Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Side 2
Verslun N1
Friðarhöfn, Vestmannaeyjum, 481-1127
ALLA LEIÐ
Skoðaðu
fleiri tilboð
í vefverslun
okkar
Handþvottakrem
Manista 3 lítra handþvottakrem.
Mest selda handþvottakrem
á Íslandi í mörg ár.
Tork pappírsrúlla
Hvít pappírsrúlla með kjarna,
510 m 2f.
Tork gólfstatíf
Gólfstatíf á hjólum, fyrir
stórar rúllur. Hægt að fá
ruslastand sem aukahlut
á stand.
Sópsett
Hvítt sópsett með löngu
skafti, hentar vel við
hvers konar þrif.
Sótthreinsistandur
Gólfstandur fyrir handsótthreinsi.
Hentar vel á vinnustaði og í önnur
opin rými.
Regnjakki
og regnbuxur
Regnjakki og regnbuxur, EN471
vottuð samkvæmt sýnileikastaðli.
320 gr. Litur: Gulur og appelsínugulur.
Stærðir: S-3XL.
Tilboð í apríl
Það hefur sett svip sinn á
bæjarbraginn þegar skemmti-
ferðaskip liggja við bryggju
í Vestmannaeyjum. Stöðug
aukning hefur verið í komum
skemmtiferðaskipa síðustu ár í
aðdraganda heimsfaraldursins
og nú er svo komið að skipin
eru farin að skipta verulegu
máli varðandi rekstur Vest-
mannaeyjahafnar. Alls voru 90
skip bókuð til Vestmannaeyja
fyrir sumarið 2020 en niður-
staðan varð fimm skipakomur
allar seinnipart sumars.
Dóra Björk Gunnarsdóttir
hafnarstjóri sagði í samtali
við Eyjafréttir að 85 væru
skip bókuð til Vestmannaeyja
í sumar en þegar mest var
voru þau 96 talsins. Dóra
segir frekar eiga von á því að
af bókunum komi til með að
fjölga eitthvað.
Fluttar voru fréttir af því
í liðinni viku að von væri á
skemmtiferðaskipum til land-
sins með bólusetta farþega og
af bókanir hjá stóru höfnunum
væru færri en á sama tíma fyrir
ári síðan. Dóra segir of snemmt
að segja til um það hvort von
sé á farþegum hingað gegn
því að framvísa mótefna- eða
bólusetningarvottorðum. Erfitt
sé að segja til um það hvaða
sóttvarnarreglur verði í gildi í
sumar. Varðandi sumarið 2022
segir Dóra bókanir fara vel af
stað og nú þegar séu 64 skip
bókuð til Vestmannaeyja.
Nýjar reglur um sóttvarnir
taka gildi í dag. Almennar
fjöldatakmarkanir fara úr 10 í
20 manns, hægt verður að hefja
íþróttastarf, sund og heilsurækt
með takmörkunum, sviðslistir
einnig og skíðasvæðin geta
opnað á ný. Í skólum breytast
nálægðarmörk á öllum skólas-
tigum úr 2 metrum í 1 og
leik- og grunnskólabörnum
verður heimilt að stunda
skipulagt íþrótta-, æskulýðs-
og tómstundastarf á ný. Þetta
er megininntak tilslakana
á sóttvarnareglum sem
heilbrigðisráðherra kynnti
á fundi ríkisstjórnarinnar á
þriðjudag og eru í samræmi
við tillögur sóttvarnalæknis.
Reglugerðir um breytingarnar
eru í vinnslu og verða birtar
síðar í dag. Gert er ráð fyrir að
þær gildi í 3 vikur.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis
kemur fram að frá því að
aðgerðir á landamærum voru
hertar síðast, m.a. með kröfu
um sýnatöku hjá börnum og
ferðamönnum með vottorð
um bólusetningu eða fyrri
sýkingu og auknu eftirliti með
þeim sem dveljast í sóttkví
eða einangrun, hafi daglegum
smitum fækkað. Þannig hafi
tekist að koma í veg fyrir stærri
hópsýkingu eða útbreiðslu
smita. Sóttvarnalæknir bendir
þó á að ekki hafi tekist að
uppræta veiruna úr sam-
félaginu. Áfram þurfi að
viðhafa fyllstu aðgát vegna
mikillar útbreiðslu í nálægum
löndum og nýrra afbrigða
veirunnar. Ýtrasta varkárni á
landamærunum sé lykillinn á
tilslökunum innanlands.
Staðan á sjúkrahúsum er
góð, aðeins einn sjúklingur er
inniliggjandi með COVID-19
og búið er að bólusetja langt
yfir 90% þeirra sem eru 70 ára
og eldri líkt og sóttvarnalæknir
bendir á en hann leggur þó
áherslu á að fara beri hægt í að
aflétta takmörkunum meðan
verið sá að ná góðum tökum
á smitum á landamærum og
fjölga í hópi bólusettra.
Skemmtiferðaskip
boða forföll
Úr 10 í 20 manns
Víðtækar tilslakanir innanlands
Mergur
málsins?
Nói, sjálfur, Síríus hefur ekki
viljað gefa upp hvaða málsháttur
var settur í páskaegg Páls
Magnússonar þetta árið. En það
var nefnilega á páskadag sem
hann dró til baka tveggja mánaða
gamalt framboð sitt til endurkjörs
Alþingis. Kunnugt skipar Páll
oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu
segir að ákvörðun hafi í raun
verið tekin um áramót en tíminn
hafi svo leitt þessa endanlegu
niðurstöðu í ljós. Á þessum
mánuðum virðist samt lítið
annað breyst í samfélaginu en að
tíu manna jólakúlur samkomu-
takmarkana stjórnvalda breyttust í
tíu manna páskahreiður, eða eitt-
hvað þess háttar. Því pískra margir
yfir þessum pælingum Páls.
Páll segir áhugann, fyrir störfum
Alþingis og þjónustu samfélag-
sins, hafa dofnað og neistinn
kulnað. Hvergi kemur það þó
fram hvort að niðurstaða í nýlegri
keyptri vinsældakönnun, sem
fjallað hefur verið um áður, hafi
gert útslagið við ákvörðunar-
tökuna. Eldmóður fyrri stuðnings-
manna hafi hugsanlega ekki
lengur verið til staðar og fáir til
þess að blása lífi í glæðurnar.
Honum hefur þótt erfitt úr öskunni
að rísa.
Tilkynningin um þessa margra
mánaða niðurstöðu barst aðeins
nokkrum dögum áður en fram-
boðsfrestur prófkjörsins rann
sitt skeið. Rausnarlega gaf
hann þannig mögulega nýjum
einstaklingum skamman tíma til
þess að sækjast eftir, nú auðu,
oddvitasætinu. Þó höfðu vissulega
tveir frambjóðendur þegar gert
slíðrin klár og skorað þing-
manninn á hólm. En einn síns
liðs á vígvellinum hefur hann nú
varnarlaus hörfað.
Í kaffiskúrum heyrast ýmsar get-
gátur um málsháttinn alræmda
sem fældi Pál aftur undir feld
þann dag sem Jesús reis úr rekkju.
Líklegastir þykja „Af vondu leðri
gerast ei góðir skór“, „Þekkist
hver af sínum verkum“ og „Upp
komast svik um síðir“.
SKÚRINN
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549.
Ritstjórn og ábyrgð: Sindri Ólafsson og Margrét Rós
Ingólfsdóttir - sindri@eyjafrettir.is - margret@eyjafrettir.is.
Umbrot: Kristinn Pálsson.
Blaðamenn: Salka Sól Örvarsdóttir.
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf.
Sími: 481 1300
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is
Veffang: www.eyjafrettir.is
EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Björgunarfélag Vestmannaeyja
hlaut nýverið ríkulegan styrk
frá Kvenfélaginu Heimaey en
félagskonur færðu Björgunar-
félaginu 300.000 krónur að
gjöf. Styrkir sem þessir koma
félaginu vel við kaup á búnaði
og þjálfun félagsmanna.
Björgunarfélag Vestmannaeyja
færir Kvenfélaginu Heimaey
þakkir fyrir gjöfina og hlýhug
sem félagskonur sýna félaginu
með gjöfinni.
Kvenfélagið Heimaey styrkir
Björgunarfélag Vestmannaeyja
Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað mikið á síðustu árum.