Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Side 4

Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Side 4
Nokkrir heldri menn sitja á spjalli á Kaffi Tári í Kringlunni. Þeir hittast til að ræða dag og veg og önnur málefni sem ber að á hverjum tíma. Þegar klukkan fer að ganga tólf taka sumir þeirra að ókyrrast. Einhver lítur á skilaboð í síma sínum og umræðuefnið breytist. Hvað er í matinn í dag spyr einn þeirra. Ég þarf að hafa mig aðeins til segir annar. Um hvað eru þeir að tala. Sumir þeirra eiga sér annan samastað í hádeginu. Þeir eru að fara að borða í samfélagshúsinu á Vitatorgi. Þar er hádegismatur alla daga hvort sem um virka daga, sunnudaga eða hátíðisdaga er að ræða og alltaf hægt að koma án þess að tilkynna sig fyrir fram. Þetta hentar þeim vel. Sumir þeirra búa einir en aðrir halda heimili með eiginkonum eða fjölskyldumeðlimum. Það fækkar í hópnum. Sumir halda á Vitatorg. En hvað er samfélagshús. Er það hádegismatur fyrir heldri borgara eða er fleira þar að finna. Vesturbæjarblaðið gerði sér ferð á Vitatorg einn morgun til að grennslast fyrir um starfsemi sem þar fer fram. Þar hitti tíðindamaður fyrir Drífu Baldursdóttur forstöðumann og verkefnisstjóra samfélagshús- sins. Hún er Borgfirðingur. Fædd og uppalin í Borgarnesi en flutti til Reykjavíkur þegar hún hóf nám við Háskóla Íslands rétt rúmlega tvítug. ”Ég er búin að vera í Vesturbænum í Reykjavík síðan. Ég hef búið lengur í Vesturbænum en í Borgarnesi. Ég get litið á mig sem Vesturbæing af Borgfirskum uppruna.” Hvað kom Drífu til að yfirgefa heimahagana. ”Námslöngunin rak mig að heiman,” segir hún. ”Ég fór í uppeldis- og menntunarfræði sem BA nám við Háskóla Íslands og bætti svo lýðheilsufræðinni við til mastersprófs. Lýðheilsufræðin er ein af nýrri námsgreinunum. Hún nær inn á nokkur svið eins og nafnið bendir til. Heilbrigðisfræði eru hluti af henni. Þar er lögð mikil áhersla á forvarnir og þau fræði heilluðu mig auk þess að vinna að heilsu eflingu. Heilsueflingin er eitt af stærstu málunum sem ég er að fást við hér á Lindargötunni.” Vesturbærinn eins og sjálfstæður bær En aðeins nánar að Vestur- bænum. ”Ég kann vel við mig þar. Mér finnst Vesturbærinn fullkomin blanda af umhverfi og mannlífi. Vestur bær inn er á mörkum bæjar hluta sem íbúðahverfis og Miðborgar innar. Þetta eru tveir skemmtilegir borgarhlutar. Ég kem utan af landi og ég finn ákveðna hverfisstemningu í Vesturbænum. Mér finnst stundum að Vestur- bærinn sé eins og sjálfstæður bær þótt hann sé við hliðina á Miðborginni. Ég finn fyrir að fólki líður vel og er ánægt. KR skapar ákveðna stemningu í Vestur bænum. Krakkarnir eru í íþróttastarfi. Börnin mín hafa öll æft íþróttir með KR og dætur mínar eru byrjaðar að spila körfubolta og fótbolta með meistara flokki KR. Þau finna sér félagsskap og stunda heilsusamlegt líferni þar. Ég get fullyrt af minni reynslu er Vesturbærinn er mjög gott hverfi til að búa.” Sex ár á Vitatorgi Við snúum okkur að störfum Drífu sem að miklu leyti hafa tengst Reykjavíkurborg með einum eða öðrum hætti. ”Ég er búin að vinna að mestu hjá Reykjavíkurborg frá því ég lauk námi. Ég starfaði í um átta ár á velferðarsviði borgarinnar. Vann líka á skóla- og frístunda- sviði, meðal annars deildarstjóri á leikskóla og leiðbeinandi í vinnuskóla borgarinnar. Nú eru að verða sex ár síðan ég kom hingað á Vitatorg.” Hjartað í hverfinu Hvað er samfélagshús. ”Samfé- lagshús er öllu meira en mötuneyti. Við viljum meina að samfélagshú- sin séu hjartað í hverfinu og byggir á mjög fjölbreyttri starfsemi. Aðal markmiðið með þessum húsum er að stuðla að bættri líðan fólks og heilsu. Þetta starf er fyrir fólk á öllum aldri þótt stundum sé álitið að það snúist fyrst og fremst um heldri borgara. Um fólk sem er komið af starfsaldri og á eftirlaun. En það er misskilningur. Lýðheilsuverkefnin snerta alla bæði yngri og eldri og allt þar á milli.” Eru samfélagshúsin opin öllum. ”Já, þau eru öllum opin. Ég vil taka sérstaklega fram að allir eru velkomnir til okkar. Enginn þarf að fara í gegnum mat hvorki hvað aldur, heilsufar eða hæfni varðar. Enginn þarf að skrá sig. Fólk getur komið inn af götunni alla virka daga á milli kl. 08:30 og 16:30 sem er almennur opnunartími. Eftir klukkan fimm er líka starfsemi en þá fremur fyrir hópa sem skrá sig í sérstök verkefni. Þannig er dagskrá Vesturbæjarblaðið APRÍL 2023 Lýðheilsuverkefnin snerta alla Drífa Baldursdóttir fyrir utan Vitatorg. - glæsileg umgjörð í samfélagshúsinu á Vitatorgi 4 STÍLBÓKSTÍLBÓK Sjálfstætt starfandi apótek sem býður persónulega þjónustu og hagstæð verð á lyfjum og öðrum heilsutengdum vörum. L a u g a v e g i 5 3 b S: 414 4646 Elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sérkjara hjá Íslands Apóteki Opnunartímar: Mán-Fös: 10:00-18:00 Laugardaga 10:00-16:00 Sunnudaga: Lokað

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.