Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Blaðsíða 6
6 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2023
Nú er hægt að sækja um í hverfissjóð tvisvar á ári. Hægt verður
að sækja um í sjóðinn frá 15. mars til 15. apríl og frá 15. september
til 15. október ár hvert. Með því að hafa umsóknartímabil tvisvar á
ári þykir jafnræði aukast á milli umsækjenda hvað varðar úthlutun
úr sjóðnum yfir árið. Einnig verður þetta til þess að einfalda feril
umsókna og úthlutunar auk þess sem afgreiðsla styrkumsókna í
íbúaráðum Reykjavíkurborgar yrði markvissari.
Breytingin gerir styrkumsækjendum kleift að skipuleggja verkefni
sín enn frekar með tilliti umsóknartímans þar sem verkefnin eru oft
á tíðum árstíðabundin. Tilgangur hverfissjóðs er að efla félagsauð,
samstöðu og samvinnu íbúa í hverfum Borgarinnar, stuðla að fegrun
hverfa, auka öryggi og auðga mannlíf með fjölbreyttum hætti þannig
að tekið sé mið af þörfum íbúa. Sjóðurinn styrkir þá sem vilja leggja
sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða
viðburðum. Lögð er áhersla á að styrkja verkefni sem nýtast öllum
eða stórum hluta íbúa hverfisins, stuðla að þátttöku fjölbreyttra hópa
í mannlífi hverfisins eða miða að fegrun eða uppbyggingu svæða sem
nýtast stórum hluta íbúa.
Séð yfir Neðra Breiðholt.
Hægt að
sækja um
tvisvar á ári
Á síðasta fundi íbúaráðs Breiðholts kom
fram að vart verði metið til fjár hversu mikilvægt
samfélagslegt framlag sé af starfsemi foreldrafélaga.
Dæmi og rannsóknir sýni að þátttaka og sýnileiki
foreldra skipti miklu máli þegar kemur að forvörnum
barna í skóla- og tómstundastarfi.
Þá kemur fram í bókun ráðsins að samvinna og
samkennd virðist einkenna starfsemi foreldrafélaganna
í Breiðholti. Því einstaklega virðinga- og þakkarvert
samfélagslegt framlag foreldrasamfélagsins í Breiðholti.
Íbúaráðið vill hvetja foreldrafélögin áfram til dáða í þeirri
áskorun sem fram undan er eftir veirufaraldurinn að
auka þátttöku, takast á við hegðunarvanda og finna leiðir
til að virkja fjölbreyttari félagsauð foreldra og barna í
starfinu sem fram undan er.
Styrkir veittir
Ráðið samþykkt einnig að veita Foreldrafélagi
Breiðholtsskóla styrk að upphæð kr. 150.000 vegna
verkefnisins Jólaföndur. Samþykkt að veita ÍR styrk
að upphæð kr. 730.000 vegna verkefnisins Þorrablót
ÍR. Samþykkt var að veita Hollvinum Árskóga
styrk að upphæð kr. 400.000, vegna verkefnisins
Líkamsræktarhorn Árskóga og samþykkt að veita
Steinunni Þórarinsdóttur styrk að upphæð kr. 50.000,
vegna verkefnisins Áfram krakkar.
Leggur áherslu á
starf foreldrafélaganna
Sara Björg Sigurðardóttir formaður íbúaráðs Breiðholts.
Hverfissjóður
Íbúaráð Breiðholts
Fjölskyldumiðstöðin og félagsstarfið í Gerðubergi
byggir á traustum grunni eftir áratuga starfsemi. Í
október sl. létu af störfum þær Elísabet Karlsdóttir
forstöðumaður og Álfhildur Hallgrímsdóttir
verkefnastjóri sem stýrt höfðu starfinu með farsælum
hætti undanfarin ár. Við þeirra störfum tóku Mariska
Kappert félagsráðgjafi sem forstöðumaður og Mirela
Protopapa sem verkefnisstjóri. Í byrjun nýs árs
er lögð áhersla á að halda farsælu starfi gangandi
og að bæta við starfsemi sem eftirspurn er eftir í
samfélaginu hverju sinni.
Kaffistofan og hannyrðaaðstaðan í Búkollulaut er
opið alla daga frá 08:30-16:00 og allir eru velkomnir
í kaffi, spjall, handavinnu eða að lesa blaðið. Hinir
vinsælu danstímar Auðar Hörpu er komnir af stað á ný
svo allir geta byrjað vikuna með glans á mánudögum.
Vinsæli félagsvistarhópurinn okkar kemur saman á
miðvikudögum kl. 13:00. og línudansinn á sinn sess á
fimmtudagsmorgnum frá kl. 11:00. Prjónakaffið okkar
er frá kl 10:00 á föstudögum þar sem stór hópur kemur
saman til að prjóna og spjalla. Söngfuglar geta komið
við á mánadögum og föstudögum kl. 13:00 en þá æfir
Gerðubergskórinn og er nóg pláss fyrir fleiri söngvara.
Auk þess sem hér er nefnt er fjöldi annarra atriða á
dagskránni alla vikuna. Þá hefur TINNU-verkefnið
aðsetur í Fjölskyldumiðstöðinni en tilgangur þess er að
auka lífsgæði foreldra og barna, rjúfa vítahring fátæktar
og um leið félagslega arfinn þ.e. að auka líkurnar á
að börnum þessara foreldra vegni betur í framtíðinni
en foreldrunum.
Ný starfsemi
Með breyttri íbúasamsetningu í Breiðholti undanfarin
ár hefur skapast þörf fyrir að skapa aðstöðu og tækifæri
fyrir fólk með fjölbreyttan bakgrunn til að hitta fólk,
taka þátt í félagsstarfi og mynda tengsl til að verða
virkir þátttakendur í samfélaginu. Fyrir utan reglulega
starfsemi okkar eru nýir og spennandi hlutir að gerast.
Pólska bókasafnið hefur nú flutt starfsemi sína í
aðstöðu Fjölskyldumiðstöðvarinnar á neðri hæðinni
í Gerðubergi. Á miðvikudögum milli 15:30 og 18:30 er
fólk velkomið til að fá lánaðar pólskar bækur. Formleg
opnun pólska bókasafnsins í Gerðubergi verður svo í
febrúar og auglýst nánar þegar nær dregur. Við höfum
einnig sett af stað zumba-námskeið fyrir konur af
erlendum uppruna sem ganga í hijab. Áhugafólk um
skák er velkomið á miðvikudögum milli 18:30 – 20:30.
Á nýju ári verður líka komið að stað heimanámsaðstoð
fyrir börn í samstarfi við grunnskóla hverfisins.
Kallað eftir hugmyndum og tillögum
Hvetjum fólk til að kynna sér starfsemina og taka þátt í
starfi hinna ýmsu hópa. Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Hægt er að sjá dagskrána okkar á facebook https://www.
facebook.com/gerduberg111 eða í Morgunblaðinu.
Fjölskyldumiðstöðin í Gerðubergi
Ræktun hefur verið eitt af verkefnum í félagsstarfinu í
Gerðubergi og notið vinsælda.
Nýtt ár með
fjölbreyttri dagskrá
Tölvunámskeið í félagsstarfinu í Gerðubergi.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár