Víkurfréttir - 01.03.2023, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 01.03.2023, Blaðsíða 4
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tekur undir það að mikilvægt er að góð samskipti verði að vera á milli aðila þegar kemur að úrbótum húsnæðis þar sem stofnanir sveitarfélagsins eru með starfsemi sína og ítrekar þakkir sínar til starfsfólks leik- og grunnskóla sem hafa á síðustu árum sýnt mikla þrautseigju og þolinmæði í störfum sínum í flóknum og krefjandi aðstæðum. Saman gerum við gott samfélag betra.“ Þetta kemur fram í bókun sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar lagði fram á síðasta fundi hennar undir fundargerðum fræðsluráðs og sam- þykkti samhljóða. Margrét Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ lagði fyrr á fundinum fram bókun vegna máls úr fundargerð bæjar- ráðs frá 9. febrúar, þar sem raka- skemmdir í stofnunum bæjarins voru til umfjöllunar. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að góð samskipti þurfi að vera á milli fulltrúa Reykja- nesbæjar, starfsfólks stofnana og annarra notenda húsnæðis þar sem mygla hefur greinst. Upplýsingar þurfa að vera skýrar og mikilvægt er að ekki sé gert lítið úr þeim ein- kennum sem aðilar finna fyrir,“ segir í bókuninni sem Margrét Sanders, Helga Jóhanna Odds- dóttir og Birgitta Rún Birgisdóttir rita undir. Vikuna 6.–10. febrúar fengu nemendur í 7./8.–10. bekk í Reykjanesbæ fræðslu um m.a. kynímynd, kynvitund, kynheil- brigði, samskipti kynja, mörk og kynferðislegt ofbeldi. N ý t t t e y m i (Forvarnarteymi) tók til starfa á síðasta ári í öllum g r u n n s k ó l u m Reykjanesbæjar. Teymin star fa samkvæmt þingsályktun um for- varnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Markmið teymanna er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái fræðslu. Teymin hafa verið að kort- leggja og skipuleggja þá fræðslu í vetur í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. Af- raksturinn birtist í bekkjarnám- skrám skólanna á næsta skólaári. Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og þakkar forvarnarteymum grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir flott starf. Að undangengnu útboði á trygg- ingum Suðurnesjabæjar hefur verið gengið frá samningi um allar tryggingar sveitarfélagsins við Vátryggingafélag Íslands, VÍS. Suðurnesjabær hefur átt gott samstarf við VÍS um trygg- ingamálin undanfarin ár og eftir útboð á tryggingum mun sam- starfið halda áfram næstu árin. Þetta kemur fram á vef sveitar- félagsins. Suðurnesjabær fagnar áfram- haldandi samstarfi við VÍS og var samningur milli aðila undirritaður í síðustu viku. Um leið þakkar Suðurnesjabær öðrum trygginga- félögum fyrir þátttöku í útboði trygginganna. Meðfylgjandi mynd var tekin af Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra og Magnúsi Geir Jónssyni hjá VÍS þegar samningur var undirritaður. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur öðru sinni hafnað erindi Eignakaupa ehf. um heimild til að minnka versl- unarrýmið á jarðhæð við Hafn- argötu 23 og breyta því í íbúð. Fyrirtækið óskaði eftir endur- upptöku málsins 19. desember sl. þar sem fyrra erindi var ítrekað. Erindinu var hafnað vegna þess að breyting er ekki talin styðja við þróun Hafnargötu. Í afgreiðslu umhverf is- og skipulagsráðs þar sem vísað er í greinargerð aðalskipulags Reykja- nesbæjar 2015–2030, kemur fram um svæði M2: „Hafnargatan hefur verið aðalmiðbæjargata bæjarins. Þróunarmöguleikar líflegs mið- bæjarumhverfis eru góðir. Lögð er áhersla á að styrkja stoðir smá- og fagverslana og veitingastaða.“ Sú stefna sem þarna er mörkuð er ítrekuð við endurskoðun aðal- skipulags, þar er sett inn svohljóð- andi ákvæði: „Lögð er áhersla á að viðhalda lifandi götuhliðum með innsýn í verslunar- og þjónustu- rými. Ekki er heimilt að breyta at- vinnuhúsnæði á jarðhæð í íbúðar- húsnæði.“ Skipulagsáætlanir við götuna sem hafa verið samþykktar síðustu ár s.s. Hafnargata 12 og Hafnargata 22–28 styðja við þessa stefnu. Í vinnslu er deiliskipulag fyrir Hafnargötu fyrir reit sem markast af lóðum nr. 15 að nr. 41. Áætlað er að það skipulag komi til afgreiðslu á vormánuðum en þar verður m.a. nánar skilgreind nýting rýma á jarðhæð húsa við götuna. Lagt er til að sérstakar húsnæðisbætur Reykjanesbæjar taki mið af hækkun almennra húsnæðisbóta frá 1. janúar síðastliðnum en þá hækkuðu almennar húsnæðisbætur um 13,8%. Sérstakar húsnæðis- bætur hækkuðu til samræmis við hækkun almennra húsnæðisbóta 2022 um 10% til að tryggja að hækkunin skili sér til húsnæðisleigj- enda. Sérstakur húsnæðisstuðningur var til umfjöllunar á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar. Viðmiðunarmörk sérstaks hús- næðisstuðnings yrðu þá 751 kr. á hverjar 1.000 kr. í greidda húsa- leigu frá 1. janúar 2023 og hámark almenns og sérstaks húsnæðis- stuðnings samanlagt yrði 75.108 kr. Velferðarráð mælir með að til- lagan verði samþykkt og vísar málinu til bæjarráðs. Lögð er áhersla á mikilvægi hækkunar sérstaks húsnæðisstuðnings til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa sam- félagsins, hún er til þess fallin að styðja við tekjulægstu hópa leigj- enda. Góð samskipti mikilvæg milli aðila í úrbótum húsnæðis Þakkir til forvarnar- teyma grunnskóla Reykjanesbæjar Sérstakar húsnæðisbætur verði hækkaðar Suðurnesjabær semur við VÍS um vátryggingar Áhersla á að viðhalda lifandi götuhliðum á Hafnargötu 4 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.