Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 26
Þetta er
dagur til
þess að
fagna
píanóinu
og öllu í
kringum
það.
Sævar Helgi
Jóhannsson
Sævar Helgi Jóhannsson sendi frá sér nýtt lag á föstudag í tilefni píanódagsins en hann vinnur nú
að sinni fimmtu plötu sem er væntanleg í ár. Mynd/Magnus andersen
Eðvarð Egilsson vinnur að sinni
fyrstu sólóplötu. Fréttablaðið/Valli
Miro Kepinski er pólskt kvikmynda-
tónskáld. Mynd/aðsend
Tónskáldið og píanóleikarinn
Sævar Helgi Jóhannsson
heldur tónleikaröð í vikunni
ásamt félögum sínum Eðvarði
Egilssyni og Miro Kepinski
í tilefni alþjóðlega píanó
dagsins.
Tónlistarmennirnir Sævar Helgi
Jóhannsson, Eðvarð Egilsson og Miro
Kepinski eiga það allir sameiginlegt
að semja mikið fyrir leikhús, sjón
varp og kvikmyndir og hafa mikla
ástríðu fyrir píanóinu. Þeir ætla að
halda þrenna tónleika í vikunni í
tilefni píanódagsins.
„Við spilum í Mengi á miðvikudag
inn klukkan 8, svo erum við að spila
daginn eftir á Selfossi líka klukkan
8 á Risinu sem er vínbar í nýja mið
bænum. Svo slúttum við þessu með
tónleikum í Reykjanesbæ í Duus
Safnahúsinu klukkan 2,“ segir Sævar.
Samsvarar lyklafjölda píanósins
Píanódagurinn (e. piano day) er
haldinn hátíðlegur á 88. degi ársins
sem í venjulegi árferði er 29. mars en
28. mars á hlaupárum. Hugmyndin
að deginum kemur frá þýska tón
skáldinu og píanóleikaranum Nils
Frahm og var fyrsti píanódagurinn
haldinn árið 2015.
„Þetta er frekar nýr dagur og það er
Nils Frahm tónskáld og píanisti sem
er stofnandi píanódagsins og kom
honum af stað. Þetta er dagur til þess
að fagna píanóinu og öllu í kringum
það; flytjendum, tónskáldum, hlust
endum, píanóstillum og bara öllu til
einkuðu píanóinu. Þetta er 88. dagur
ársins sem samsvarar lyklafjölda
píanósins,“ segir Sævar.
„Af hverju þarf heimurinn píanó
dag? Fyrir því eru margar ástæður
en aðallega vegna þess að það sakar
ekki að fagna píanóinu og öllu í
kringum það, f lytjendum, tón
skáldum, píanósmiðum, píanó
stillum, flutningsmönnum en fyrst
og fremst; hlustendum,“ er haft eftir
Nils Frahm um píanódaginn.
Kynntust í tónsmíðabúðum
Sævar Helgi, Eðvarð og Miro, sem er
pólskur, eiga það allir sameiginlegt
að vera bæði tónskáld og píanóleik
arar.
„Við Eðvarð erum búnir að þekkj
ast síðan við vorum í Listaháskól
anum og erum búnir að vera góðir
vinir í langan tíma. Við fórum báðir
í tónsmíðabúðir í Póllandi á vegum
STEFs í boði Music Export Poland,
sem er svona pólska útgáfan af STEFi.
Þar kynnumst við Miro og unnum
með tónskáldum alls staðar að og
tónlistarforleggjurum, fólki sem
velur tónlist í kvikmyndir og þætti,“
segir Sævar.
Þeir félagarnir eiga það einn
Með ástríðu fyrir píanóinu
TónlisT
Erard Ensemble
stolen schubert
Tónlist eftir Franz schubert
Flytjendur: Ásdís Valdimarsdóttir,
víóla, Edward Janning, píanó og
Katharine Dain, sópran
Jónas Sen
Franz Schubert var yfirþyrmdur
þegar hann hitti átrúnaðargoð sitt,
Beethoven. Schubert dáði hann
mjög og f lúði því æpandi af vett
vangi, eða svo er sagt. Beethoven
var nokkru eldri, og þegar hann
lést var Schubert kyndilberi í jarðar
förinni. Hann sjálfur varð ekki gam
all, aðeins 31 árs, og er hann fann
dauðann nálgast bað hann um að
vera jarðaður við hlið meistarans.
Honum varð ósk sinni.
Litli sveppur
Mörgum árum síðar voru jarð
neskar leifar tónskáldanna færðar
á betri stað, og við það tækifæri
voru þau rannsökuð. Í ljós kom að
höfuðkúpa Beethovens var þykk
og sterkleg, en hin fíngerð, nánast
eins og í konu. Schubert var ekki
hár í loftinu, og var oft kallaður
„litli sveppur“. Heilt yfir er tónlist
Schuberts mildari og ljóðrænni en
sú sem Beethoven samdi, þó vissu
lega séu undantekningar. Hún er
dásamlega fögur, laglínurnar eru
himneskar og f læðið í tónlistinni
innblásið og grípandi.
Fyrir skemmstu kom út geisla
diskur með Ásdísi Valdimarsdóttur
víóluleikara og Edward Janning
píanóleikara þar sem þau flytja tón
list eftir Schubert. Nánar tiltekið er
það Arpeggione sónatan, nokkrir
kaflar úr Vetrarferðinni sem hér er
útsett fyrir víólu, og tvö sönglög þar
sem Katharine Dain sópran syngur.
Í rétta andanum
Skemmst er frá
því að segja að
f lutningurinn
er í hvívetna
p r ý ð i l e g u r .
Hann er léttur
og fíngerður í
takt við tón
listina, kraft
mikill þegar
við á, en samt
alltaf tempr
aður. Heildar
my nd i n er
dálítið inn
hverf á ein
hvern sjarm
erandi hátt, jafnvel þótt tónlistin sé
full af tilfinningum. Enga tilgerð er
að finna í túlkuninni, hún er ávallt
blátt áfram og heiðarleg. Flutning
urinn er alltaf í samræmi við óskir
tónskáldsins, ávallt í rétta, róman
tíska andanum
sem f læðir svo
ljúflega.
S c h u b e r t
samdi himneskar
laglínur og hér
eru þær mótaðar
afskaplega fal
lega. Schuber t
samdi alls konar
verk, en ljóða
sönglögin hans
eru í sérf lokki.
Þau eru um 600
talsins, hann var
bók st a f lega sí
semjandi. Einu
sinni samdi hann
átta lög á einum sólarhring. Þessi
ljóðræna stemning er líka í verk
unum fyrir hljóðfæri eingöngu,
eins og til dæmis í þessari útgáfu.
Melódíurnar eru spilaðar þannig að
þær eru fullkomlega eðlilegar. Það
er eins og þær verði til á því augna
bliki sem þær eru leiknar.
Tæknilega séð er leikurinn skýr
og jafn, og hendingar fagurlega
mótaðar og smekklegar. Söngurinn
er jafnframt dásamlegur, kraft
mikill og tær. Upptökuhljómurinn
er líka mildur og hlýr, sem gefur
heildarmyndinni notalega heimilis
legan brag. Það er þægilegt að hafa
þennan geisladisk á fóninum, líkt og
tónlistarfólkið sjálft sé í stofunni að
spila fyrir mann og syngja. Þetta er
frábært. n
niðursTaða: Einkar vönduð og
sannfærandi túlkun á tónlist eftir
Schubert.
Ó, þú fagri Schubert
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
ig sameiginlegt að hafa allir samið
tónlist fyrir kvikmyndir. Eðvarð
samdi meðal annars tónlistina fyrir
heimildarmyndina Smoke Sauna Sis
terhood eftir Anna Hints sem vann
leikstjórnarverðlaun á Sundance
kvikmyndahátíðinni í ár og tón
listina fyrir kvikmyndina Skjálfta
ásamt Páli Ragnari Pálssyni en fyrir
hana hlutu þeir tilnefningu til nor
rænu kvikmyndatónskáldaverð
launanna HARPA. Miro Kepinski
er þekktastur fyrir að semja tón
list pólsku Netf lixmyndarinnar
Furioza sem vakti athygli víða um
heim.
„Ég er svona kannski nýgræðing
urinn í hópnum en er búinn að gera
mikið tónlist fyrir leikhús, þann
ig við erum allir að vinna í ýmsum
verkefnum,“ segir Sævar en hann
samdi nýlega tónlist fyrir heimildar
myndina Ég sé þig eftir Önnu Hildi
Hildibrandsdóttur.
Píanóið fallegt hljóðfæri
Á tónleikunum í tilefni píanódagsins
munu þeir Sævar, Eðvarð og Miro
skiptast á að leika frumsamda tón
list.
„Þetta verður blanda af okkar
eigin efni og tónlist sem við höfum
gert fyrir ýmis önnur verkefni. Það
mætti flokka tónlistina okkar undir
nýklassík, neoclassical, en mér
finnst við allir vera með okkar eigin
persónulega stíl. Píanóið er þunga
miðjan í öllum atriðunum og við
notum það allir mjög mikið í okkar
tónsmíðum. Þannig að það var bara
eitthvað svo upplagt að fagna þessu
fallega hljóðfæri,“ segir Sævar.
Hvernig píanó munið þið að spila
á á tónleikunum?
„Í Mengi spilum við á upprétt
píanó en á hinum tveimur stöðunum
spilum við á flygil. Ég fíla eiginlega
upprétt píanó meira af því þegar
maður setur feltið á þá fær maður svo
blíðan tón og það er akkúrat minn
stíll.“
Þá eru Sævar, Miro og Eðvarð allir
með nýjar útgáfur í vændum. Eðvarð
vinnur um þessar mundir að sinni
fyrstu sólóplötu og Sævar gaf út lagið
The Wound á föstudag. Þá ætlar Miro
að gefa út sérstaka EPplötu í tilefni
píanódagsins á miðvikudag með
tónlist hans úr Furioza útsetta fyrir
píanó. n
22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 28. MARS 2023
ÞRiÐJUDAgUR