Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Side 10
10 | | 15. apríl 2021 Klumban er matarmikill hluti þorsksins sem hingað til hefur verið vannýttur. Jarl Sigurgeirsson skólastjóri Tónlistaskólans í Vestmannaeyjum hefur gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á suðurlandi sem fyrirhugað er 29. maí næstkomandi. Jarl setur stefnuna á 4. sæti listans og segist spenntur fyrir verkefninu. Jarl er Eyjamaðurinn í blaði Eyjafrétta að þessu sinni. Nafn: Jarl Sigurgeirsson Fæðingardagur: 03.11.1967 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Í sambúð með Sigurveigu Steinarsdóttur frá Þingeyri við Dýrafjörð. Á fimm börn á aldrinum 10-33 ára. Gísla Val, Ísak Mána, Lúkas Elí, Steineyju Örnu og Lovísu Ingibjörgu. Þrjú tengdabörn og 4 barnabörn. Foreldrar mínir eru Sigurgeir Jónsson frá Þorlaugar- gerði og Katrín Magnúsdóttir frá Ketilsstöðum í Hvammssveit. Uppáhalds vefsíða: Eyjafrettir.is, guitarparty.com Aðaláhugamál: Tónlist, fjölskylda og vinir, pólitík, torfærumótorhjól, karate og önnur hreyfing. Uppáhalds app: Onsong, spotify Uppáhalds hlaðvarp: „Í ljósi sögunnar“ finnst mér gott Uppáhalds matur: Gott kjöt Versti matur: Hef einu sinni fengið vondan mat. Það var sigin grásleppa. Líklega hefur hún verið eitthvað skemmd. Hvað óttastu: Að eitthvað hendi mína nánustu. Mottó í lífinu: Það er of seint að lifa lífinu þegar það er búið. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég væri til í að hitta Jesú Krist Hvaða bók lastu síðast: Man‘s search for meaning. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV alltaf alls staðar Ertu hjátrúarfullur: Já, ég myndi segja það. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir eru frábærar. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Mér finnst nánast öll tónlist frábær. Ef ég þarf að velja eitt- hvað að hlusta á þá set ég oftast Júníus Meyvant. Úti að hlaupa þá er það Rammstein í botni. Hvað rak þig í framboð: Ég hef verið viðriðinn pólitík í hartnær 20 ár og finnst það frábært. Það var mikil hugljómun fyrir mig á sínum tíma að átta mig á því hversu gefandi starfið er og einnig hversu vel grastrótarstarfið virkar upp í efstu lög stjórnkerfisins. Ég hef líka séð hversu mikilvægt grasrótarstarf er fyrir fulltrúa okkar í bæjarmálunum. Hugsa að fólk almennt átti sig ekki á því starfi sem liggur þar að baki ákvörðunum sem teknar eru í nefndum og bæjarsjórn. Ég hef verið tvennar síðustu alþingiskosningar í 10. sæti í Suðurkjördæmi. Ég fékk mikla hvatningu bæði hér heima og eins frá fólki í starfinu í kjördæminu um að fara fram núna og bjóða mig hærra. Ég fann að mig langaði að taka mitt pólitíska starf skrefinu lengra, ég hef einnig talað fyrir því að við Eyjamenn eigum að eiga aðila á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Ég sló því til á miðvikudaginn þegar frestur til framboðs var að renna út og setti inn framboð mitt til 4.sætis. Hvernig leggst baráttan í þig: Baráttan leggst mjög vel í mig. Ég hef fengið fjölda hringinga og skeyta þar sem lýst er ánægju með framboð mitt og mér heitið stuðningi. Einnig hef ég heyrt frá nokkrum öðrum frambjóðendum sem taka mér opnum örmum í framboðshópinn. Mér líst mjög vel á hópinn sem býður fram og tel okkur í góðu færi að geta boðið fram öflugan lista í kjördæminu að loknu prófkjöri. Það er því mikil tilhlökkun hjá mér, bæði að taka þátt í próf- kjörinu og svo í framhaldinu að taka þátt í kosningum í haust. Planið er að tryggja Eyjamann í 4. sætið. Ég held að það skili okkur fjórum þingmönnum í kosn- ingunum. Þannig á þetta að vera. Eitthvað að lokum: Ég hvet fólk til að taka þátt í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram mun fara 29. maí. Þakka my brother from another mother Inga Frey kærlega fyrir áskorunina (draumur að rætast). Ég ætla að bjóða uppá kjúll- rétt eins og hann bað um. 900 gr kjúllabringur 150 gr beikon skorið í bita 1 rauðlaukur saxaður smátt 3 hvítlauksrif pressuð 3 gulrætur skornar í sneiðar salt og pipar 1 dós sýrður rjómi 36% 3+ dl rjómi 2 dl rifinn parmesanostur eða mozzarella 1 tsk kjúllakraftur 1 tsk sambal oelek chillimauk 3 msk sweet chilí sósa 1 msk soja sósa Beikonið skorið í bita og steikt á pönnu þar til svo veitt af pönnunni og fitan skilinn eftir. Kjúklingurinn skorinn í bita saltaður og pipraður og steiktur ásamt rauðlauknum þar til hann hefur náð góðri steikingarhúð, Þá er gulrótunum og hvítlauknum bætt útá pönnuna, því næst sýrðum rjóma, rjómanum, parmesanostinum, kjúllakrafti, chilimauki, sweet chili sósu, sojasósu ásamt beikoninu og látið malla í 15 mín. Gott að hafa hrísgrjón og hvítlauksbrauð sem meðlæti. Bon appetit. Skora svo á coach Erling Birgi Richardsson, Veit af góðri reynslu að Vigdís er snillingur í eldhúsinu þannig að hún má hjálpa honum (þar sem hann veit ekki hvar eldhúsið er í húsinu). EYJAMAÐURINN MATGÆÐINGURINN Hlustar á Rammstein í botni Kjúlli með sweet chili, beikoni og fl. Jarl Sigurgeirsson Huginn Helgason Páll Magnússon ætlar ekki fram 4. apríl 2021 Páll Magnússon þingmaður greindi frá því á facebook síðu sinni að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í næsta mánuði. Laun í vinnuskólanum hækka um 7,1% 5. apríl 2021 Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021. Lagt er til að laun fyrir sumarið hækki og að í framtíðinni verði laun tengd sem hlutfall tímavinnukaups í dagvinnu í launatöflu stéttarfélags. Mokveiði bæði í þorski og ýsu 7. apríl 2021 Ísfisktogarar Bergs-Hugins, Bergey VE og Vestmannaey VE, komu báðir með fullfermi til Eyja. Ásta Björt semur við Hauka 8. apríl 2021 Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert samning við handknattleiksdeild Hauka um að leika með meistaraflokki félagsins næstu 3 árin. Ásta Björt hefur leikið allan sinn feril hjá ÍBV. Róbert áfram hjá ÍBV 8. apríl 2021 Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Róbert er á sínu fjórða tímabili hjá ÍBV en hann kom til liðs við liðið frá Akureyri árið 2017. Fyrsti kafari veraldar sem heilsar upp á loðnutorfu í sjó 9. apríl 2021 Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. ...fylgstu með! EYJAFRÉTTIR.IS

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.