Víkurfréttir - 18.01.2023, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 18.01.2023, Blaðsíða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA studlaberg.is // 420-4000 19.–22. janúar „Ég á bara ekki til orð. Vá, hvað ég er glöð,“ sagði Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanes­ apóteks, sem Víkurfréttir hafa valið Suðurnesjamann ársins 2022. Víkurfréttir hafa í rúma þrjá áratugi staðið fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins. Fyrstur til að hljóta nafnbótina var útgerðarmaðurinn Dagbjartur Einarsson úr Grindavík en hann var Suðurnesjamaður ársins 1990. Sigríður Pálína, eða Sigga Palla, hefur rekið Reykjanesapótek frá árinu 2017 og getið sér gott orð á meðal Suðurnesjafólks fyrir einstaka þjónustulund. Í miðopnu Víkurfrétta í dag er viðtal Siggu Pöllu um það sem hún er að fást við alla daga í apótekinu sínu. Ítarlegt viðtal er einnig í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30. VF-MYND: PÁLL KETILSSON Sigga Palla er Suðurnesjamaður ársins 2022 Óskað eftir upp- lýsingum um veik- indaleyfi vegna myglu í Holtaskóla Óskað hefur verið eftir upp- lýsingum um hversu margir kennarar í Holtaskóla hafi farið í tímabundið leyfi eða ótíma- bundið veikindaleyfi vegna heilsuspillandi umhverfis en bókun um málið var lögð fram á 358. fundi fræðsluráðs Reykja- nesbæjar, 13. janúar. „Í upphafi er rétt að árétta að fræðsluráð hlutast ekki til um daglegan rekstur og starfsemi þeirra stofnana sem heyra undir ábyrgðar­ og eftirlitssvið ráðsins. Í erindisbréfi ráðsins kemur það skýrt fram í 17. grein. Fræðsluráð hefur því ekki að­ gang að þeim upplýsingum sem óskað hefur verið eftir enda um að ræða viðkvæmar upplýsingar um heilsufar einstakra starfs­ manna sem getur varðað lög og ákvæði um persónuvernd. Þá er fræðsluráði ekki kunnugt um að veikindi starfsfólks á sviðinu séu flokkuð með þeim hætti sem getið er um í fyrirspurninni.“ Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur- samþykkt að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýs leikskóla við Drekadal í Innri-Njarðvík. Bæjarráð felur sviðsstjóra um­ hverfis­ framkvæmdasviðs að bjóða verkið út að nýju. Höfnuðu öllum tilboðum í byggingu leikskóla við Drekadal Óvenju mikið fannfergi hefur sett strik í reikning Reykjanesbæjar að undanförnu en ætla má að kostn- aður við snjómokstur og -losun í bænum hafi verið um 60 milljónir króna frá miðjum desember í fyrra. Nánar er fjallað um snjómoksturinn á síðu 2 í blaðinu í dag. 60 milljónir í snjóinn Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga ákvað á fundi sínum á þriðju- dagskvöld að óska eftir áliti Skipu- lagsstofnunar á því hvort endur- skoða þurfi umhverfismat í heild eða hluta, vegna fyrirhugaðs fram- kvæmdaleyfis vegna Suðurnes- jalínu 2, í ljósi þess að goshrina er nú hafin á Reykjanesi. Á fundinum var jafnframt bókað að óskað væri eftir upplýsingum frá Landsneti um hver kostnaðar­ munur er á valkosti B (jarðstreng með Reykjanesbraut) og valkosti C (loftlínu meðfram núverandi línu) og nánari gagna sem geri á hlut­ lægan hátt grein fyrir þeim áhrifum á kerfi Landsnets að leggja Suður­ nesjalínu 2 sem jarðstreng þ.m.t. upplýsingum um hvar þörf sé á að leggja slíka strengi í framtíðinni sem mögulega geti haft áhrif á ráðstöfun jarðstrengja vegna Suðurnesjalínu 2. Þá segir í bókuninni: „...Landsnet hf. er opinbert fyrirtæki, stofnað með lögum, starfar samkvæmt sér­ leyfi og er háð opinberu eftirliti. Fyrirtækið er í eðli sínu einskonar stjórnvald. Félaginu ber að koma fram í samræmi við það í sam­ skiptum sínum við aðra og gæta að jafnræði og hlutlægni. Félagið á ekki að reka einhverskonar áróðursher­ ferð. Framganga fyrirtækisins gagn­ vart sveitarfélaginu, sem m.a. felst í því að halda fram órökstuddum fullyrðingum um að samfélagið á Suðurnesjum hafi orðið fyrir millj­ arða tapi, sem ætla má að fyrirtækið telji á ábyrgð leyfisveitanda, er því ekki til sóma og skapar vantraust og ótrúverðugleika. Eðlilegt væri að til þess bærir aðila s.s. Umboðsmaður Alþingis, aðrar eftirlitsstofnanir eða eigendur Landsnets könnuðu fram­ göngu félagsins í málinu.“ Nánar á vf.is. Vogar vilja álit á umhverfismati vegna Suður- nesjalínu 2 Miðvikudagur 18. janúar 2023 // 3. tbl. // 44. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.