Mosfellingur - 17.11.2022, Qupperneq 36

Mosfellingur - 17.11.2022, Qupperneq 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Hinrik Örn fæddist 26. ágúst 2022. Hann var 4.362 gr og 52 cm. Fyrsta barn foreldra sinna. Foreldrar eru Ragnhildur Hjartar- dóttir og Jón Andri Óskarsson. Djúp- Mosó á skjáuM allra landsManna Þessi dægrin standa yfir tökur á sjónvarpsþáttunum Afturelding eins og margir bæjarbúar hafa eflaust orðið varir við. Þættirnir fjalla um mosfellska handboltagoðsögn, Skarphéðin (Ingvar E), sem snýr heim eftir bremsufar á þjálfaraferlinum og fær óvænt og óverðskuldað kvennalið Aftureldingar í hendurnar. Þættirnir eru blanda af drama, gríni og alvöru hasar á handboltavellinum. Eitthvað sem ég er viss um að harpixsjúk þjóð muni tengja sterkt við og hlæja og gráta með persónum þáttanna. Ég er svo lánsamur að vinna að þessari þáttaröð á bakvið tjöldin en það eru komin rúm 8 ár síðan æskuvinur minn, Halldór Laxness Halldórsson, og einn handritshöfundur þáttanna fór að segja mér frá grunnhugmyndinni. Mitt hlutverk í því ferli var að passa að harpixið væri á réttum stöðum. Núna á seinni stigum hef ég verið að þjálfa leik- konurnar sem hafa lagt á sig gríðarlega vinnu við að gerast handboltastjörnur. Ég er viss um að þessi þáttaröð muni hitta í mark þegar hún verður sýnd um páskana en hún mun mynda enn sterk- ari tengingu fyrir okkur Mosfellinga. Þar sem sögusvið þáttanna er okkar ástkæri heimabær og margar senurnar gerast í djúp-Mósó. Stöðum eins og Varmá, þar sem við slitum barnsskónum, í kringum Reykjalund og öðrum rótgrónum hlutum bæjarins. Ekki bara það heldur verða þættirnir einnig sýndir víða í Evrópu. Þetta er Eyjafjallajökulsgos okkar Mosfellinga. Áður en við vitum af verða rútur fullar af þýskum og sænskum handboltaunn- endum mættar að Varmá til að berja gersemina augum. Ætli nýja anddyrið að Varmá verði tilbúið þá? Að lokum vil ég hrósa Aftureldingu, deildunum og starfsmönnum íþrótta- hússins fyrir jákvætt og gott viðmót. Því það eru milljón boltar á lofti í svona framleiðslu og töluvert rask sem fylgir þegar flóknum degi. Bravó. ÁSGEIR jónSSon - Heyrst hefur...36 Í eldhúsinu Þorsteinn Óli skorar á Alexíu Gerði Valgeirsdóttir að deila næstu uppskrift í Mosfellingi Þorsteinn Óli Hannesson deilir með okkur Mosfellingum uppskrift að þessu sinni. Hráefni • 6 úrbeinuð kjúklingalæri frá Ísfugli • 4 stk hvítlauksrif, söxuð smátt • 1/2 l matreiðslurjómi • 1 stk piparostur • 1 krukka rautt pestó • 2 msk sojasósa • Setjið um 1/2 -1 msk af smjöri á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn. Aðferð Bætið þá matreiðslurjóma, piparosti, rauðu pestói og sojasósu saman við, bræðið ostinn og smakkið sósuna til. Brúnið kjúkl- ingalærin á annarri pönnu, á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og látið inn í 175°C heitan ofn í um hálftíma eða þar til kjúklingalærin eru fullelduð. Með þessu ber ég fram hrísgrjón og ferskt salat. Verði ykkur að góðu! Pestó kjúlli hjá Þorsteini óla Góðverk dagsins í Krikaskóla Starfsfólk Krikaskóla vill koma á framfæri þökkum til konunnar sem var á gangi með hundinn sinn og færði skólanum þessa fallegu gjöf sem kemur sér vel fyrir kalda fingur í vetur. heyrst hefur... ...að meistaraflokkur Aftureldingar í fótbolta standi fyrir styrktartónleik- um með GDRN í Harðarbóli í kvöld. ...að jólatrjásalan í Hamrahlíð hefjist með glæsilegri opnun laugardaginn 10. desember. ...að Twitter-kóngurinn og milljarða- mæringurinn Haraldur ætli sér að reisa paradís fyrir listamenn á Kjalarnesi. ...að Afturelding blási til íbúafundar næsta miðvikudag vegna aðstöðu- leysis, 6 mánuðum eftir sveitar- stjórnarkosningar. ...að Ari Eldjárn verið með uppistand í Hlégarði laugardaginn 3. desember. ...að til standi að halda upp á 100 ára afmæli Brúarlands í desember. ...að bókin Jólasveinarnir í Esjunni eftir Lalla Ljóshraða sé komin út. ...að Regína bæjarstjóri sé að kaupa sér hús í Holtunum í Mosó. ...að Stöllurnar verði með jólatónleika í Bæjarleikhúsinu í kvöld, fimmtu- daginn 17. nóvember. ...að Apótek Mos hafi nú breyst í Lyfju. ...að Jólagarðurinn við Hlégarð muni lýsa upp skammdegið á nýjan leik og verður kveikt á ljósadýrðinni um helgina. ...að markaskorarinn Andri Freyr sé kominn aftur í raðir knattspyrnu- deildar Aftureldingar. ...að búið sé að opna fyrir umferð á nýja frárein frá Vesturlandsvegi yfir í Sunnukrika. ...að Þorkell Jóels og hljómsveitin Blek og byttur muni leika á sveitaballi á Barion á laugardagskvöldið. ...að íbúar í Leirvogstungu séu að fara að útbúa aðkomuskilti við komuna inn í hverfið. ...að það sé rýmingarsala í Jako út næstu viku, þar sem verslunin flytur brátt úr Kópavogi á Hálsana. ...að Blik sé nú lokað vegna fram- kvæmda en opni með pompi og prakt og nýjum rekstraraðilum 1. desember. ...að markvörðurinn Anton Ari hafi hlotið gullhanskann fyrir frammi- stöðu sína í sumar en hann hélt markinu oftast hreinu í Bestu deild. ...hinn árlegi jólabasar eldri borgara fari fram á Hlaðhömrum á laugar- daginn. ...að hljómsveitirnar Á móti sól og Paparnir ætli að halda svaka jólaball í Hlégarði laugardaginn 17. desember. ...að kveikt verði á jólatrénu á Miðbæj- artorginu 26. nóvember og markaðir og heitt kakó í Kjarnanum. ...að hundurinn Tumi sé sloppinn. ...að haldið verði BarSvar á Barion í kvöld þar sem Þorgeir Leó og Wentzel Steinarr stýra Pub Quiz. …að Stormsveitin sé að fara að gefa út plötu með frumsömdum lögum eftir Arnór Sig. og Kristján Hreinsson. mosfellingur@mosfellingur.is Björgunarsveitin Kyndill þakkar Mosfellingum fyrir góðar viðtökur á Neyðarkallinum. Þökkum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem styrktu okkur með kaupum á honum. Takk fyrir 30 X 50 CM

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.