Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Side 8

Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Side 8
8 7. gr. — Viðskiptamannabók. 1 henni skal færður sérstak- ur reikningur yfir viðskipti við hvem viðskiptamann, önnur en þau, er hönd selur hendi. I bókina skulu viðskipti þau, sem færð eru í frumbækumar, skráð á sama hátt og þar, eða samanlagðar fjárhæðir þær í krónum og aurum, er úttekt eða innlegg nemur í hvert sinn samkvæmt frumbókunum. — Þó er leyfilegt, sé um úttekt að ræða, sem samið er um, að greiða skuli að fullu viku- eða mánaðarlega, að færa í við- skiptabókina samanlagðar fjárhæðir þær, sem úttekt hvers viðskiptamanns hefir numið um vikuna eða mánuðinn sam- kvæmt fmmbókunum, ennfremur að færa sameiginlegan reikning í viðskiptamannabók fyrir alla þá viðskiptamenn, sem aðeins hafa slík viðskipti. Við færslu á viðskiptamannabók sé ætið vísað til mót- færslna eða tilsvarandi færslna í öðrum bókum (t. d. sjóðbók, aðalbók, frumbókum o. s. frv.). Nota má lausblaðabækur sem viðskiptamannabækur, en þó því aðeins, að þá sé færður sameiginlegur viðskiptareikningur fyrir alla viðskiptamenn, er reikning hafa í viðskiptamanna- bók, í aðalbók, dagbók eða sjóðdagbók (sjá 8. gr.). 1 reikn- ing þennan má færa úttekt og innlegg viðskiptamanna saman- dregið eftir frumbókunum og öðrum bókum, enda sé vísað til þeirra til sönnunar færslunum. 8. gr. — Skylt er að færa eftirgreinda yfirlitsreikninga um reksturinn: 1. Heikning(a), er sýni brúttótekjur (t. d. í verzlunum reikn- ingur yfir keyptar og seldar vörur, í framleiðslufyrirtækj- um reikningur yfir seldar afurðir o. s. frv.). 2. Reikning(a), er sýni rekstrarkostnað. 3. Reikning(a), er sýni víxlaviðskipti (víxlareikning, accept- reikning). 4. Reikning(a), er sýni framlög og úttekt eiganda (eigenda) til og frá fyrirtækinu i peningum eða öðrum verðmætum. 5. Reikning(a), er sýni, hve mikið fé er lagt í byggingar,

x

Handbók fyrir hvern mann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Handbók fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/1786

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.