Víkurfréttir - 15.03.2023, Blaðsíða 10
Það var þétt setinn bekk-
urinn í Grindavíkurkirkju á
sunnudagskvöld en þá hélt
kvennakórinn Grindavíkurdætur
tónleika með lögum eftir laga- og
textahöfundinn Kristínu Matthías-
dóttur. Áður hefur verið minnst á
Kristínu en hún er ein þeirra sem
líklega bindur ekki baggana sína
sömu hnútum og samferðarfólkið,
hún hafði aldrei verið við tónlist
tengd á nokkurn hátt þar til eitt-
hvað gerðist fyrir u.þ.b. tveimur
árum og allt í einu semur hún lög
og texta eins og enginn sé morgun-
dagurinn.
Tónleikarnir voru frábærlega
heppnaðir og lögin hvert öðru
betra. Í tveimur laganna stigu
meðlimir kórsins fram sem ein-
söngvarar, annars vegar Helga
Fríður Garðarsdóttir og Heiða Dís
Bjarnadóttir og hins vegar Hrefna
Bettý Valsdóttir. Meðleikararnir,
Ingunn Hildur Hauksdóttir á
píanó og Þröstur Þorbjörnsson á
bassa og slagverk, léku listavel og
kórinn söng óaðfinnanlega undir
öruggri stjórn kórstjórans, Bertu
Drafnar Ómarsdóttur.
Mjög góður rómur var gerður
að frammistöðunni í lok tónleik-
anna þar sem gestir stóðu upp og
klöppuðu vel og lengi. Gaman og
spennandi verður að sjá hvað þessi
frábæri kór gerir næst.
Takk fyrir mig!
Sigurbjörn Daði
Dagbjartsson.
Ungmennaráð Grindavíkur
hefur áhuga á að taka þátt í
ungmennaskiptaverkefnum
með öðrum ungmennaráðum
í Evrópu. Erindi þess efnis var
tekið fyrir á síðasta fundi frí-
stunda- og menningarnefndar
Grindavíkur í síðustu viku en
Elínborg Ingvarsdóttir, for-
stöðumaður Þrumunnar, og
Melkorka Ýr Magnúsdóttir,
starfsmaður Þrumunnar, sátu
fundinn undir þessum lið og
gerðu grein fyrir erindinu.
Frístunda- og menningar-
nefndin lýsir yfir ánægju með
frumkvæði ungmennaráðs og
hvetur ráðið til að sækja um
Erasmus aðild.
Hvött til að sækja
um í Erasmus+
ungmennaskipta-
verkefni
Sumaropnun íþróttamann-
virkja í Grindavík mun taka
gildi 1. apríl í ár í stað 1. júní
áður og gilda út október í stað
ágúst áður. Auk þess verður
opið fleiri almenna frídaga í
ár en áður, m.a. föstudaginn
langa, sumardaginn fyrsta, 1.
maí, uppstigningardag, hvíta-
sunnudag og 17. júní.
Þetta kom fram á síðasta fundi
frístunda- og menningar-
nefndar Grindavíkur.
Breytingar á opn-
unartíma íþrótta-
mannvirkja
Gert er ráð fyrir miklum
breytingum á vinnuskóla
Grindavíkur í sumar þar sem
vinnustundum kemur til með að
fækka auk þess sem nemendur
fá úthlutað vinnutímabilum og
því verða ekki allir árgangar við
störf á sama tíma. Þetta kemur
fram í tillögu að vinnufyrir-
komulagi sumarið 2023 sem
lögð var fram í frístunda- og
menningarnefnd Grindavíkur-
bæjar í síðustu viku.
Undir þessum lið sátu
fundinn þau Emilía Ósk Jó-
hannesdóttir, formaður ung-
mennaráðs, Tómas Breki
Bjarnason, varaformaður ung-
mennaráðs, Elínborg Ingvars-
dóttir, forstöðumanns Þrum-
unnar, og Melkorka Ýr Magnús-
dóttir, starfsmaður félagsmið-
stöðvarinnar Þrumunnar.
Á fundinum var einnig lögð
fram áskorun frá ungmenna-
ráði um fjölgun vinnustunda
í vinnuskólanum í sumar.
Nefndin tekur vel í erindið
og felur sviðsstjóra að útfæra
breytingar á vinnufyrirkomu-
laginu.
Miklar breytingar
boðaðar á vinnu-
skóla Grindavíkur
Grindavíkurdætur fylltu Grindavíkurkirkju
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Gert verði ráð fyrir stærri áning-
arstað sunnan Þorbjarnar í deili-
skipulagstillögu fyrir Þorbjörn
sem var til umfjöllunar á síðasta
fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.
Þá verði jafnframt gert ráð fyrir
einum til tveimur minni áningar-
stöðum vestan Lágafells.
Tillaga að viðbrögðum við um-
sögnum við skipulagstillöguna var
lögð fram í bæjarstjórn nýverið,
ásamt uppfærðum gögnum í sam-
ræmi við viðbrögð sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkti við-
brögð við umsögnina 20. febrúar
sl. og lagði til framangreindar
breytingar á skipulagstillögunni.
Skipulagsnefnd lagði til við bæj-
arstjórn að samþykkja deiliskipu-
lagstillöguna og að skipulagsfull-
trúa verði falið að senda hana til
Skipulagsstofnunar. Bæjarstjórn
samþykkti samhljóða tillögu skipu-
lagsnefndar.
Áningarstaðir sunnan við
Þorbjörn og vestan Lágafells
Þorbjörn og umhverfi hans er vinsælt til útivistar.
Hönnun sundlaugarsvæðis og
aðliggjandi mannvirkja var til
umfjöllunar á síðasta fundi frí-
stunda- og menningarnefndar
Grindavíkur. Ábendingar sem
bárust í kjölfar kynningarfundar
með íbúðum, sem haldinn var
nýverið, voru lagðar fram. For-
stöðumaður íþróttamannvirkja
og framkvæmdastjóri UMFG
sátu fundinn undir þessum lið.
Nefndin álítur að með fjölgun
íbúa, og samhliða mikilli uppbygg-
ingu á sundlaugarsvæðinu, ætti að
skapast tækifæri fyrir heilsutengda
starfsemi á vegum einkaaðila á
svæðinu. Nefndin vísar málinu til
afgreiðslu í bæjarráði.
Tækifæri fyrir heilsutengda starfsemi
á vegum einkaaðila á svæðinu
Sendu okkur
ábendingu um
áhugavert efni!
10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM