Víkurfréttir - 18.01.2023, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 18.01.2023, Blaðsíða 10
Mikið í gangi á komandi vorönn, opnunarviðburður – Hæfni til framtíðar á fimmtudagskvöld UAK, sem stendur fyrir Ungar athafnakonur, er félag sem stofnað var árið 2014 í þeim tilgangi að styðja við bakið á konum sem vilja efla sig í starfi. Helsta markmiðið er að stuðla að jafnrétti, hugar- farsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Ung, keflvísk kona, Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, tók sæti í stjórn félagsins í fyrra og fór yfir stöðu félagsins en fimmtudaginn 19. janúar er fyrsti við- burðurinn á vorönn, opnunarviðburður – Hæfni til framtíðar. Aðalheiður gegnir stöðu sam­ skiptastjóra hjá UAK. „Það var Lilja Gylfadóttir sem stofnaði UAK árið 2014. Félagið er fyrir konur sem vilja eflast í starfi og skara fram úr á hinum ýmsu sviðum atvinnu­ lífsins. Stundum gætir þess mis­ skilnings að viðkomandi þurfi að vera í atvinnurekstri til að vera í félaginu, það er alls ekki svo. Þetta er vettvangur fyrir konur að eflast og styrkja tengslanetið sitt, félagið heldur alls kyns viðburði í þeim til­ gangi. Það er ekkert aldurstakmark í félagið, allar konur geta verið ungar í anda svo þeim er öllum velkomið að ganga til liðs við okkur. Við skiptum árinu upp í annir eins og skólarnir gera, haustönn og vorönn en á henni verða níu viðburðir, sá fyrsti núna á fimmtudagskvöld, opnunarvið­ burður – Hæfni til framtíðar. Hann fer fram á Grand hótel í Reykjavík og hefst klukkan 20:00 og er opinn öllum sem hafa áhuga á að kynna sér félagið. Tilgangur og markmið þessa viðburðar er að veita félags­ konum, og öðrum gestum, innsýn í breyttan vinnumarkað og hvaða skoðanir stjórnendur úr mismunandi geirum atvinnulífsins hafa á hæfni þegar horft er til framtíðar. Við fáum flotta fyrirlesara, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla­, iðnaðar­ og nýsköpunarráðherra mun opna dagskrána með hugvekju og Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni, Magnús Árnason, fráfarandi fram­ kvæmdastjóri stafrænnar þróunar og markaðsmála Nova, og Safa Jemai, framkvæmdastjóri og stofnandi Vi­ konnekt, munu fara með erindi um hvaða hæfni þau telja skipta mestu máli til framtíðar.“ Um 260 konur eru í félaginu í dag og vill Aðalheiður sjá fleiri Suður­ nesjakonur ganga til liðs við UAK. „Félagið er á landsvísu en flestir viðburðir fara fram í Reykjavík. Ég fann með sjálfa mig hvað ég styrktist og efldist við að ganga í félagið og sérstaklega þegar ég tók sæti í stjórninni í fyrra. Það að hitta aðrar konur sem stefna hærra er mjög gott og hvetjandi svo ég mæli eindregið með þessum félagsskap. Ég hef sem mottó að vera opin fyrir tækifærum og treysti á að þau birtist mér en er jafnframt að sækja tækifærin. Gott dæmi um þetta er að hafa boðið mig fram í stjórnina í fyrra, það hefur opnað mér nýjar dyr sem annars hefðu verið lokaðar,“ segir Aðal­ heiður. Keflavíkurtaugin sterk Aðalheiður er fædd og uppalin í Keflavík, flutti þrettán ára í Hafnar­ fjörð en ræturnar toguðu alltaf: „Mér finnst áhugavert að ég er kannski af einni síðustu kynslóðinni sem man eftir því þegar Kaninn var uppi á velli. Þegar ég hef verið að segja fólki í höfuðborginni frá minningum mínum úr æsku þá verður það mjög áhugasamt um þennan veruleika okkar hér. Mér leið stundum nánast eins og ég væri frá öðru landi þegar ég sagði þeim frá heimsóknum með bróður mínum sem vann uppi á velli, á Wendy´s eða fór með honum í carnival, á Halloween eða annað sem var í gangi í þessu ameríska samfélagi við hliðina á okkur. Ég spilaði líka oft fótboltaleiki á móti Könunum uppi á velli en ég æfði fótbolta með Keflavík á þessum tíma en sleit krossbönd sama ár og ég flutti í Hafnarfjörð. Ég hélt samt alltaf áfram að koma í gamla heimabæinn og bjó nánast í ferða­ tösku um tíma. Það var fínt að búa í Hafnarfirði og það var gott að fá tækifæri til að stækka heiminn að­ eins en það er mikilvægt að vera ekki fastur í þægindarammanum. Ég fór svo í FG í framhaldsskóla og þaðan í Háskóla Íslands og kláraði BA í fé­ lagsráðgjöf. Eftir nokkur ár í pásu frá skóla fór ég árið 2016 í master í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun í háskólanum á Bifröst. Ég bjó einnig um tíma á Ítalíu og Spáni en árið 2016 flutti ég svo aftur „heim“. Það er æðislegt að ala upp börn í þessu góða samfélagi sem Reykjanesbær er og ég vinn hjá sveitarfélaginu þar sem ég gegni stöðu gæðastjóra.“ Tækifæri spretta upp af tengslamyndun Aðalheiður hvetur allar konur að kynna sér starfsemi UAK og mæta á þennan fyrsta viðburð vorannar. „Það er mjög margt í gangi hjá okkur, á þessari vorönn verða níu viðburðir eða u.þ.b. tveir að meðaltali í mánuði en um er að ræða fjölbreytta við­ burði. Einnig verður okkar árlega ráðstefna haldin í Hörpu í vor. Ítarleg dagskrá verður kynnt á opnunarvið­ burðinum. Allt eru þetta viðburðir sem stuðla að því að auka styrkleika félagskvenna og fylla þær eldmóði. Einnig getur myndast betri tengsla­ myndun en út frá henni spretta oft upp tækifæri. Þessi félagsskapur hefur gefið mér mjög mikið og ég vil sjá fleiri konur frá Suðurnesjunum, já og alls staðar að, ganga til liðs við okkur,“ sagði Aðalheiður að lokum.Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Ungar athafnakonur láta að sér kveða „Ég er opin fyrir tækifærum, treysti á að þau birtist mér en leita þau jafnframt uppi,“ segir hin keflvíska Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, samskiptastjóri UAK. Aðalheiður að flytja framboðsræðu sína fyrir kosningu til stjórnar UAK. Aðalheiður ásamt öðrum stjórnarkonum UAK. „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess alvarlega ástands sem myndaðist á öllum Suðurnesjum í kjölfar þess að Suðurnesjalína sló út mánudaginn 16. janúar. Rafmagn fór strax af öllu svæðinu í rúmar 2 klukkustundir, þar sem búa um 30 þúsund manns. Í kjölfarið fór heitt vatn, bæði neysluvatn og hitaveita af. Stuttu síðar fór einnig síma- og netsam- band af öllu svæðinu. Það er með öllu óviðunandi og grafalvarlegt að slíkt skuli geta gerst árið 2023.“ Þetta segir í ályktun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar vegna raf- magnsleysis þann 16. janúar 2023. Þá segir: „Fulltrúi Landsnets upplýsti í fréttum að ef Suðurnesjalína 2 hefði verið komin í gagnið hefði mátt koma í veg fyrir slíkt hrun innviða. Bæjarstjórn Reykja­ nesbæjar skorar á Sveitarfélagið Voga og Landsnet að leysa strax úr ágreiningi um lagnaleiðir Suðurnesjalínu 2 og leiða það mál til lykta sem allra fyrst til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Bæjarstjórn skorar einnig á fyrirtæki sem veita síma­ og netþjónustu til að tryggja lengri uppitíma á varaafli en raunin var í gær,“ segir í ályktuninni sem sam­ þykkt var þriðjudaginn 17. janúar 2023. Með öllu óviðunandi og grafalvarlegt 10 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.