Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Blaðsíða 14
14 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2023 Frístundakortið er hvatn­ ing Reykjavíkurborgar til barna og unglingar til iðkun ar íþrótta og frístunda. Þannig er öllum börnum og unglingum gert kleift að stunda eitthvað við hæfi óháð efnahag. Allir geta stundað uppibyggilegar íþróttir og frístundir. Framlagið hefur verið aukið í 75.000 kr. og ætti það að vera enn frekari hvatning. Fjölmargt er í boði og fjölbreytnin hefur aukist til muna í Breiðholti síðustu misserin, hvort sem um ræðir framboð í íþróttastarfinu en einnig frístundum ýmiskonar. Dæmin hafa verið tekin fram í fyrri pistlum okkar eins og badminton, blak, bandý, námskeið á vegum Miðbergs og listir ýmiskonar. Í byrjun árs viljum við hvetja foreldra til að nýta framlagið sem best. Öll börn sem hafa lögheimili í Reykjavík hafa rétt til að nýta þessar 75.000 kr. við skráningu. Börn sem eru á fyrstu tveimur aldursskeiðum grunnskóla geta þar að auki nýtt sér að prófa tvo möguleika, íþróttafélögin fá greiðslu á móti. Það virkar þannig að með því að skrá sig í ,,tvennu“ (á síðu íþróttafélaganna) greiðir barnið hálft gjald því borgin greiðir helminginn á móti. Þannig geta foreldra nýtt frístundastyrkinn enn betur og barnið getur prófað sig áfram í tvær greinar í stað einnar. Fyrirkomulag Reykjavíkurborgar hefur sýnt sig vera hvetjandi til iðkunar án nokkurs vafa og hafa mörg sveitarfélög tekið kerfið upp. Auk þessa hafa mörg sveitarfélög frá löndunum í kring komið og skoðað þá virkni sem frístundakortið er að gera fyrir okkur og tekið það upp. Það má því segja að við höfum gott kerfi til að hvetja til íþrótta og frístunda hér í borginni. En betur má ef duga skal. Við höfum síðastliðin tvö ár, í verkefninu frístundir í Breiðholti og í raun miklu lengur, unnið hörðum höndum að því að hvetja börn og foreldra til að vera virk og nota styrkinn. Við erum í vegferð þar sem allir eiga að vera virkir. Sú vegferð mun taka tíma, þó tilraunaverkið frístundir í Breiðholti endi í ár, og ætlum að ná þeim árangri í samvinnu við ykkur öll. Nýtum þetta framlag fyrir börnin okkar. Jóhannes Guðlaugsson. Mikilvægt að foreldrar nýti aukið framlag borgarinnar til íþrótta og frístunda HEILSUEFLANDI BREIÐHOLT GETRAUNIR.IS GETRAUNIR.ISGETRAUNANÚMER LEIKNIS ER 109 Jóhannes Guðlaugsson. Sóknarmaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir samning og leikur með Leiknisliðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Omar Sowe skoraði tvö mörk í sautján leikjum fyrir Breiðablik í Bestu deildinni síðasta sumar. Omar Sowe er 22 ára Gambíumaður sem var hjá New York Red Bulls í Bandaríkjunum áður en hann fór á láni til Breiðabliks. Leiknir bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka framherja. Bjóðum Omar Sowe hjartanlega velkominn í Leiknis-fjölskylduna. Omar Sowe mættur í Leikni Davíð Júlían Jónsson var á reynslu hjá hollenska liðinu NEC Nijmegen í viku. Davíð steig upp sem einn af björtu punktum seinni helmings tímabilsins í Bestu deildinni í fyrra. Hann hafði fyrir þann tíma verði á láni hjá Þrótti Vogum fyrri part sumars án þess að fá mörg tækifæri. Kappinn er 18 ára miðjumaður sem var fyrirliði 2. flokks áður en hann steig endanlega upp í meistaraflokk í fyrra. Davíð er virkilega spennandi Leiknismaður og það verður gaman að fylgjast með honum á næstunni, hvort sem hann ílengist erlendis eða leggi sín lóð á vogarskálarnar fyrir Stoltið í sumar. NEC-félagið þekkja Íslendingar ágætlega en Hannes Þór Halldórsson spilaði þar um árið og það var þar sem hann kynntist Guy Smit sem stóð öskrandi milli stanganna í 111 þangað til fyrir ekki svo löngu síðan. Davíð Júlían til reynslu í Hollandi Omar Sowe ásamt Vigfúsi þjálfara meistaraflokks Leiknis. Stefán Gíslason hefur verið útnefndur skíðakarl ÍR 2022 og Signý Sveinbjörnsdóttir var útnefnd skíðakona ÍR 2022. Signý hóf árið á því að keppa á HM unglinga í Kanada og stóð hún sig mjög vel. Einnig keppti Signý á Ólympíuleikum æskunnar í Finnlandi í fyrravetur. Ógleymanleg upplifun og reynsla fyrir Signýju. Signý var krýnd bikarmeistari Skíðasambands Íslands í kvennaflokki í alpagreinum á Landsmóti sl. vor og Stefán stóð sig sömuleiðis vel á því móti og var meðal annars á palli í svigi í U18 ára flokknum. Signý og Stefán æfa fyrir hönd skíðadeildar ÍR, með sameiginlegu skíðaliði Reykjavíkur og Breiðabliks. Æfingatímabilið fyrir veturinn 2022 til 2023 hófst í hitabylgju í ágúst í skíðahúsi í Hollandi. Í október var ferðinni heitið á Hintertux jökul í Austurríki þar sem þau æfðu við toppaðstæður. Í nóvember var farið í æfingaferð til Senales á Ítalíu, sömuleiðis mikið æfingagleði og toppaðstæður fyrir okkar fólk. Í desember var svo stefnan sett á skíðamót í Austurríki og Ítalíu og að þeim loknum var stutt jólafrí heima á Íslandi. Núna í lok árs dvelja þau svo með skíðaliðinu sínu í Ölpunum og er stefnan sett á fjöldann allan af skíðamótum í Austurríki og Ítalíu. Signý og Stefán skíðafólk ÍR 2022 Signý Sveinbjörnsdóttir og Stefán Gíslason skíðafólk ÍR 2022. Myndin var tekin á Landsmóti vorið 2022. www.leiknir.com

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.