Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 19
Þessu neit- unarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildar- ríkin sam- þykki. Málarar Við erum löggiltir málarar. Tökum að okkur öll verkefni, stór og smá. Gerum tilboð eða tímavinnu og erum mjög sann- gjarnir. Endilega hafa samband í síma 782 4540 eða í loggildurmalari@gmail.com HSH Þrif og flutningar Tökum að okkur regluleg þrif fyrir sumarhús, hótel, gistiheimili og fyrirtæki. Almennar ræstingar, auka þrif og ýmis önnur þjónusta. Erum staðsett á Suðurlandi. Gerum tilboð sem hentar þínum þörfum. Hægt er að nálgast frekari upplýsinga í síma 792-1727 eða í tölvupóst á hshflutningar@gmail.com HSH þrif og flutningar ehf. er fyrirtæki með persónulega þjónustu sem er með 10 ára reynslu í þrifum og flutningum. Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. 9. marz sl. skrifaði Diljá Mist Ein- arsdóttir, sem komst á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosn- ingum, grein í blaðið með fyrir- sögninni „ESB og evran til bjargar“. 14. marz svaraði ég þessum skrifum með grein með fyrirsögninni „Það sem ESB- og evru-umræðan snýst um“. 22. marz skrifar Diljá svo aftur, nú með fyrirsögninni „Langt svar ungrar konu um evru og ESB“. Skemmtileg fyrirsögn, en margt í málf lutningi ekki jafn skemmti- legt, hvað þá rétt. „Ungur“ Ég hef átt nokkur skoðanaskipti við Diljá, ekki bara hér, heldur líka í öðrum fjölmiðlum, og nefnt hana unga konu. „Ungur“ og „gamall“ eru auðvitað afstæð hugtök, en algeng merking er aldur í árum. Í þessum orðum felast líka aðrar merkingar, t.a.m. sú, að ungur maður sé lítt reyndur og þekking í samræmi við það, og, þá um leið, að þeir gömlu séu reynslumeiri og búi oft yfir meiri fróðleik og þekkingu. Nú verður ekki séð, að Diljá Mist hafi dvalið mikið erlendis, hafi þaðan mikla eigin reynslu og þekkingu, og byggir hún því skoð- anir sínar og málf lutning mikið á þekkingu, eða þekkingarleysi, og skoðunum annarra. Trúlega hefur faðir hennar, sem fyrir mér er í hópi íhaldssamari manna hér, staðið vel að uppeldinu og uppfræðslunni; alið stúlkuna upp við skýra íhalds- línu. Kemur þessi staða mála vel fram í síðustu grein þingkonunnar ungu, þar sem hún segir m.a. „Fastir vext- ir eru þar ófáanlegir til lengri tíma en 5 ára, að mér er tjáð“. „...að mér er tjáð“, er þýðingarmikil játning, sem vert er að hafa í huga við lestur skrifa Diljár. M.ö.o. var þessari borubröttu ungu konu – en hún virðist skrifa greinar fyrir alla vega hálft þinglið D, auk viðtala og annars framgangs – sagt, og hún trúði því greinilega, að ekki væri hægt að fá lán í ESB, með föstum vöxtum, nema til 5 ára. Ég vatt mér því til minna gömlu sambanda í Þýzkalandi, en þar eru um 400 bankar í því að lána hús- og íbúðarkaupendum, og fékk þar eft- irfarandi tilboð í lán, með föstum vöxtum (breytilegir vextir með ein- hverri vísitölu þekkjast þar ekki): n 5 ár 3,65% n 10 ár 3,33% n 15 ár 3,53% n 20 ár 3,76% n 25 ár 3,81% n 30 ár 3,97% Þetta eru tilboð frá 22. marz 2023. Það, sem Diljá Mist er tjáð og hún setur svo fram sem góðan og gildan sannleika, er þá, því miður – konan virðist fróm – helber della. „Gamall“ Svo ég fjalli lauslega um þetta hug- tak, þá lýsir það sér hjá mér, auk fjöldans allan af árum, í því, að ég bjó í miðju Evrópusambandinu, í Þýzkalandi, 1989-2016, í 27 ár, og var þar í miðri atburðarásinni, hvað varðar framþróun ESB og upptöku Evru 1999/2002. Við bætist, að 2018 fór ég, fyrir milligöng u sendiher ra ESB á Íslandi, Michaels Mann, á fund helzt u embættismanna sam- bandsins um aðildarmál og gjald- miðlamál, í Brussel, og fór þar ofan í saumana á þessum málum með tilliti til Íslands. 2019, fór ég svo, fyrir sömu milli- göngu, á fund leiðandi embættis- manna um evruna, hjá ECB í Frank- furt, í sama skyni. Nokkur munur er því á bak- grunni okkar Diljár Mistar í Evr- ópu- og evrumálum; skilur þar nokkuð milli „ungs“ og „gamals“. ESB/evru-umræðan Hvernig standa Íslendingar með krónu og utan ESB í samanburði við það, hvernig við stæðum með evru og í ESB, hlýtur að vera kjarna- spurningin. Það, hvernig gengur í öðrum löndum – en sá gangur er misjafn og fjölbreytilegur, eftir landfræði- legri legu, sögu, menningu, auð- lindum, fólksfjölda, veðráttu og öðrum skilyrðum – í samanburði við það, hvernig gengur hér, er því lítilsvirði, tímasóun. Þó bendir f lest til, að öllum 27 löndum ESB gangi betur í ESB og f lestum þeirra með evru, en ella hefði verið, annars væru þau þar vart. Mörg lönd, sem hafa ekki evru, sækjast eftir henni af öllum mætti. Umfang ESB-aðildar okkar Sú vel upplýsta upplýsir, að á tímabilinu 1994-2016 hefðum við Íslendingar aðeins tekið upp 13% af regluverki ESB, og vill túlka það þannig, að okkar aðild sé ekki meiri. Þarna keyrir þingkonan glað- beitta beint út í skurð, og það ekki í fyrsta skipti, því vægi reglugerð- anna er auðvitað feikilega ólíkt, sumar, þær sem við höfum einkum tekið upp, hafa mikið og afgerandi vægi, en margar aðrar varða okkur ekki eða eru smávægilegar. Norðmenn eru með svipaðan EES-samning og við. Á 20 ára a f mæli þeir ra EES-sa mnings skipaði ríkistjórnin þar 12 manna nefnd, þ. á m. 7 prófessora, til að meta aðildarstöðuna. Aðildarstaðan, miðað við vægi þeirra reglugerða, sem Noregur hafði tekið upp, var talið 75%. Þegar að ég tala um, að við séum nú þegar 80-90% í ESB, miða ég við þessa sömu tölu og Norðmenn, 75%, plús áhrifin af Schengen-sam- komulaginu. Neitunarvald aðildarríkja Diljá Mist hef ur ef tir farandi fásinnu eftir einhverjum miður vel upplýstum ráðgjafa, eða kannske hefur hún lesið hana í Mogganum: „Einróma samþykki (þar sem neitunar vald gildir ek k i) við ákvörðunartöku í ráðherraráði ESB, valdamestu stofnun sam- bandsins, heyrir enda nánast sög- unni til“. Við skulum nú sjá, um hvaða málaflokka neitunarvaldið gildir: Ung og borubrött en á villigötum Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og alþjóðlegur kaup- sýslumaður n Skattlagning n Fjárhagsáætlanir og fjármála- skuldbindingar n Félagsleg vernd og öryggi al- mennings n Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja n Öryggis- og varnarmál n Samskipti og samningar ESB við önnur ríki n Sameiginleg löggæzla sam- bandsríkjanna Ekkert mál í þessum þýðingar- miklu málaf lokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildar- ríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðin aðilar, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neit- unarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildar- ríkin samþykki. Erlendir bankar, fjárfestar, tryggingarfélög og smásölukeðjur Ég hef fullyrt, og geri það aftur hér, að slíkir aðilar, jafnvel í fjölbreyttu formi, myndu koma hér inn með sitt fé og sinn rekstur, ef við værum í ESB og með evru. Það myndi auðvitað stórauka framboð og samkeppni, neyt- endum til góða. Stóraukið fé kæmi til framkvæmda, vöruúrval myndi aukast og verð myndi lækka. Þingkonan telur, að þetta myndi ekki gerast, að erlendir aðilar komi ekki hér inn vegna smæðar mark- aðarins. Það sé ekki krónunni að kenna. Það má þá benda henni á, á móti, að 26 erlend f lugfélög f ljúga til og frá Íslandi, þar af eru 24 erlend, bara 2 íslenzk, þrátt fyrir smæð markaðarins. Hér eru allir jafnir og evra eða Bandaríkjadalur gilda. n Fréttablaðið skoðun 1528. mars 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.