Víkurfréttir - 22.02.2023, Page 14

Víkurfréttir - 22.02.2023, Page 14
Það var talsvert gagnrýnt að Birna hafi ekki verið valin í lands- liðshópinn að þessu sinni en hún hefur átt flott tímabil og er næst- stigahæst af íslensku leikmönnum deildarinnar. Reyndar kom svo í ljós að Birna hafði ekki gefið kost á sér í liðið, það lá því beinast við að spyrja hana: Af hverju hverju gafstu ekki kost á þér? „Ég fékk skilaboð frá Körfuknatt- leiksambandinu um að ég væri ekki í tólf manna hópi, væri sú þrett- ánda eða fjórtánda – þannig að ég þakkaði bara gott boð en sagðist ekki gefa kost á mér í þetta skipti.“ Birnu f innst tímabilið hafa gengið vel þótt vissulega hafi þær átt nokkra upp og niður leiki. „Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá okkur og vonandi náum við að halda því áfram. Andinn í hópnum er mjög góður og við erum allar góðar vinkonur, það skiptir mjög miklu máli þegar verið er að spila svona langt tímabil – að það sé góður andi og að við náum allar vel saman. Ekki bara inn á vellinum heldur líka utan hans.“ Hvað finnst þér um þína frammi- stöðu í vetur? „Jú, heilt yfir er ég mjög ánægð að vera komin heim og að spila heima. Það tók smá stund að detta inn í þetta, finna taktinn, en mér finnst það alveg vera að koma. Ég er búin að eiga nokkra lélega leiki undanfarið en maður getur ekki alltaf spilað fullkomna leiki. Ég reyni bara að einbeita mér að næsta verkefni.“ Þú hefur nú bætt tölfræðina töluvert frá því að þú lékst hérna heima síðast [var með 9,4 stig að meðaltali í leik og 3,4 fráköst árið 2019 en er nú með 15,1 stig og 4,1 fráköst]. „Já, ég er náttúrlega orðin aðeins eldri og kannski reyndari í þessum leik,“ segir Birna og hlær. Hrikalega erfitt Við vindum nú okkar kvæði í kross og spyrjum Birnu hvernig henni hafi fundist að fara út í nám. „Það var hrikalega erfitt en ótrú- lega skemmtilegt og lærdómsríkt,“ segir hún. „Ég óx mjög mikið sem leikmaður og manneskja á þessum þremur árum sem ég var úti. Ég sé eiginlega ekki eftir neinu.“ Birna fór fyrst til Arizona en skipti yfir til Binghamton í New York-fylki. „Það var mjög stórt stökk að flytja héðan og til Arizona, í raun mun stærra stökk en ég gerði ráð fyrir – en ég fílaði mig töluvert betur í Binghamton. Í Arizona var rosalegt prógram og ég lærði ótrúlega margt á þessu ári þar. Ég spilaði ekki mikið fyrsta árið, eiginlega ekkert fyrr en undir lok tímabilsins, en þvílík reynsla sem ég öðlaðist á að vera í þessu liði. Ótrúlega gaman að vera að æfa með þessum stelpum, tvær þeirra eru einmitt komnar í WNBA [bandarísku atvinnumannadeild kvenna]. Eins erfitt og það ár var þá sé ég það eftir á hvað ég lærði mikið – hvað þetta var gefandi og skemmtilegt þrátt fyrir allar erfiðu stundirnar.“ Birna segir að það hafi verið mikil viðbrigði að flytja héðan og þurfa að standa á eigin fótum í fjarlægu landi og ólíkri menn- ingu. „Það var erfitt að fara úr öllu örygginu hér og stinga sér beint í djúpu laugina, þurfa að venjast öllu upp á nýtt og vera í fullu pró- grammi alla daga, engar pásur.“ Varstu alein? Voru engir aðrir Íslendingar þarna? „Já, í rauninni. Ég bjó með tveimur stelpum sem voru í svip- uðum sporum og ég, önnur var frá Ástralíu og hin Lettlandi. Við vorum allar þrjár í þessum sama pakka, allar á fyrsta ári og í burtu frá fjölskyldum okkar í fyrsta skipti. Við vorum svolítið að finna út úr þessu í sameiningu og það gekk svona misvel. Áður en ég fór út var maður búinn að heyra af krökkum sem vildu bara koma heim aftur eftir eitt ár og ég hugsaði: „Er þetta virkilega svona erfitt?“ Já, þetta er virkilega svona erfitt – en eins og ég sagði, mjög gefandi.“ Birna ákvað að prófa að skipta um skóla eftir fyrsta árið og flutti sig í Binghamton-háskólann í New York-fylki. Í Arizona var hún fyrst í almennu námi en byrjaði svo í sálfræði. Í Binghamton fór hún að læra Human Develop- ment. „Sem er nokkurs konar blanda af sálfræði og félagsfræði,“ segir hún. „Ég kláraði námið ekki áður en ég kom heim. Af því að ég Hrikalega erfitt en ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt„Ég óx mjög mikið sem leikmaður og manneskja á þessum þremur árum sem ég var úti,“ segir Birna Valgerður Benónýsdóttir, leik- maður meistaraflokks kvenna hjá Keflavík, sem var orðin spennt að hefja keppni á ný þegar Víkur- fréttir heyrðu í henni nú um helgina en Subway-deild kvenna í körfuknattleik fór þá aftur af stað eftir landsleikjahlé. Það var mjög stórt stökk að flytja héðan og til Arizona, í raun mun stærra stökk en ég gerði ráð fyrir ... Birna er elst þriggja systkina, hér er hún með þeim Finnboga Páli og Hrönn Herborgu. ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Birna með mömmu og pabba í Arizona. Birna stóð sig vel í sigri Keflavíkur á Grindavík um helgina. Keflvíkingar unnu 84:61 og var Birna með átján stig og tók þrjú fráköst í leiknum. VF/JPK sport

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.