Víkurfréttir - 18.01.2023, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.01.2023, Blaðsíða 2
Óvenju mikið fannfergi hefur sett strik í reikning Reykjanesbæjar að undanförnu en ætla má að kostn- aður við snjómokstur og -losun í bænum hafi verið um 60 milljónir króna síðasta mánuð. Gunnar Ellert Geirsson, deildar­ stjóri umhverfismála hjá Reykja­ nesbæ, segir að á síðasta ári hafi heildarkostnaður vegna snjó­ moksturs verið 75 milljónir króna, þar af greiddi Reykjanesbær verk­ tökum um 33 milljónir króna á tímabilinu 17. til 31. desember. „Þessar tölur eru samkvæmt þeim reikningum sem höfðu borist um síð­ ustu mánaðamót en við áætlum að kostnaðurinn í janúar sé nú kominn í um 25 milljónir. Meginmunurinn á vinnunni í desember og janúar er að í desember einbeittum við okkur fyrst og fremst að því að opna og halda akstursleiðum opnum, núna er snjó­ losun aðallega í gangi en sú vinna er bæði tíma­ og mannaflsfrek.“ Hann bætir við að snjómokstur á seinni hluta síðasta vetrar hafi verið búinn að fylla upp í þau framlög sem voru áætluð til moksturs á árinu 2022. „Þannig að þegar það byrjaði að snjóa 17. desember þá var búið að sprengja þennan lykil,“ Gunnar bendir á að önnur eins snjóþyngsli hafi ekki verið á Suður­ nesjum síðan 2008. „Þá voru verk­ takar líka betur í stakk búnir, tækja­ lega séð. Stórvirkar traktorsgröfur gátu þá rutt allt sem á vegi þeirra varð en núna búa verktakar yfir vélum sem henta ekki eins vel og eru ekki jafn afkastamikil í snjó­ ruðningi og snjómokstri. Þannig að í dag stendur sveitarfélögum einungis til boða tæki sem ráða ekki jafn vel við aðstæður þegar svona ástand skapast – og við borgum jafn mikið en fyrir minni afköst en áður.“ Hann bendir einnig á að á sama tíma hafi Vegagerðin afskrifað þau tæki sem áður fyrr sáu um að halda Reykja­ nesbrautinni opinni og sé ekki með nægilega öfluga snjóplóga í dag til að tryggja samgöngur milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. „Öflugu tækin sem skófu og söltuðu brautina á milli Hafnarfjarðar og flugstöðvar­ innar eru ekki lengur til – þannig er staðan á Suðurnesjum í dag.“ Að sögn Gunnars Ellerts er aðaláhersla í snjómokstursmálum Reykjanesbæjar í dag að tryggja gönguleiðir barna milli skóla og af­ þreyingar. „Við þurfum fyrst og fremst að tryggja öryggi barnanna okkar í umferðinni og því er mesta áherslan á að greiða leið þeirra til að geta stundað skóla og tómstundir. Samhliða því reynum við eftir fremsta megni að hreinsa íbúagötur.“ Asahláka í kortunum Veðurstofa Íslands spáir stífri sunn­ anátt næstkomandi föstudag og að hitinn muni hækka um sextán gráður frá hádegi fimmtudags til föstudags (fari úr ­8°C í +8°C), samhliða þessum veðrabreytingum er spáð ausandi rigningu. Því vildi Gunnar Ellert jafnframt koma á framfæri til íbúa að framundan sé spáð asahláku og því mikilvægt að gera viðeigandi ráðstafanir til að forðast tjón af þess völdum. „Nú er rétti tíminn til að opna fyrir niður­ föll og reyna að koma í veg fyrir að vatn eigi greiða leið inn í híbýli fólks,“ sagði hann að lokum. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Ljóst er að tjón vegna rafmagns- leysisins á mánudag er verulegt. Þegar rafmagn fór af Suðurnesjum í febrúar 2015 var kostnaður vegna þess metinn á annað hundrað milljónir króna. Líklega er það vanmat og Landsnet telur töluna í lægri kantinum hvað tjón varðar. Kostnaður vegna raforkurofs getur hlaupið á hundruðum milljóna en Suðurnesjalína II myndi draga verulega úr áhættunni, að því er fram kom á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum síðasta haust þar sem rætt var um orkuöryggi á Suðurnesjum og mikilvægi Suðurnesjalínu II. Raf- magnsleysið 2015 varði í um tvær klukkustundir en á mánudag var straumlaust í um tvær og hálfa klukkustund. Bilun í aðveitustöð Landsnets á Fitjum í Reykjanesbæ er orsök rafmagnsleysins. Í kjölfar þess kólnaði hratt í mörgum húsum þar sem þrýstingur fór af hitaveitu við rafmagnsleysið. Nokkrar klukku­ stundir tekur að keyra upp þrýsting á kerfum. Það er gert til að ekki verði tjón þegar þrýstingur kemst á að nýju. Ástæða rafmagnsleysis var rakin til bilunar í eldingarvara við tengivirki Landsnets á Fitjum. Rafmagnsleysi hafði ekki áhrif á Keflavíkurflugvöll, sem var keyrður áfram á varaafli. Þá var Heilbrigðis­ stofnun Suðurnesja einnig keyrð á díselrafstöð, sem og gagnaver á Ásbrú. „Það sem gerist einu sinni getur gerst aftur. Þetta staðfestir mikil­ vægi þess að hingað inn á Reykjanes­ skagann séu fleiri en ein flutningsleið fyrir rafmagn. Ef Suðurnesjalína 2 hefði verið til staðar hefði þetta ekki gerst. Sveitarfélagið Vogar og Landsnet verða að leysa úr þessum ágreiningi sínum strax. Áður en þetta gerist aftur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykja­ nesbæ, í samtali við Víkurfréttir um rafmagnsleysið. Íbúar á Suðurnesjum hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum með ástandið á innviðum og Suður­ nesjalína 2 verið til umræðu. Það var ekki bara að rafmagn og hiti færi af Suðurnesjum. Netsamband hrundi einnig og sömu sögu er að setja af farsímakerfum. Íbúi í Suðurnesjabæ var harðorður vegna þess ástands. „Þarna erum við að tala um algert hrun á innviðum og meiriháttar öryggismál,“ skrifar hann í færslu á Facebook þar sem ástandið var til umfjöllunar. Einar Jón Pálsson, forseti bæjar­ stjórnar Suðurnesjabæjar, er einn þeirra sem lýstu áhyggjum af hruni fjarskiptakerfa í rafmagnsleysinu á mánudag. Hann segir að sambands­ leysið veki upp fjölda spurninga og hann hafi sem forseti bæjarstjórnar í Suðurnesjabæ óskað eftir upplýs­ ingum frá símafyrirtækjunum með tilliti til öryggis í framtíðinni. Á meðan rafmagnsleysinu stóð hófst leikur á milli Íslands og Suður­ Kóreu á HM í handknattleik. Það kann að hafa aukið álag á farsíma­ kerfin að margir reyndu að horfa á leikinn í snjalltækjum sínum þar sem sjónvarpskerfin voru niðri vegna raf­ magnsleysis. „Á innan við tveim tímum var allt varaafl uppurið. Sími, net, kalt vatn og heitt vatn hætt að renna. Við erum komin aftur um 100 ár ef við lendum í þriggja tíma straumleysi. Hvort sem spennu­ virki eða Suðurnesjalína er úti er alveg ljóst að varaleið er ekki fyrir hendi. Erum við sátt við það? Það var ekki einu sinni vont veður,“ skrifar einn netverji um ástandið. Ályktun bæjarstjórnar Reykjanes­ bæjar um rafmagnsleysið má sjá á síðu 10 í blaðinu í dag. Hrun á innviðum á Suður- nesjum í rafmagnsleysi Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Aðveitustöð Landsnets á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem bilunin varð sem orsakaði straumleysi á öllum Suðurnesjum. Viðgerðarflokkur við aðveitustöðina. VF-myndir: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson Frá snjómokstri í Reykjanesbæ. VF-myndir: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson Mestu snjóþyngsli í fimmtán ár Stofnun bíla- stæðasjóðs könnuð Samþykkt var að skipa starfshóp til að kanna fýsileika þess að stofna bílastæðasjóð í Reykjanesbæ á 306. fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þann 13. janúar síðastliðinn var en skipulags- fulltrúi lagði fram drög þess efnis á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 21. október 2022. Talsvert hefur borið á því að flugfarþegar séu að leggja bílum sínum í stæði innan Reykjanes­ bæjar á meðan þeir eru á ferða­ lagi og eru dæmi til um það að ökutæki þeirra séu jafnvel að teppa stæði vikum saman. Á sama tíma eru ávallt laus stæði á bílastæðum Isavia við Flug­ stöð Leifs Eiríkssonar svo leiða má líkur að því að fólki finnist of dýrt að geyma bílana sína þar. Veitingastaður við Hafnargötu verði gistiheimili JeES arkitektar ehf. hafa lagt fram fyrirspurn f.h. eigenda Hafnargötu 39 í Keflavík með ósk um að breyta veitingastað í gistiheimili. Á jarðhæð Hafnargötu 39 er í dag leiguíbúð og veitingastaður en óskað er heimildar til að breyta veitinga­ stað, þar sem nú er Thai Keflavík, í gistiheimili með fjórum herbergjum og forgarð að Hafnargötu. Umhverfis­ og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur frestað er­ indinu. Kostnaður Reykjanesbæjar 60 milljónir króna á einum mánuði Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.