Víkurfréttir - 01.03.2023, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 01.03.2023, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS FABBRI Reiðhjólafestingar 35% AFSLÁTTUR KIDDY Barnabílstólar 20% afsláttur fyrir viðskiptavini TM trygginga 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI TM TRYGGINGA Bílanaust Hafnargötu 52, 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Opið Mán - fös 8 - 18 Lau 10 - 14 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is Við ætlum að byggja hagkvæm- ustu landeldisstöð í heimi, búa til framúrskarandi afurð og skapa frábæran vinnustað,“ sagði Jón Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri Samherja fiskeldis en fyrirætlanir fyrirtækisins voru kynntar á fundi á Marriott hót- elinu í Reykjanesbæ síðasta fimmtudag. Gert er ráð fyrir að um 100 starfsmenn vinni fjölbreytt störf við landeldið í eldisgarðinum á Reykjanesi. Heildarkostnaður verður um sextíu milljarðar króna. Undirbúningur hefur staðið yfir í þrjú ár. Stefnt er að því að ljúka fullnaðarhönnun á árinu og fyrsta skóflustunga verði í haust. Fram- kvæmdir munu hefjast í beinu framhaldi og er áætlað að byggja eldisgarðinn í þremur áföngum og framkvæmdum verði lokið árið 2032. Húsnæði Eldisgarðsins verður á ströndinni nálægt Reykja- nesvirkjun. Í máli Jóns Kjartans kom fram að aðstæður í Auðlindagarðinum á Reykjanesi séu mjög góðar fyrir landeldi, m.a. ylsjór og nálægð við Reykjanesvirkjun, strönd og inn- viði. Framleiðslugeta fullbyggðrar stöðvar verði 10 þúsund tonn í fyrsta áfanga, 20 þúsund í öðrum áfanga og verði orðinn 40 þúsund tonn í þriðja áfanga. Afurðirnar verða lax, prótein og lýsi, fiski- mykja auk afleiddra strauma sem verða að verðmætum. Lögð verður áhersla á dýravelferð, sóttvarnir og gott vinnuumhverfi og hringrásar- hagkerfi þar sesm sóun verður í lámarki og lágt kolefnisspor. Allt að þrjátíu þúsund sekúndulítrar af jarðsjó og þrjú þúsund og tvö- hundruð sekúndulítrar af ylsjó koma frá Reykjanesvirkjun og verða nýtir til framleiðslunnar. Húsnæði Eldisgarðs Samherja á Reykjanesi mun verða um 250 þúsund fermetrar og rúmlega 400 þúsund rúmmetrar. Í fermetrum talið eru þetta um þrjátíu Reykja- neshallir. Um er að ræða aðalbygg- ingu, seiðastöð, áframeldisstsöð, þjónustumannvirki, gestastofu og veitingahús til að taka á móti ferða- mönnum. Á fundi Samherja í Keflavík var niðurstaða umhverfismats einnig kynnt en þar segir að umhverf- isáhrif verði allt frá því að vera óveruleg yfir í talsvert neikvæð en það er aðallega vegna bygginganna sem lítið er um á Reykjanesi í dag miðað við stærð svæðisins. Samherji er þegar með átta eldis- stöðvar á sínum snærum, m.a. á Vatnsleysuströnd. n 60 milljarða kr. framkvæmdir eldisgarðs á vegum Samherja hefjast í haust. n Undirbúningur hefur staðið yfir í þrjú ár. n Þarf um 100 starfsmenn. n Fær ylsjó og rafmagn frá Reykjanesvirkjun. Hagkvæmasta landeldisstöð í heimi á Reykjanesi Páll Ketilsson pket@vf.is Fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum hittust 16. febrúar í Kölku til þess að fara yfir þær breytingar sem fram undan eru í úrgangsmálum. Nýju löggjöfinni fylgja töluverðar breytingar í bakvinnslu og því mikilvægt að samræma og reyna að sjá fyrir þær áskoranir sem fram undan eru til þess að þessi breyting gangi sem best fyrir sig fyrir íbúa á Suðurnesjum. Þetta kemur fram á vef Kölku. Mikil vinna hefur verið lögð í að greina stöðuna eins og hún er í hverju sveitarfélagi fyrir sig og á fundinum var farið yfir hvert hlut- verk sveitarfélaganna er í þessum breytingum og hvert hlutverk Kölku er. Ljóst er að einhverjir íbúar munu þurfa að ráðast í breytingar á nú- verandi úrgangslausnum við sínar fasteignir og hvetur Kalka íbúa til þess að skoða það tímanlega. „Við fögnum þessari góðu sam- vinnu sem hefur átt sér stað með sveitarfélögunum og hlökkum til samstarfsins á komandi mánuðum þar sem árangur nýs flokkunar- kerfis mun að miklu leyti byggja á samræmdum flokkunarleiðbein- ingum og samvinnu okkar allra,“ segir jafnframt á vef Kölku. Miklar breytingar framundan í úrgangsmálum á Suðurnesjum FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Uppbrotsdagar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Komið með okkur í FS! Tölvumynd sem sýnir hvernig ásýndin verður þegar eldisgarðurinn verður fullbyggður. Byggingarnar verða þegar allt verður byggt 250 þúsund fermetrar og rúmlega 410 þúsund rúmmetrar. 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.