Víkurfréttir - 15.03.2023, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 15.03.2023, Blaðsíða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Almannavarnarástand skapaðist í Suðurnesjabæ í snjóþyngslum í desember. Suðurnesjabær var einangraður í fjóra sólarhringa. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri saman- tekt sem Almannavarnir Suðurnesja utan Grindavíkur hafa unnið. Ein af birtingamyndum snjóþyngslana í Suðurnesjabæ eru aðstæður sem sköpuðust við leikskóla sem er í byggingu við Byggðaveg í Sandgerði. „Leikskólinn fylltist af snjó,“ segir Bragi Guðmundsson, húsa- smíðameistari, sem byggir leikskólann. „Það eru stórir gluggar að norðan- og austan- verðu og við settum mótaflekana aftur fyrir þá til að verjast áhlaupinu. Þá kom bara snjórinn af heiðinni og fyllti að húsinu. Það myndaðist fimm metra hár skafl og snjórinn fór yfir þakið og sogaðist inn í húsið að framanverðu. Það fylltist það mikið að snjórinn náði upp undir loftaplötu.“ Smiðirnir tóku sér skóflu í hönd og þurftu að handmoka fjölmörg rými í skólabyggingunni. Þá var smágrafa sótt austur í sveitir og hún notuð til að moka snjó út úr húsinu. „Við vorum í viku eða tíu daga að hreinsa út úr skólanum og framkvæmdin var stopp í tíu daga út af veðri og vegna þess að þurfti að moka út.“ Aðspurður segir Bragi kostnaðinn hlaupa á milljónum króna. Hann hafi þó ekki lagt í þá vinnu að reikna það sérstaklega út. Mannskap- urinn hafi verið í snjómokstri í marga daga og smíðavinnan stopp. „Þegar gluggarnir í húsið komu þá þurfti að fá öfluga beltagröfu til að moka frá húsinu svo hægt væri að setja gluggana í. „Þetta var alveg ótrúlegt,“ segir Bragi og bætir við: „Þetta er með verri vetrum sem ég hef upplifað í smíðavinn- unni.“ Nágranni leikskólans er tjaldsvæðið í Sand- gerði og þar eru rekin gistihús allt árið. Loka þurfti gistihúsunum því við þau fylltist allt af snjó og hafðist ekki undan að moka gestina út. Nánar er fjallað um óveður og ófærð á síðu 7 í Víkurfréttum í dag og greint frá fundi almanna- varna um ástandið sem skapaðist. Leikskólinn fylltist af snjó í óveðri Kýrin kom fýluferð því nautið var að leika – sjá frétt frá sagnastund á Garðskaga – sjá íþróttaumfjöllun á síðum 14–15 n Smiðir í Suðurnesjabæ hafa fengið að kenna á snjóþungum vetri n Framkvæmdir stöðvuðust í tíu daga á meðan snjó var mokað úr nýbyggingunni n Með verri vetrum sem Bragi Guðmundsson hefur upplifað í smíðavinnunni MiniRent er ungt og mjög upprennandi fyrirtæki – sjá viðtal á síðu 4 Hugmyndin fæddist í matarklúbbi Nýtur sín í sveitasælunni Magnús Jón Kjartansson í viðtali Skoruðu níu mörk í Skotlandi Stórvirk vinnuvél grefur upp leikskólabygginguna eftir að veðrinu slotaði. Að neðan má sjá smágröfu að störfum inni í leikskólabyggingunni. Myndir/Svanur Kristjánsson 16.–19. mars Miðvikudagur 15. Mars 2023 // 11. tbl. // 44. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.