Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 4
ggunnars@frettabladid.is stjórnmál „Það kemur mér ekki á óvart að forsætisráðherra Vinstri grænna vilji grípa til skattahækk- ana. Hún hefur aldrei farið leynt með þá skoðun sína. Rétt eins og ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína að við eigum ekki að gera það,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um hærri álögur til að koma böndum á rekstur ríkissjóðs og halda aftur af verðbólgu sér ekki að skapi, en búist er við að fjármála- ráðherra leggi fram fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára síðar í þessari viku. Óli Björn segist margsinnis hafa lýst því yfir að álögur íslenska rík- isins séu þegar komnar langt upp Hugmyndir um skattahækkanir ekki skynsamlegar Óli Björn Kára­ son, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins fyrir það sem hófsamt geti talist. Skattar hér séu of háir í alþjóðlegum samanburði og það dragi úr sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja. „Þessar hugmyndir eru ekki bara varhugaverðar, þær eru hreinlega óskynsamlegar. Auknar álögur draga líka úr getu okkar til að laða hingað starfsfólk og skapa verð- mæti.“ Óli Björn segir engu líkara en að verið sé að nálgast verkefnið frá röngum enda. „Ef markmiðið er að leiðrétta hallarekstur ríkissjóðs þá gerum við það ekki með skattahækkunum. Við gerum það með því að gæta hófs og draga úr útgjöldum. Ég hef haft áhyggjur af útgjalda- aukningu undanfarinna ára og hvernig þeir fjármunir eru nýttir,“ segir Óli Björn. n Væntanlegt aðhald hjá ríkinu getur þýtt að starfsfólki verði fækkað Forsætisráðherra boðar aðhald í ríkisfjármálum sem kann að þýða fækkun starfs- manna, fækkun verkefna og fækkun eða sameiningu stofnana. ser@frettabladid.is EFnAHAGsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um þær leiðir sem boðaðar verði um miðja vikuna um aðhald í ríkisfjármálum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að tala um aðhald,“ segir Katrín. „Og það skilja allir hvað það þýðir,“ bætir hún við. „Það getur þýtt fækkun starfsmanna og það getur líka þýtt fækkun verkefna.“ Hún nefnir að hægja megi á eða fresta einhverjum verkefnum á vegum ríkisins, án þess þó að nefna hvaða verkefni þar er um að ræða. Í öllu falli blasi niðurskurður við. Hún segir það ekkert launungar- mál að ríkisstjórnin hafi verið að vinna að því á undanförnum mán- uðum að sameina ríkisstofnanir og eftir atvikum að fækka þeim, sem þurfi þó alls ekki að draga úr þjón- ustustigi hins opinbera, heldur jafn- vel þvert á móti. Hún segir að samhliða aðhaldi í rekstri verði ríkissjóður að af la frekari tekna. Í þeim efnum útilokar hún ekki skattahækkanir, en leggur áherslu á að verja almannaþjónust- una og hag þeirra tekjulægstu sem hafa orðið mest fyrir barðinu á verð- hækkunum og vaxtahækkunum að undanförnu. „Það er alveg ljóst að verðbólgan er okkar stærsta viðfangsefni núna, hún hefur áhrif á okkur öll, þar á meðal lántakendur vegna hærri vaxta og það þarf ekki annað en að fara út í búð til að verða var við verð- hækkanir á nauðsynjum.“ Yfir tuttugu prósenta fjölgun ríkisstarfsmanna frá 2015 Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað langt umfram það sem gerst hefur á almennum vinnu­ markaði á síðustu árum. Í nýrri skýrslu Félags atvinnu­ rekenda um þá þróun segir að á ára bilinu 2015 til 2021 hafi opin­ berum starfs mönnum fjölgað um 11.400. Sam kvæmt þeim tölum hefur fjöldi opin berra starfs manna aukist um ríf lega 21,4 prósent á þessum sex árum. Á sama tíma fjölgaði starfs­ fólki á al menna markaðnum um 4.200 sem er um þriggja pró­ senta aukning. Fjölgun ríkisstarfsmanna er mest í opin berri stjórn sýslu en þar hefur starfs mönnum fjölgað um 4.600 frá árinu 2015. Það er um 60 prósenta aukning á sex árum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að nýta ríkisfjármálin til að vinna með Seðlabankanum að því að ná niður verðbólgunni og bendir á að allar stofnanir samfélagsins þurfi að róa í sömu átt. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Í svona árferði verði að bregðast við af fullum þunga. „Og augljós- lega nýtum við ríkisfjármálin til að vinna með Seðlabankanum að því að ná niður verðbólgunni,“ segir Katrín. Hún óttast ekki andstöðu við boðaðar aðhaldsaðgerðir og aukna tekjuöflun innan samstarfsf lokk- anna í ríkisstjórn. Nú ríði á að allar stofnanir samfélagsins rói í sömu átt. „Við eru öll sammála um markmið- in,“ segir hún um ráðherra stjórnar- innar og stjórnarþingmenn. n benediktboas@frettabladid.is rEykjAnEs Móðir sem kvaðst hafa drukkið 200 millilítra af vodka eftir að hafa sótt fimm ára son sinn á leikskóla var sýknuð í Héraðs- dómi Reykjaness á föstudag af ákærum um að hafa sparkað í hann og klórað. Sýknudómurinn yfir konunni var birtur í gær. Í blástursprófi á lögreglustöð eftir handtöku mældist konan með 1,97 prómill af áfengi í blóðinu Hið meinta brot átti sér stað mánudaginn 9. maí 2022. Móður- inni var gefið að sök að hafa sparkað einu sinni í búk sonar síns inni í svefnherbergi drengsins og síðar slegið einu sinni í vinstri síðu hans í stofu heimilisins. Drengurinn gaf skýrslu fyrir dómi í Barnahúsi þar sem hann sagði að móðir hans hefði meitt hann með hendinni og benti á vinstri síðu og maga. Hann sagði að móðir hans hefði einnig sparkað í hann og það hefði verið vont. Hann hefði fundið til í maganum og farið að gráta. Í kjölfarið hefði hún sagst ætla að lemja hann. Drengurinn lýsti því að móðir hans hefði meitt hann mörgum sinnum og í eitt skiptið hefði hann dottið í gólfið og meitt sig meira. Þá sagði drengurinn að faðir hans væri að lemja hann með hendinni í rassinn og hausinn og það hefði gerst mörgum sinnum. Þegar fað- irinn lemdi hann í bossann tæki faðir hans buxur brotaþola niður og hann meiði sig í bossanum. Segir í niðurstöðu dómstólsins að varhugavert sé að telja það sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að móðirin hafi gerst sek um það ofbeldi sem henni var gefið að sök. Hún verði ekki dæmd fyrir þá hegðun sem greini frá í ákærunni og sé því sýknuð. n Drakk vodka en sýknuð af ákæru um að berja son sinn Barnið sýndi lögreglumanni sem kom á vettvang áverka á síðu og sagði að móðir hans hefði sparkað í hann og sýndi með látbragði hvernig hún hefði sparkað. Fréttablaðið/getty benediktarnar@frettabladid.is FluG Þýska f lugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt verði við áætlunarflug til Akureyrar og Egils- staða frá Frankfurt á þessu ári. Til stóð að flogið yrði um miðjan maí og fram í október, en ljóst er að ekk- ert verði úr því. Að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobs- dóttur, framkvæmdastjóra Isavia, hefði þurft meiri fyrirvara til að tryggja betri bókanir. Hún vonast til að það verði úr millilandaflug- inu milli Þýskalands og Norður- og Austurlands á næsta ári. n Condor frestar að fljúga til Íslands Áfram er þó stefnt að því að Condor fljúgi til Akureyrar og Egilsstaða. benediktarnar@frettabladid.is FAstEiGnir Alls voru 411 kaup- samningar gefnir út í janúar á land- inu öllu og hafa ekki verið færri síðan í janúar 2012. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Um 700 íbúðir voru teknar úr sölu í febrúar. Tólf mánaða verðhækkun íbúðarhúsnæðis mælist nú 12,4 prósent á höfuðborgarsvæðinu og fer hratt lækkandi. Þá jókst hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust á yfirverði um 2 prósent. n Ekki færri keypt íbúð í janúar í meira en áratug 4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 28. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.