262 REYKJANESBÆR Atvinnu- og geymslurými að Brúarfljóti Skannaðu kóðann og skoðaðu eignina Atvinnueign kynnir til leigu 25,6 fm og 51,2 fm atvinnu- og geymslurými að Brúarfljóti í Mosfellsbæ. Bílastæði fylgir hverju rými. Lóð verður afgirt og með aðgangsstýringu. Nánari upplýsingar veitir Davíð Jens Guðlaugsson, löggiltur leigumiðlari í síma 846-7495 eða í tölvupósti á david@atvinnueign.is.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.