Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Page 12

Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Page 12
12 19. gr. — Brot gegn 4. gr. og 6.—10. gr. varðar sektum, kr. 10.00—1000.00. Kveði svo mikið að brotinu gegn greinum þessum, að bókfærslan geti bersýnilega ekki náð tilgangi sínum, þannig að eigi sjáist, hversu rekstur fyrirtækisins gengur, hvemig efnum þess er varið eða hvemig hagur at- vinnurekandans stendur, varðar það auk sekta missi atvinnu- rekstrarleyfis eða stöðvun atvinnurekstrar um stundarsakir eða til fulls eftir atvikum. 20. gr. — Brot gegn 1. og 12.—15. gr. varða sektum sam- kvæmt 19. gr. Sé um fölsun verzlunarbóka að ræða, eða geri einhver í sviksamlegum tilgangi rangan efnahagsreikning, eða eyðileggi eða skjóti undan bókum þeim og skjölum, sem um getur í 14. og 15. gr., varðar það fangelsi, eða betmnar- húsvinnu, allt að tveimur árum, ef miklar sakir em. 21. gr. — Fara skal með mál út af brotum á lögum þessum og reglum sem almenn lögreglumál. 22. gr. — Numin em úr gildi með þessum lögum lög nr. 53 11. júlí 1911, um verzlunarbækur, og öll þau lagaákvæði, sem koma í bág við þessi lög. 23. gr. — Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1939. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér að hegða.

x

Handbók fyrir hvern mann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Handbók fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/1786

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.