Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 16
„Þegar sólin hækkar á lofti fer
fólk gjarnan í framkvæmdagír.
Mörg hafa þegar sett sig í start-
holurnar og eru farin að sanka
að sér tækjum og hlutum til
framkvæmdanna, til að hafa allt
tiltækt á staðnum og ekki þurfi
að bíða eftir sérpöntunum þegar
iðnaðarmennirnir koma eða
fólk ræðst sjálft í framkvæmdir á
baðherberginu. Kannski er það
lærdómur frá Covid-tímanum,
þegar vörur skiluðu sér seint til
landsins, og kenndi okkur að sýna
meiri forsjálni og fyrirhyggju í
aðdraganda framkvæmda,“ segir
Philip Grétarsson, verslunarstjóri
hjá Innréttingum og tækjum.
„Við erum sérvöruverslun og
einbeitum okkur að því að hafa
annað og öðruvísi vöruval en fæst
í hefðbundnum byggingarvöru-
verslunum. Fólk kemur í Innrétt-
ingar og tæki til að fá eitthvað
annað og hefur iðulega orð á því,
eins og kúnni um daginn sem
kallaði nýjasta glerið í sturtuveggi
hjá okkur „gróðurhúsagler“. Það er
slétt að innan en eins og bárur að
utan, kallast „Waves“ og er glært en
sem sést ekki í gegn um,“ upplýsir
Philip.
Persónulegt yfirbragð tískunnar
Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu
fjölskyldunnar frá upphafi.
„Það voru amma mín og afi sem
stofnuðu heildsöluna Jensen og
Bjarnason árið 1945, en þegar for-
eldrar mínir tóku við fyrirtækinu
árið 1993 opnuðu þau verslun sam-
hliða heildsölunni og nefndu hana
Innréttingar og tæki. Við hjónin
svo tókum við rekstrinum af þeim
og rekum verslunina í dag með
syni okkar sem er okkar hægri
hönd. Allt sem við kemur hönnun
og fagurfræði innanhúss er sam-
eiginlegt áhugamál fjölskyldunnar
og lærði dóttir okkar innanhúss-
hönnun. Ég held reyndar að allir
hafi gaman af fallegum hlutum
og baðherbergi er hægt að gera
svo ótrúlega falleg. Svo ég vitni í
Sindra Sindrason sjónvarpsmann
í Heimsókn, þá á að vera svolítill
spa-bragur og hótelfílingur á bað-
herbergjum heimila, en samt með
hlýlegu sniði þar sem heimilisfólk-
inu líður vel,“ segir eigandinn Íris
Jensen, innan um glæstar innrétt-
ingar og tæki fyrir baðherbergi.
„Í haust munum við að fagna 30
ára afmæli búðarinnar og gaman
að sjá hvernig tískan hefur farið í
hring á þessum þrjátíu árum. Nú
eru aftur komnar í tísku glæsilegar
innréttingar í dökkbláum og græn-
um litum með öldugleri framan
á skúffum og með gylltum eða
brons höldum, eins og var hæst-
móðins á árunum í kringum 1993.
Við sjáum líka flotta litatóna eins
og ljósgrábrúna í innréttingum
þar sem hægt er að fá handlaugar
í sama lit og með gylltum blönd-
unartækjum í stíl. Það eina sem
var ekki áberandi í denn en er afar
vinsælt nú eru svört og dökkbrún
klósett. Bleik og ljósblá klósett eru
líka mikið „inn“, en þau svörtu eru
langvinsælust,“ upplýsir Íris.
Hún segir allt í tísku þegar
kemur að útliti baðherbergja.
„Yfirbragðið er persónulegt og
má vera eftir smekk hvers og eins.
Það er helst að hvíttuð eik sé hverf-
andi. Nú er meira um dökka hnotu
og rauðari eik í baðinnréttingum
og ekki líður á löngu þar til kirsu-
berjaviðurinn kemur inn á ný, en
Danir eru þegar byrjaðir að hanna
eldhúsinnréttingar úr kirsuberja-
viði.“
Ofnar úr glansandi gulli
Ýmsar spennandi nýjungar er að
finna hjá Innréttingum og tækjum
nú.
„Þar má nefna Switch-blönd-
unartækin frá fremstu hönnuðum
Ítalíu á þessu sviði, Fima Carlo
Frattini. Ítalirnir segja að unga
kynslóðin vilji hafa allt einfalt og
tafarlaust, og með Switch-blönd-
unartækjunum er einfaldlega ýtt á
takka til að komast í steypibaðið,
eftir að hafa forstillt hitastigið
og vatnsbununa með einföldum
hætti á öðrum takka. Þarna er lita-
gleðin líka í fyrirrúmi og hægt að
velja blöndunartækin í átta litum
fyrir handlaugar og sturtu. Þetta er
óhemju flott, handhægt og þægileg
tækni fyrir unga sem aldna,“
greinir Philip frá.
Þar ræður litadýrð ríkjum í svo
mörgu og allt svo fallegt.
„Við erum með gríðarflott úrval
af handklæðaofnum sem fást í
mismunandi formum og yfir 300
litum. Það getur verið hausverkur
að velja úr 300 litum en flest hafa
gert sér í hugarlund hvernig bað-
herbergið á að líta út og eiga það
sameiginlegt að vera orðin leið á
þessum venjulegu handklæðaofn-
um sem hafa verið eins í áratugi.
Þannig vilja sum appelsínugula
eða skærgræna handklæðaofna á
meðan önnur velja mjúka brúna
eða heita hörliti. Mörg falla fyrir
möttum litum og til dæmis er mjög
flott að vera með handklæðaofn í
möttu gulli og með blöndunartæki
í stíl. Þá er hægt að fá hjá okkur
Dubai-glansgyllta ofna sem eru
eins og skínandi gull og mörg eiga
ljúfar minningar um síðan hjá
ömmu og afa á tíunda áratugnum,“
segir Philip.
Með allt fyrir baðherbergið
Hreinlætistæki í litum gefa bað-
herbergjum ferskan blæ og auðvelt
er að bæta við hlutum í sama lit til
að ná fram fallegu heildarútliti.
„Sturtubotnar í litum njóta
mikilla vinsælda og þótt önnur
hreinlætistæki í herberginu séu
ekki í sama lit og sturtubotninn er
hægt að finna sama lit í höldum,
handklæðaofnum og blöndunar-
tækjum. Nú hafa bæst við f lottir
og handhægir sturtuklefar frá
Vans sem smellast saman í stað
þess að notaðar séu skrúfur eða
silíkon til verksins. Þeir eru fáan-
legir í boga eða kantaðir og er lið-
unum einfaldlega læst saman. Þá
er einfalt að taka hann í sundur og
hafa meðferðis í til dæmis bústað-
inn. Klefarnir frá Vans eru auk
þess mikið augnayndi og fást nú
stællegir með svörtum ramma en
líka í krómi og hvítu. Þeir svörtu
njóta nú mikilla vinsælda og við
köllum hann „kvennaklefann“
því konur eru f ljótar að spotta
út hvað er f lott. Þær höfðu áður
lítinn áhuga á sturtuklefum en nú
fá karlarnir engu að ráða lengur,“
segir Philip og hlær.
Í Innréttingum og tækjum fæst
allt fyrir baðið, allt frá baðslopp-
um og sápum, yfir í ljós, spegla,
hreinlætistæki og innréttingar.
„Við reynum að bjóða upp á
allt sem þarf fyrir baðherbergið
og erum einnig með frábæra
kubbaskápa undir þvottavélar
með stórri skúffu og balapalli sem
er hægt að draga út til að brjóta
saman þvott og setja í balann.
Neðri skúffan er hentug undir
óhreina tauið eða þvottaefnin,“
segir Íris sem lifir og hrærist í
þessum skemmtilega bransa.
„Mig klæjar oft í puttana að
prófa það nýjasta og væri svo til
í að prófa nýju Switch-blönd-
unartækin en einnig vistvænu
blöndunartækin sem koma til
okkar um næstu mánaðamót og
fást líka í átta litum. Þetta eru
blöndunartæki sem eru sett við
hliðina á salerninu og hugsuð til
skolunar eftir klósettferðir. Þá er
salernispappírnum sleppt. Þetta
er framtíðin og nú þegar veru-
leikinn í milljónaborgum eins og
Los Angeles þar sem er bannað
að setja klósettpappír í klósettið.
Skolun er umhverfisvænni og
hreinlátari kostur, auk þess sem
úrgangurinn er náttúrulegur og
vistvænn.“
Hjá Innréttingum og tækjum
fæst líka fallegur mosi sem er vin-
sæll til skreytinga og betri hljóð-
vistar á veggi og í loft fyrirtækja,
veitingahúsa og heimila.
„Margir setja líka mosa í fal-
legan ramma inn í baðherbergi
sín. Það hefur róandi áhrif, og
færir náttúruna inn.“ n
Innréttingar og tæki eru í Ármúla
1. Sími 588 7332. Netfang i-t@i-t.
is. Skoðið úrvalið á i-t.is.
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Svart er heitasta heitt og nú fást sturtuklefar í stíl.
Baðinnréttingar í litum halda velli og viðurinn dökknar. Hægt er að fá vaska og blöndunartæki í sömu litum..
Ítölsk blöndunartæki með tökkum er það nýjasta nýtt og einfalt í notkun.
Fagurbleik handlaug og gylltur krani.
Philip innan um glæsilegt úrval vandaðra innréttinga og tækja við allra hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 kynningarblað A L LT 28. mars 2023 ÞRIÐJUDAGUR