Víkurfréttir - 01.03.2023, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 01.03.2023, Blaðsíða 7
Hafnargötu 29. Reykjanesbæ 40 50 60 70 % % % % afsláttur afsláttur afsláttur afsláttur LAGERSALA FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Sótt hefur verið um að endurbyggja samsetta byggingu sem stóð á jörðinni Austurkoti 1 í Sveitarfélaginu Vogum. Byggingin hýsti áður hlöðu og fjárhús. Talið er að byggingin sé að mestu hrunin, ef ekki öll, og verður hún endurbyggð. Endurbyggingin mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 fermetrar, segir í umsókninni. Skipulagsnefnd Voga heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt. Einnig verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar. Þá hefur verið sótt um að byggja skála á jörðinni Austurkoti 3 í Sveitarfélaginu Vogum. Skálinn mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 fermetrar, eða nákvæmlega sama stærð og á endurbyggingu hlöðu og fjárhúss á Austurkoti 1. Umsókninni var hafnað. Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir: Samkvæmt gildandi aðal- skipulagi er um íbúðarsvæði að ræða en ekki er til staðfest deili- skipulag fyrir svæðið. Frekari upp- bygging skal vera í samræmi við þá byggð sem fyrir er en nánari útfærslu er vísað til deiliskipulags. Vinna þarf að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði. Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga óskaði eftir því að fá sér- fræðinga Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnið hafa að skýrslum og greinargerðum tengdum náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum og aðila frá Landsneti, á fund nefndar- innar sem fram fór 21. febrúar sl. í tengslum við umsókn um fram- kvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2. Ekki kemur fram í fundar- gerð hvað fram kom á fundinum annað en afgreiðsla skipulags- nefndar sem þakkar aðilum Jarð- vísindastofnunnar og Lands- nets fyrir samtalið og komuna á fundinn á staðnum og í gegnum Teams-fjarfundarbúnað. Háskóli Íslands brautskráði 505 kandídata úr grunn- og framhalds- námi föstudaginn 17. febrúar 2023. Útskriftin vakti athygli í Sveitar- félaginu Vogum og var til umfjöllunar á vef sveitarfélagsins. Þó það sé sannarlega ekki óvanalegt að einstaklingar úr Vogunum útskrifist úr háskólum þá hlýtur það að vera óvenjulegt, ef ekki einstakt að fjórir Vogabúar útskrifist saman daginn úr sama háskóla. Vogabúarnir í útskriftarhópnum voru þau Arnar Egill Hilmarsson sem útskrifaðist með BS-próf í hagfræði, Petra Rut Rúnarsdóttir sem útskrifaðist með MS-próf í verkefnastjórnun, Hanna Stefanía Björnsdóttir útskrifaðist með BA- próf í félagsráðgjöf og Sindri Jens Freysson með BS-próf í tæknifræði. Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að ráðist verði í vinnu við framtíðarsýn íþróttamála eins og lagt er til í verkefnisáætlun. Endanleg út- færsla á verkefninu verði lögð fyrir bæjarráð til kynningar. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs á minnisblaði frá sviðs- stjóra fjölskyldusviðs og deildar- stjóra frístundadeildar um fram- tíðarsýn íþróttamála í Suðurnesja- bæ undir liðnum „þátttaka barna í íþróttum“. Fjórir Vogabúar útskrifast frá Háskóla Íslands sama daginn Endurbyggja hlöðu og fjárhús sem vinnustofu - hafna byggingu skála í sömu stærð á næstu lóð við hliðina VOGAR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Ráðist verði í vinnu við framtíðarsýn íþróttamála Fengu sérfræðinga Jarðvísindastofn- unar og Landsnets á fund í Vogum Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Garðyrkjudeild - Flokkstjóri Garðyrkjudeild – Sumarstörf Velferðarsvið - Búsetuþjónusta fatlaðs fólks Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra Velferðarsvið - Félagsráðgjafi/Sérfræðingur Velferðarsvið - Heimaþjónusta-og stuðningsþjónusta Velferðarsvið - Starf á heimili fatlaðrar konu Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna. Sumarstörf í boði hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar • Yfirflokkstjórar • Flokkstjórar • Flokkstjórar (ungmenni með sértækar stuðningsþarfir) • Skrifstofa Sumarstörf í boði hjá Ævintýrasmiðjunni • Umsjónarmenn (sumarstörf) • Leiðbeinendur (sumarstörf) vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.