Víkurfréttir - 22.02.2023, Side 15

Víkurfréttir - 22.02.2023, Side 15
skipti um skóla þá fékk ég ekki allt metið og ég hefði þurft að vera í tvö skólaár í viðbót til að fá gráðuna. Ég var ekki tilbúin í það, að vera í tvö ár til viðbótar úti. Þar að auki var ég ekki viss um að þetta væri það sem ég vildi læra, þannig að núna er ég að taka mér smá pásu frá skóla á meðan ég geri upp við mig hvað mig langi að læra.“ Birna vinnur sem stuðningsfull- trúi í Holtaskóla í bekk á yngsta stigi þar sem hún aðstoðar tvo ein- hverfa stráka. „Við erum tvær sem skiptum með okkur tveimur ein- hverfum strákum sem við fylgjum í gegnum daginn. Það eins og allt annað, svolítið upp og niður dagar en mjög skemmtilegt og gefandi starf – og mjög skemmtilegir krakkar sem ég er að vinna með.“ Upplifanir í gegnum íþróttir Birna hefur fengið tækifæri til að prófa ýmislegt í gegnum sína körfuboltaiðkun. Bara það að fara eins og hún gerði í háskólanám til Bandaríkjanna hefði varla staðið til boða nema vegna körfuboltans. „Og við unnum mikið með það þarna úti. Það var gríðarlega mikið lagt upp úr því hvað við værum í rauninni heppnar að vera í þessum sporum, að fá frítt háskólanám og alla þá aðstoð sem við vorum að fá. Við værum í rauninni að fá allt upp í hendurnar og ég er ótrúlega þakklát fyrir þessi þrjú ár sem ég fékk þarna úti – ég næ ekki einu sinni að koma því í orð. Ef krakkar eru eitthvað að pæla í þessu, að fara í nám erlendis, þá mæli ég eindregið með því. Eins og ég segi, það er ekkert mál að koma heim ef þetta er ekki fyrir þig. Ef þú kemst ekki í gegnum árið, þá geturðu alltaf farið heim aftur. Ég sé ekki eftir því að hafa prófað þetta. Manni er hent út í djúpu laugina en maður kann að synda, svo þetta kemur allt á endanum.“ Aðspurð hvort það sé líf fyrir utan körfuboltann segir Birna „Þegar tímabilið er í gangi er ekkert rosalega mikill tími aflögu – en mér finnst ofsalega gaman að hitta vinkonur mínar þegar ég hef tíma. Ég brunaði t.d. í bæinn í gær og fór í bíó með vinkonum mínum. Ég er mikil félagsvera og finnst rosalega gaman að vera með vinum mínum – og þegar ég get þá finnst mér mjög skemmtilegt að ferðast. Ég hef ferðast mikið með landsliðinu í gegnum tíðina og finnst það mjög gaman. Ég notaði líka landsleikjahléið og skrapp til New York um daginn til að heim- sækja vini mína, sem er svona sam- bland af báðu, að ferðast og hitta vini. Það var yndisleg helgarferð. Samt er ég mjög mikil rútínu- manneskja. Mér finnst mjög gott að fara í vinnuna, koma heim, fá mér að borða áður en ég fer á æfingu. Körfuboltinn hefur alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér, ég er búin að vera í körfunni frá því að ég var fimm ára gömul. Núna þegar ég er ekki í skóla hef ég aðeins meiri tíma fyrir sjálfa mig og er að reyna að finna út úr því sjálf, hvað fleira er í boði fyrir utan körfuboltann.“ Einbeitum okkur að okkur Að lokum, hverju spáir þú um deildina? Ætlið þið ekki að klára þetta, deildarmeistarar og Ís- landsmeistarar? „Bara nó komment! Við erum mjög mikið bara að einbeita okkur að okkur,“ segir Birna. „Hössi [Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur] er búinn að vera að berja það í okkur að horfa ekki of langt fram á við, það sem gerist gerist. Eins lengi og við erum að gera okkar besta er ekkert meira sem við getum gert,“ sagði Birna Valgerður að lokum. n Matreiðslumaður/meistari í framtíðarstarf (08:00-16:00) n Afgreiðsla og aðstoð í eldhúsi í framtíðarstarf (08:00-16:00) n Sumarstörf í eldhús og afgreiðslu (08:00-16:00) n Uppvaskari/aðstoðarmanneskja í eldhúsi. Umsóknir sendist á: maggi@retturinn.is Okkur vantar fólk í eftirfarandi störf Rétturinn Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ Ljúffengur heimilismatur í hádeginu Birna hefur fengið fjölmörg tækifæri til að skoða heiminn með landsliðum Íslands. Ég sé ekki eftir því að hafa prófað þetta. Manni er hent út í djúpu laugina en maður kann að synda, svo þetta kemur allt á endanum ... Metþátttaka á GeoSilica-móti Keflavíkur um helgina Síðastliðna helgi, dagana 18. og 19. febrúar, fór GeoSilica-mót Keflavíkur fram í Nettóhöllinni. Þátttaka mótsins fór fram úr öllum væntingum í ár en alls voru 1.200 stúlkur í 5., 6., og 7. flokki skráðar til leiks. Á laugardeginum spiluðu 6. og 7. flokkur og á sunnu- deginum spilaði 5. flokkur. Mótið var nú haldið í sjöunda sinn í sam- starfi við kvennaknattspyrnuna í Keflavík og GeoSilica Iceland en stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið skýr frá upphafi: „Við teljum það vera skylda okkar sem fyrirtæki á Suður- nesjum að styðja við kvennaknatt- spyrnuna og hvetja ungar stelpur í íþróttum. Það er alltaf jafn ánægjulegt að bjóða yngri flokka landsins velkomna til Keflavíkur og við vonum að stelpurnar og fjölskyldur þeirra hafi skapað góðar minningar á mótinu,“ segir Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland. Leikmenn meistaraflokka Keflavíkur dæmdu leikina og tóku einnig þátt í að útbúa auglýsinga- efni fyrir samfélagsmiðla í sam- starfi við GeoSilica í aðdraganda mótsins. Myndböndin hafa verið birt á Instagram síðum GeoSilica og knattspyrnudeildar Keflavíkur. Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, fylgdist með mótinu um helgina og á vefsíðu Víkur frétta, vf.is, má sjá stórskemmtilegt myndasafn frá mótinu. Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica Iceland, hafði gaman af að fylgjast með knattspyrnusnillingum framtíðarinnar. Knattspyrnuúrslit: Njarðvík - Grótta 4:0 Mörk: Oumar Diouck (19’ víti og 34’) og Magnús Magnússon (58’ og 89’). Þróttur R. - Keflavík 1:2 Mörk Keflavíkur: Nacho Heras (23’ víti) og Jóhann Þór Arnarson (28’). Haukar - Víðir 4:1 Mark Víðis: Bessi Jóhannsson (67’). ÍH - Reynir 4:2 Mörk Reynis: Elfar Máni Bragason(33’) og Ársæll Kristinn Björnsson(90’). Hvíti riddarinn - Þróttur 0:6 Mörk: Sjálfsmark (5’), Adam Árni Róbertsson(23’ og 48’), Guðni Sigþórsson (75’ og 90’) og Emil Skorri Þ. Brynjólfsson (90’+1). Nýjustu fréttir og úrslit birtast jafnóðum á vf.is Oumar Diouck og Magnús Magnússon (á mynd) skoruðu tvö hvor fyrir Njarðvík. VF/JPK vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 15

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.