Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Qupperneq 11
11
15. gr. — Allar þær bækur, sem fyrirskipaðar eru með lög-
um þessum, ásamt fylgiskjölum, svo og bréf þau og sím-
skeyti, samrit bréfa og símskeyta, sem um ræðir í næstu grein
hér á undan, séu geymdar í 10 ár frá þvi síðast er ritað í
bækumar, og bréfin eða símskeytin móttekin eða send.
16. gr. — Nú er skuldar krafist innan þriggja missira frá
því er hún varð til, og skal þá það, sem skráð er í bækur
þær, sem fyrirskipaðar eru með lögum þessum, hafa það sönn-
unargildi, ef bækurnar eru vel og skipulega ritaðar, og engin
atvik liggja til, þau er gera bókunina grunsama, að álíta skal
það rétt, er í þeim stendur, ef aðili sá, er í hlut á, vill eigi
synja fyrir með eiði, að rétt sé bókað. Nú er hann dauður,
eða hann getur ekki eiðinn unnið sakir vitfirringar eða þvi-
umlíks, og má þá, ef engin atvik liggja svo til, að þau geri
það ísjárvert, dæma eiganda eða umráðamanni fyrirtækisins
heimilt að sanna sitt mál með eiði sínum, eða eiði þess manns,
er í bækumar hafði ritað það, er um var þrætt.
Að þeim fresti liðnum, sem að ofan er nefndur, missa bæk-
ur þær, sem fyrirskipaðar em með lögum þessum, það sér-
staka sönnunargildi, er þeim er veitt samkvæmt þessari grein,
þó aðeins gagnvart skiptavinum, sem sjálfir eru ekki bók-
haldsskyldir; en í viðskiptum milli bókhaldsskyldra halda
bækumar gildi sínu án tillits til frests þess, er að framan
var nefndur.
Nú em báðir málsaðiljar bókhaldsskyldir, og stendur sín
innfærsla um sama efnið í bókum hvors um sig, en ber eigi
saman, þá hefir hvorug innfærslan sérstakt sönnunargildi.
17. gr. — Sé að áliti lögreglustjóra ástæða til að ætla,
að einhver hlíti eigi ákvæðum þessara laga um bókhald, er
honum heimilt að rannsaka eða láta rannsaka bókhald hlut-
aðeiganda, og reynist bókhaldið eigi lögum þessum samkvæmt,
má ákveða hlutaðeiganda dagsektir, allt að kr. 25.00, unz
hann hefir komið því í lag.
18. gr. — Brot gegn 5. gr. varðar sektum, kr. 5.00—200.00.