Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 32

Mosfellingur - 17.11.2022, Síða 32
 - Aðsendar greinar32 Ég er í grunninn frekari bjartsýn og jákvæð manneskja sem ég held að hafi komið sér afar vel í starfi mínu sem formaður Aftureldingar en það verður samt að viðurkennast að það verður erfiðara og erfiðara með tímanum. Í aðdraganda sveitarstjórnar- kosninga sl. vor voru væntingar keyrðar upp úr öllu valdi og þar spilar eng- inn flokkur frítt. Flestir ef ekki allir flokkar vildu allt fyrir okkur gera og lofuðu að bæta aðstöðu iðkenda Aftureldingar. Nú hafa verið lögð fram drög að fjárhags- áætlun Mosfellsbæjar næstu fjögur árin. Vonbrigðin eru gríðarleg svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið 2019 á 110 ára afmæli Aftureldingar gaf Mosfellsbær okkur það að gjöf að þarfagreina svæðið og aðstöðuna að Varmá. Eftir mikla vinnu við þarfagreiningar var niðurstaðan sú að byrja á því að reisa lang- þráða þjónustubyggingu. Þjónustubygging nýtist öllu félaginu mjög vel. Hún myndi rúma það sem okkur vantar hvað sárast: • Vel búnir búningsklefar og aðstaða fyrir sjúkraþjálfara • Aðstaða til styrktarþjálfunar fyrir Aftureldingu • Félagsaðstaða sem sárvantar • Aðstaða fyrir þjálfara sem er engin í dag Eins og flestir vita átti að vera byrjað á þessari byggingu en engin tilboð bárust sem þá gáfu fólki færi á að stækka hana sem allir eru ánægðir með. Við fulltrúar Aftur- eldingar vorum kölluð á fund um miðjan júní þar sem fullyrt var að þetta verkefni myndi ekki tefjast lengur en um ár, við gátum alveg lifað með því þar sem við sáum að það mundi bætast við búnings- klefa og rýmið til styrktarþjálfunar stækka svo eitthvað sé nefnt. En frestunin verður greinilega tölu- vert lengri miðað við framlagða áætlun. Við erum orðin langþreytt á að bíða eftir tímasettri framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem margsinnis hefur verið kallað eftir. Jú, vissu- lega hljómar það vel að á kjörtímabilinu eru á dagskrá tveir gervigrasvellir, fullbyggð stúka og þjónustubygging. Það sem verra er að aðeins áætlun næsta árs er bindandi og miðað við hvernig verkefni hverfa út af áætlunum þá er erfitt að trúa því og treysta að verkefnin munu raungerast. Ég er því hóflega bjartsýn en vona það besta. Við í Aftureldingu sjáum okkur því knúin til að boða til opins fundar um aðstöðu- málin okkar til þess að freista þess að opna augu fólks fyrir því hvernig raunstaðan er, á sama tíma gefst kjörnum fulltrúum tæki- færi á að útskýra betur fyrir okkar félags- mönnum þeirra framtíðarsýn. Auðvitað er þessi aðstöðuvandi ekki til kominn á stuttum tíma og við gerum okkur grein fyrir að það tekur tíma að vinda ofan af verkefninu en betur má ef duga skal. Áfram Afturelding. Birna Kristín Jónsdóttir, Formaður Aftureldingar Aðstöðuleysi Aftureldingar Ég hef verið iðkandi, þjálfari, for- eldri og sjálfboðaliði í Aftureld- ingu frá því ég flutti í Mosfellsbæ. Á þessum tíma, sem spannar nú nokkra áratugi, hef ég upplifað alls konar, eins og gerist og gengur innan íþróttafélaga. En það sem stendur upp úr fyrir mig er allt það frábæra fólk sem ég hef kynnst. Að starfa fyrir og í kringum klúbbinn er ofboðslega gefandi en það getur líka verið erfitt. Sérstaklega þegar maður upplifir að hlutirnir gangi ekki eins og maður hafði haft væntingar um, viðhald og uppbygging sé ekki í takt við þarfir félagsins á hverjum tíma sem leiðir af sér alls konar erfiðleika á borð við ófullnægjandi aðstöðu, yfirfullar deildir og biðlista, erfiðleika þegar kemur að því að halda í og laða að góða þjálfara og leikmenn, og síðast en ekki síst, halda í og fjölga sjálfboðaliðum, sem vinna gríðarlega óeigingjarnt og algjörlega ómetanlegt starf í þágu félagsins. Á næstu árum stendur til að fara í mikla uppbyggingu að Varmá. Strax á næsta ári fær Afturelding langþráða aðstöðu fyrir styrktarþjálfun í takti við nútímaþarfir íþróttafólks. Á næsta ári verður líka hafist handa við að uppfæra vellina þar sem meðal annars verður skipt um gervigras og vökvunarbúnaður settur upp og ráðist í gagngera endurnýjun á aðalvellinum okkar sem er löngu tímabært. Þjónustubyggingin er á dagskrá eins og ákveðið hefur verið og stefnt að því að hún verði byggð á kjörtímabilinu. Á næstu dögum verður skipaður starfshópur á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það hlutverk að leggja fram fullbúna, tímasetta tillögu að framtíðarskipulagi Varmársvæðis- ins. Í þeirri vinnu þarf að taka tillit til hagsmuna og ábendinga allra þeirra sem starfa á svæðinu og umgangast það. Til dæmis Aftureldingar, almennings sem umgengst svæðið sem sitt íþrótta- og útivistarsvæði, grunnskóla- kennara og grunnskólanema og annarra sem starfa á svæðinu. Lögð verður áhersla á að hópurinn skili niðurstöðum á skýran og myndrænan hátt. Þessi vinna mun þó ekki hafa áhrif á þau verkefni sem þegar hefur verið ákveðið að ráðast í eins og endurnýjun valla og nýja þjónustubyggingu. Ég veit og skynja að það er komin þreyta í hópinn og skil það svo vel. Á sama tíma hef ég aldrei verið eins vongóð og spennt fyrir því sem koma skal að Varmá. Aftureldingarfólk hefur sýnt það og sann- að að í því býr seigla, leikgleði og framsýni. Við þurfum á öllu okkar góða fólki að halda og saman sköpum við betra samfélag sem styður við börnin okkar og gefur okkur sjálfum ánægjuna af því að hafa tekið þátt í uppbyggingunni. Virðingarfyllst, Erla Edvardsdóttir, formaður íþrótta-og tómstundanefndar. Nú kemur þetta hjá okkur! Meirihluti Framsóknar, Samfylk- ingar og Viðreisnar hefur nú lagt fram sína fyrstu fjárhagsáætlun og ber hún merki um nýjar áherslur. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er snúið þessi misserin m.a. vegna hárrar verðbólgu og afleiðinga innrásar Rússa inn í Úkraínu. Mis- jafnt er hvernig sveitarfélög taka á aðstæðum. Sum hver hafa ákveðið að fara í niður- skurð, uppsagnir og skerðingu á þjónustu til að mæta áskorununum. Við höfum ákveðið að fara ekki þá leið. Bætt þjónusta Mikilvægi skólaþjónustunnar er óum- deilt og styrking hennar tímabær. Það ætl- um við að gera og fyrstu skrefin verða tekin á næsta ári með ráðningu sérfræðings. Við hleypum líka krafti í vinnu við innleiðingu farsældarlaga sem krefjast nýrra vinnu- bragða og tökum upp þráðinn við innleið- ingu hugmyndafræði barnvæns samfélags. Þessum áföngum verður ekki náð nema að bæta þjónustu við börn. Fjármagn til velferðarþjónustu hækkar um tæplega hálfan milljarð milli ára. Þar má nefna fjölgun NPA samninga og bú- setuúrræða, aukningu skammtímavistunar fatlaðra barna, eflingu Úlfsins og styrkingu í ráðgjöf við börn og fjölskyldur. Við bætum heimaþjónustu og gerum ráð fyrir stóraukningu á félagslegu innliti til þeirra samborgara okkar sem þá þjónustu þurfa. Við festum í sessi betri matarþjón- ustu með heimsendingu matar um helgar. Mosfellsbær er að fara inn í tímabil mik- illar uppbyggingar og til að sú uppbygging gangi vel fyrir sig er nauðsynlegt að styrkja innviði stjórnsýslunnar. Reyndar er sú styrking löngu tímabær. Aukið verður við stöðugildi inni á umhverfissviði og ráðinn verður lögfræðingur. Þessar breytingar eru bráðnauðsynleg- ar svo allur undirbúningur og vinna við skipulagsmál nýrra uppbyggingarsvæða verði marviss og að stjórnsýsla bæjarins hafi getu til að takast á við þau stóru viðfangsefni. Þessi mikla uppbygging mun skila bæjarsjóði auknum tekjum í framtíðinni og þar af leiðandi mikilvægt að setja hana í forgang. Framkvæmdir Við erum að leggja fram mjög metnaðar- fulla fjárfestingaráætlun með skýra sýn um uppbyggingu til framtíðar. Strax á næsta ári eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir. Má þar sérstaklega nefna framkvæmdir vegna nýrra lagna í óbrotnu landi á fyrirhuguðu athafnasvæði í landi Blikastaða. Hér er um stóra fjárfestingu að ræða fyrir sveit- arfélagið en jafnframt nauðsynlegan þátt í undirbúningi að byggingu þess hverfis sem mun í framtíðinni auka tekjur sveitar- félagsins og skapa ný atvinnutækifæri fyrir Mosfellinga. Viðhaldsverkefni sveitarfélagsins eru fjölmörg í fjárhagsáætluninni. Í Mosfellsbæ hefur byggst upp viðhaldsskuld í áranna rás og vill meirihlutinn vinna markvisst á henni. Í viðhaldi viljum við ganga alla leið og gott dæmi þar um er Kvíslarskóli. Að sönnu eru fjárhæðirnar sem áætlaðar eru í viðhald og endurbætur þess skóla háar en meirihlutinn vill ljúka verkinu, ekki taka smábúta hér og þar. Gott samfélag Við viljum fjárfesta í fólki. Það er stöðugt ákall eftir meiri og betri þjónustu sveitar- félaga og viljum við svara því kalli innan þess ramma sem ábyrg fjármálastjórn veitir okkur. Að reka gott samfélag þar sem hugað er að þörfum allra og pláss er fyrir okkur öll kostar. Fjármagn til rekstrarins verður að koma úr þeim reglulegu tekjustofnum sem við höfum yfir að ráða. Þannig mun þessi meirihluti nálgast fjármálastjórn sveitar- félagsins. Bæjarfulltrúar Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar. Bætt þjónusta og framtíðar- sýn í fjárhagsáætlun Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar segir að álagningarprósentur fasteigna- gjalda verði lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats og í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er staðið við það markmið meiri- hlutans. Það er ánægjulegt að hægt sé að standa við þessa lækkun án þess að þurfa að skera niður í þjónustu við bæjarbúa heldur þvert á móti að geta svarað kalli um aukna grunnþjónustu og áframhaldandi innviðauppbyggingu. Við fyrri umfjöllun um fjár- hagsáætlun í bæjarstjórn lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram breytingartillögu um óbreytt útsvar og lækkun álagningar fast- eignagjalda þannig að raunhækk- un verði ekki umfram vísitölu. Rétt er að taka fram að hér er um nýja nálgun að ræða sem aldrei hefur verið notuð í Mos- fellsbæ. Breytingartillagan myndi þýða 147 milljóna kr. lægri tekjur sveitarfé- lagsins og til að mæta þessari lækkun leggja þau til að áætlaðar tekjur af byggingarrétti verði hækkaðar. Fasteignagjöld Í fjárhagsáætlun sem farið hefur í gegnum fyrri umræðu var, við ákvörðun um álagningarprósentur fasteignagjalda, stuðst við sömu aðferð og notuð hefur verið undanfarin ár. Heildarálagning lækkar úr 0,684% í 0,660%. En hvað þýða breyttar álagningarpró- sentur fyrir íbúa? Fyrir íbúðarhúsnæði með fasteignamat árið 2023 upp á 99.350.000 kr., og hækkun á fasteignamati frá 2022 um 32,37%, þá hækka fasteignagjöld samtals um 1.657 kr. á mánuði umfram verðlag. Við viljum ekki gera lítið úr því að þessi hækkun getur verið áskorun fyrir þá tekju- lægri en við viljum vekja athygli á því að afslættir Mosfellsbæjar af fasteignagjöldum til eldri borgara og öryrkja eru með þeim hæstu sem veittir eru á höfuðborgarsvæð- inu. Útsvar Útsvarið er í fjárhagsáætluninni hækkað upp í löglegt hámark eða 14,52%. Það hefur verið helsta gagnrýni ríkisins í samningavið- ræðum um tekjustofna sveitar- félaga að á sama tíma og sveitar- félögin eru að óska eftir auknum framlögum frá ríkinu til þess að standa undir lögbundinni þjón- ustu þá séu sveitarfélögin ekki að fullnýta tekjustofna sína. Fyrir Mosfellsbæ er mjög mik- ilvægt að unnt verði að semja við ríkið um hækkun tekjustofna, sérstaklega því að við viljum geta staðið að því með sóma að veita fötluðum íbúum þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á. Áhrif á íbúa Hækkun á útsvarinu þýðir sam- tals tekjuaukningu upp á 26 millj- ónir kr. á árinu 2023 eða að með- altali hækkun um 250 kr. á mánuði fyrir hvern útsvarsgreiðanda. Ábyrg fjármálastjórn Í ábyrgri fjármálastjórn sveitarfélags er mikilvægt að tryggja að tekjur af rekstri sveitarfélagsins standi undir kostnaði við þá þjónustu sem sveitarfélög veita enda er hún ótímabundin. Þar af leiðandi þarf að tryggja að veiting þjónustunnar sé ekki háð því að einskiptistekjur, eins og tekjur af byggingarrétti, skili sér til sveitarfélagsins. Þær tekjur sem sveitarfélagið fær sam- kvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun gera okkur kleift að bæta þjónustu við börn, fatlaða og eldra fólk ásamt því að styrkja stjórnsýslu bæjarins svo hægt verði að standa undir þeim stóru verkefnum sem fram undan eru. Eins er hugað að því að dreifa byrðunum af fyrirhugaðri uppbygg- ingu bæjarins, bæði á núverandi íbúa og íbúa framtíðarinnar, með því að einskipt- istekjur eins og af byggingarrétti séu nýttar í þessa uppbyggingu. Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Útsvar og fasteignagjöld

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.