Víkurfréttir - 18.01.2023, Blaðsíða 15
Bláa lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum
Þann 6. janúar veitti Bláa lónið
íþróttafélögum á Suðurnesjum styrki
til eflingar á barna og unglingastarfi
félaganna. Alls nemur styrkupp
hæðin um fjórtán milljónum króna á
samningstímabilinu sem telur tvö ár.
Grímur Sæmundsen, forstjóri
Bláa lónsins, segir að það sé Bláa
lóninu mikilvægt að hlúa að nær
samfélaginu, og þá ekki síst með
stuðningi við íþrótta og æskulýðs
starf, og svo hafi verið viðhaft um
langt árabil. „Það er kunnara en frá
þurfi að segja hversu mikilvægt það
er fyrir Suðurnesin að hafa öflugt
íþróttastarf innan bæjarfélaganna.
Það er okkur Bláa lóninu sönn
ánægja að styðja við þetta góða starf
og við hlökkum til áframhaldandi
samstarfs með íþróttafélögunum á
Suðurnesjum.” Grímur bætir við að
þegar horft er til þess hversu ósér
hlífið starf íþróttafélaganna sé í þágu
unga fólksins, ekki síst hið mikilvæga
starf sjálfboðaliða, þá sé Bláa lóninu
sérstaklega ljúft og skylt að leggja
hönd á plóg.
Rúnar V. Arnarson, formaður
Íþróttabandalags Reykjanesbæjar,
þakkaði fyrir stuðninginn fyrir
hönd félaganna og sagði hann
gríðarlega mikilvægan. Um leið tók
hann undir orð Gríms um mikil
vægi öflugs íþróttastarfs, einkum
þegar unga fólkið er annars vegar.
„Kynslóð eftir kynslóð sýnir það sig
glögglega hversu góð áhrif íþrótta
iðkun hefur, bæði sem heilsuefling
til skemmri tíma og forvörn til lengri
tíma. Í þessu sambandi er ómetan
legt að eiga bakhjarla á borð við Bláa
lónið sem hefur um áratuga skeið
stutt myndarlega við æskulýðs og
íþróttastarfið hér á Suðurnesjum.
Við þökkum Bláa lóninu kærlega
fyrir, þessi styrkur mun nýtast vel
við starfsemi og áframhaldandi upp
byggingu íþróttafélaganna.“
Fulltrúar íþróttafélaganna á Suðurnesjum fagna stuðningi Bláa
lónsins til eflingar barna- og unglingastarfi þeirra til tveggja ára.
Með þeim á myndinni eru Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins,
og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.
Njarðvíkingar VÍS-bikarmeist-
arar í 9. flokki stúlkna
Njarðvík vann Breiðablik með 37
stiga mun (70:34) í bikarúrslitum
9. flokks stúlkna í körfuknattleik
um helgina. Hulda María Agnars-
dóttir var valin lykilleikmaður úr-
slitaleiksins.
Eins og úrslitin gefa til kynna
höfðu Njarðvíkurstúlkur mikla
yfirburði í leiknum en það var
fyrst og fremst frábær liðsheild
sem skóp sigurinn. Stór hópur
áhangenda studdi við bakið á
Njarðvíkingum í leiknum og ljóst
að framtíð Njarðvíkur er björt.
Myndir: JBÓ
Njarðvíkingurinn Hulda María
Agnarsdóttir var valin lykilleikmaður
úrslitaleiksins en hún skilaði 22
stigum, tíu fráköstum og tveimur
stoðsendingum auk fimm stolnum boltum.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Akurskóli - Kennari
Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja - Ráðgjafi
Hljómahöll - Veitingastjóri
Menntasvið - Sálfræðingur
Myllubakkaskóli – Umsjónarkennari á miðstigi
Njarðvíkurskóli/sérdeildin Ösp - Starfsmenn skóla
Háaleitisskóli - Kennari í nýsköpun og
upplýsinga- og tæknimennt
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Aðalskipulag
í Reykjanesbæ
Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035
Bæjarstjórn heimilaði 3. janúar 2023 að auglýsa
samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að
breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035.
Iðnaðarsvæðið I5 á Reykjanesi er stækkað og heimilt
byggingarmagn aukið skv. uppdrætti og greinargerð
VSÓ ráðgjöf dags 13. desember 2022.
Markmið breytingar er að aðlaga iðnaðarsvæði I5 betur
að landþörfum landeldis í grennd við Reykjanesvirkjun.
Að skilgreina byggingarheimild sem rúmar landeldið
og aðra atvinnustarfsemi innan Auðlindagarðsins
á iðnaðarsvæði I5. Breytingin styður við markmið
Auðlindagarðs um nýtingu afgangsstrauma frá
Reykjanesvirkjun sem renna að hluta ónýttir til sjávar.
Tillagan er til sýnis á heimasíðu Reykjanesbæjar
www.reykjanesbaer.is og á skrifstofu Reykjanesbæjar
að Tjarnargötu 12 frá og með 18. janúar til 8. mars 2023.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur
til að gera athugasemdir er til og með 8. mars 2023.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu
Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða
á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is
Skipulagsfulltrúi
Reykjanesbær 18. janúar 2023
Breytingar á
iðnaðarsvæði I5
Minningarmót Ragnars Margeirssonar 2023
Hið árlega minningarmót um Keflvíkinginn Ragnar Mar-
geirsson, sem lék m.a. með Keflavík, KR og Fram verður haldið
í Reykjaneshöllinni laugardaginn 4. febrúar. Mótið er hef-
bundið knattspyrnumót eldri drengja með sex leikmenn í liði á
kvart velli. Skipt verður í riðla eftir aldri þátttökuliða, n.t.t. 30
ára+ og 50 ára+. Hefð hefur skapast fyrir því hjá vinum Ragga
Margeirs að styrkja góð málefni tengd knattspyrnu með pening
sem safnast af þátttöku í mótinu. Þetta verður í sautjánda sinn
sem komið er saman til að minnast Ragnars Margeirssonar
sem lést langt fyrir aldur fram. Vinir Ragga Margeirs bjóða
öllum að koma við í Reykjaneshöllinni laugardaginn 4. febrúar
og fylgjast með fyrrverandi knattspyrnusnillingum leika listir
sínar og eiga góða stund saman.
Mótið hefst um kl. 15:30 og lýkur um kl. 18:00. Leikið verður á fjórum litlum völlum (50 x 32). Leikmanna
fjöldi: Sex í liði (fimm útileikmenn og markvörður) Aldurstakmark er 30 ár Hámarksfjöldi liða í mótið eru sextán
lið Þátttökugjald er að lágmarki 20.000 kr. á lið Staðfestingargjald (5.000 kr. sem dregst frá þátttökugjaldi) skal
greitt eigi síðar en 28. janúar Þátttökugjald leggist inn á reikning: 013326005194, kt. 7012211250.
Þátttökutilkynningar sendist á minningarmot@gmail.com.
Að móti loknu verður verðlaunaafhending ásamt því sem boðið verður upp á léttar veitingar á BRONS. Lokahófið
hefst kl. 19 og lýkur formlega kl. 22 en fjörið heldur áfram fram á rauða nótt.
Þeir sem vilja styrkja málefnið geta gert það með því að leggja inn á reikning nr. 013326005194, kt. 7012211250.
Við viljum nota tækifærið og þakka eftirtöldum fyrirtækjum fyrir stuðning við mótið:
Rétturinn, Soho, Ölgerðin, Paddy’s, TM og Brons.
Með fótboltakveðju Vinir Ragga Margeirs.
Gamlar kempur eigast við í sextánda Minningarmóti
Ragnars Margeirssonar árið 2020.
Keflvíkingar sáu aldrei til sólar í úrslitum
VÍS-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik um
helgina þegar Haukar tryggðu sér sinn þriðja
bikartitil í röð og voru betri á öllum sviðum
í Laugardalshöllinni. Lokatölur 94:66.
Daniela Wallen var sú eina í leikmannahópi
Keflavíkur sem lét eitthvað að sér kveða en
hún skoraði 30 stig og tók sextán fráköst.
Keflvíkingar kjöldregnir í bikarnum
vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM // 15