Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Blaðsíða 2
2 Breiðholtsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Póstdreifing ehf.
1. tbl. 30. árgangur
Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti
JANÚAR 2023
Börn eiga rétt á frístundastyrk að upphæð 75 þúsund krónur
á þessu ári. Íþrótta og frístundastyrkurinn tryggir að öll börn
á aldrinum sex til 18 ára í Reykjavík geti tekið þátt í uppbyggilegu
frístundastarfi. Foreldrar og forráðamenn barna ráðstafa styrknum
í samstarfi við börn sín til námskeiðs sem hægt er að borga
með styrknum.
Þótt mörg börn sækja námskeið af ýmsum toga hefur þó ekki
þýtt að öll börn sæki námskeiðahald eða eigi kost á því.
Ástæður þess að börn taka ekki þátt frístundastarfi geta
verið af ýmsum toga. Mismunandi hugsunarháttur
fólks. Mismunandi uppruni getur komið við sögu. Fólk sem
er frá löndum eða búsvæðum þar sem ekki er sama hefð fyrir
frístundastarfi og hér áttar sig ef til vill ekki á þeim möguleiðum
sem felast í frístundastarfi. Efnahagur fólks á einnig þátt í máli.
Með frístundastyrknum er meðal annars verið að koma til móts
við þann vanda.
Full ástæða er til að hvetja foreldra, forráðamenn og börn til
þess að notfæra sér það frístundastarf sem er í boði. Með
frístundastarfi gefst börnum tækifæri til þess að læra og
þroskast umfram það sem hefðbundið skólastarf býður upp á.
Frístundastyrkurinn er til þess að gefa fólki kost á þessum sjálfsagða
möguleika í uppeldisstarfinu.
Frístundastyrkur
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
eða fáðu lyfin send heim
Pantaðu á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í yfir 60 ár
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið 9-18 virka daga.
Starfsnámsaðstaðan
stækkuð í FB
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari og Ásmundur Einar Daðason.
Mynd: Þórdís Erla Ágústsdóttir.
Stór viðburður varð í sögu Fjölbrauta skólans í
Breiðholti 19. janúar sl. Þá undirrituðu Ásmundur
Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra
og Dagur B. Eggertsson borgar stjóri viðauka við
samning um stækkun á starfsnámsaðstöðu við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Stækkunin nemur
alls um 2.400 fermetrum og er fyrir nám í húsasmíði,
rafvirkjun og listgreinum. Hin nýja verknámsbygging
mun rísa á byggingarreit skólans við Hraunberg sem
viðbót við Smiðjuna þar sem nú er kennd húsasmíði
og myndlist.
Þessi uppbygging á húsakosti skólans er brýn og afar
kærkomin sem viðbragð við aukinni aðsókn nemenda í
verk- og listgreinar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er einn
stærsti starfs- og listnámsskóli landsins og hafa umsóknir
um skólavist aldrei verið fleiri. Búist er við frekari fjölgun
á næstu misserum og mun þessi stækkun gera skólanum
kleift að veita nemendum sem í skólann sækja fyrirtaks
aðstöðu og þjónustu.
Húsið verður byggt samkvæmt stöðlum um sjálfbærni,
enda mikilvæg fyrirmynd fyrir þá kennslu sem þar
skal fara fram. Við hönnun byggingarinnar verður gert
ráð fyrir að hún uppfylli skilyrði um BREEAM vottun í
samræmi við Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021 til
2025. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar er 60% og
40% eins og kveðið er á um í lögum um framhaldsskóla.
Að undirritun lokinni var ráðherra og borgarstjóra boðið
til hádegisverðar í mötuneyti nemenda ásamt yfirstjórn
skólans, formanni og varaformanni nemendafélagsins,
sviðstjórum rafmagns, húsasmíði og listgreina ásamt
fulltrúum nemenda af þessum brautum.
Orkustöðin við
Suðurfell römpuð upp
Orkustöðin við Suðurfelli í Breiðholti hefur verið
römpuð upp. Var það gert í samstarfi Römpum upp
Ísland og Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra.
Orkustöðin í Suðurfelli er fyrsta bensínstöð landsins
sem er aðgengileg fyrir hreyfihamlaða.
Ramparnir voru formlega teknir í notkun þegar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabanda-
lagsins, og Margrét Lilja Arnheiðardóttir formaður
Sjálfsbjargar, mættu og fylltu á tankinn. Aðgengi hreyfi-
hamlaðra er bætt með því að hækka stéttina í kringum
þrjár bensíndælur og færa greiðsluvélarnar neðar.
Bílastæðin hafa einnig verið breikkuð og allt aðgengi að
og inn í verslunum verið rampað upp. Auk orkugjafa
þá eru Lyfjaval og Sbarro með verslun og þjónustu í
Suðurfelli Breiðholti og settir hafa verið sjálfvirkir
hurðaopnar, aðgengilegt salerni og borð í réttri hæð.
Samankomin við Orkuna við Suðurfell. Á hópmyndinni eru forsvarsaðilar frá Orkunni, Römpum upp
Ísland, Sjálfsbjörg, Öryrkjabandalaginu, Hverfisstjórn Breiðholts, Innviðaráðuneytinu og mennta- og
barnamálaráðuneytinu.
www.borgarblod.is