Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Ójöfnuður- inn í sam- félaginu er sjáanlegur og hann hefur áhrif víða. Runólfur Ágústsson framkvæmda- stjóri Svo virðist sem að Kærunefnd útlendingamála hafi fyrir „slysni“ opnað fyrir óheftan aðgang f lóttafólks frá Venesúela til landsins. Miðað við fréttir eru ferðaskrifstofur þar í landi að selja fólki ferðir hingað svo það geti komist á bætur og opinbert framfæri. Úrskurður nefndarinnar í máli einstaklings frá Venesúela í fyrra opnaði á fordæmisgildi fyrir aðra og í fyrra fengu 400 manns hæli hér á landi á þeim grundvelli. Nú bíða 500 aðrir afgreiðslu Útlendingastofnunar sem erfitt er að sjá að geti orðið á annan veg en að hleypa þeim inn í íslenskt samfélag. Ísland er eina land Evrópu sem hefur opnað dyr sínar fyrir f lóttafólki frá Venesúela með þessum hætti. En hvað? Af þeim 400 sem fengu hæli hér í fyrra eru yfir 80% hættir að þiggja aðstoð og komnir í vinnu. Það fólk er farið að skapa okkur og sjálfu sér verðmæti og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi gengur vel. Þetta er harðduglegt og vel menntað fólk sem er bæði nauðsynleg og ánægjuleg viðbót við okkar menningar- og efnahagslíf. Okkur vantar fólk. Hér fáum við vinnandi hendur og starfandi huga sem hafa hlotið menntun og þjálfun í öðru samfélagi okkur að kostnaðarlausu. Eitt stærsta tækifæri okkar Venesúela er samfélag undir oki einræðis og kúgunar vinstrisinnaðra sósíalista. Verum stolt af því að veita þeim, eitt Evrópuríkja, skjól. Tökum því á móti þessum 500 sem nú bíða afgreiðslu og munu styrkja og efla okkar samfélag og efnahagslíf. Í sérstöðu okkar gagnvart f lóttafólki frá Venesúela felst eitt stærsta tækifæri okkar sem þjóðar. Við fáum með þeim nýja íbúa sem við þurfum á að halda. Öll gögn og allar upplýsingar benda til þess að framlag þeirra muni ef la hér menningarlegan og efnahagsleg- an vöxt og verða íslensku samfélagi til mikils gagns. Velkomin, Venesúelar! n Velkomin Venesúelar Af þeim 400 sem fengu hæli hér í fyrra eru yfir 80% hættir að þiggja aðstoð og komnir í vinnu. gar@frettabladid.is Upp og niður Fram undan eru aðgerðir hjá stjórnarflokkunum sem ætla að reyna að stemma stigu við verðbólgunni sem hér er við það að fara úr böndunum. Vísast verður þar margt gáfulegt uppi á teningnum. Hluti af lausninni er að skera ríkisútgjöldin upp og skera þau niður. Er þar vitanlega úr vöndu að ráða því ríkið hefur hingað til ekki verið að eyða peningum í eitthvert vafasamt kjaftæði sem við þurfum alls ekki á að halda. Vonandi verða nú hækkaðir á okkur skattar frekar en að skera niður í 500 milljóna króna kostnaði vegna útblás- innar löggæslu í kring um partí á vegum Evrópuráðsins sem hér verður í maí og stendur í heila tvo daga. Hægri og vinstri hönd Á sama tíma og ráðherra ríkis- útvarpsmála lætur að því liggja að vilji sé innan ríkisstjórnarinn- ar til að styrkja rekstrargrund- völl einkarekinna fjölmiðla með því að koma böndum á óheftan peningastraum úr landi í gegn um auglýsingakaup á erlendum samfélagsmiðlum, herða starfs- menn ríkismiðilsins hlaupin á Facebook og Twitter og TikTok og hvað það nú heitir allt saman. Kynningardeild ríkisútvarpsins er efld og stórsókn sýnist í gangi gegn þessum sömu einkareknu fjölmiðlum sem eru eitthvað að þvælast þar upp á dekk í sínum leiðindablankheitum gegn sex milljarða króna forskoti RÚV. n Miðað við mörg önnur lönd í heiminum er stéttaskipting ekki mikil á Íslandi. Sér- staklega ekki andleg stétta- skipting en hér er efnahags- leg stéttaskipting þó að aukast og hún er að verða meira áberandi. Við heyrum fréttir þess efnis að aldrei hafi fleiri leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar en þangað leituðu í fyrrahaust 160 fjölskyldur með 300 börn þegar skólinn var að byrja. Hjálpræðisherinn er að sprengja utan af sér og sjóðir hans að þorna upp. Í febrúar gaf Hjálpræðisherinn um 5.400 matarskammta, eða 190 á dag að meðaltali, samanborið við tæplega 2.900 á sama tíma í fyrra. Ójöfnuðurinn í samfélaginu er sjáan- legur og hann hefur áhrif víða. Um liðna helgi fylltust samfélagsmiðlar af börnum að fermast. Á Íslandi fermast nánast öll börn. Algengt hlutfall fermingarbarna í árgöngum er 90 prósent en það hefur þó gerst að öll börn innan árgangs ákveði að fermast. Fyrirkomulagið er svo athöfn í kirkju eða á öðrum samkomustað og að athöfn lokinni er veisla til heiðurs fermingarbarninu. Sjálf stend ég nú í miðjum fermingarundirbún- ingi og ekki stæri ég mig af því að hafa verið með skipulagið í fyrirrúmi heldur er ég nú, þegar afar stutt er í stóra daginn, að hefjast handa almennilega. Ég skráði mig því í alla Facebook-hópa tengda fermingum í leit að góðum ráðum um magn af veislumat, skreytingar og svo framvegis. Það var þó ekki eina umræðan í hópunum. Á einum þræði var rætt hvaða skemmtiatriði fólk ætlaði að bjóða upp á í veislunni, hver væri besti töframaðurinn, hvar væri best að leigja hljóðkerfi og hversu mörg páskaegg þyrfti í vinninga væri ákveð- ið að hafa bingó í veislunni. Annar þráður sneri að því hvað ætti að gefa fermingarbörnum í gjafir, oftast voru það utanlandsferðir eða peningar. Upphæðirnar hlupu þá á tugum eða hundruðum þúsunda og ferðirnar voru allt frá tveimur vikur á Tenerife til vinkonuferðar í New York þar sem dvalið yrði á fjögurra stjörnu hóteli í viku. Enn einn þráðurinn sneri að kvíða tengd- um fermingum. Hann var skrifaður af ein- stæðri móður sem ekki hafði mikið á milli handanna. Hún benti á að hún hefði komið inn í þessa Facebook-hópa í leit að ýmsum ráðum. Hún uppskar í staðinn kvíða og van- mátt og benti á að fermingum væri farið að svipa til brúðkaupa. Svo mikið væri umfang- ið og metnaðurinn. Ég er sammála henni og það hryggir mig að stéttaskipting komi svo skýrt í ljós á milli fermingarbarna. n Fermingarkvíði Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 28. MARs 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.