Vesturbæjarblaðið - jan. 2023, Blaðsíða 5
og hönnun. Þetta starf nær líka
inn í íslenskudeildina. Við eigum
ákveðna hefð um menningu og
listir í íslenskri námsskrá sem
alþjóðadeildin nýtur góðs af á móti.
Okkur finnst því hafa gefist vel að
hafa þessar deildir hlið við hlið.
Þær veita hvor annarri stuðning
fyrir utan að auka á fjölbreytnina í
skólastarfinu. Gefa skólanum styrk
og sérstöðu.“
Áhugi á framhaldsdeild
F y r s t a n á m s á r i ð v o r u 2 4
nemendur í alþjóðadeildinni en
nú stunda 120 nemendur nám við
deildina. „Á því má sjá hversu hratt
hún hefur vaxið. Stjórnmálamenn
hafa sýnd þessu mikinn áhuga.
Bæði stjórnvöld í Reykjavík og
einnig á landsmálasviðinu. Fólk
gerir sér grein fyrir nauðsyn þess
að hér sé hægt að stunda alþjóðlegt
nám á grunnskólastigi fyrir börn
þess fólks sem kemur hingað
til að sinna ýmsum störfum, oft
tímabundnum sérfræðistörfum
sem lúta að stjórnun og rekstri
samfélagsins og nýsköpun. Fólk
spyr oft fyrst ,þegar það er að velta
fyrir sér að flytja á nýjan stað, hvort
börn komist í skóla sem sé hugsaður
út frá alþjóðlegu umhverfi og unnið
eftir alþjóðlegri námskrá. Oft fer
þetta fólk til baka eftir einhvern
tíma og þá þurfa börnin að geta
dottið aftur inn í sambærilegt kerfi.
Námskráin í alþjóðadeildinni
gerir miklar kröfur. Því getur verið
erfitt fyrir nemendur að ná tökum
á henni og þurfa að tileinka sér
alveg nýtt tungumál í leiðinni.
Því fer kennslan að mestu fram á
ensku. Þessu fylgir líka að hingað
streyma ólík menningaráhrif sem
er spennandi og skemmtilegt
að upplifa.“ Ingibjörg segir að
börn hefji nám í fimm ára bekk í
Landakotsskóla. Þróunin hafi
orðið sú að biðlistar séu nú í öllum
bekkjum. Flestir kjósi að ljúka
sjöunda bekk. „Við þau aldursmörk
finnist sumum spennandi að breyta
til og fara yfir í Hagaskóla sem er
safnskóli fyrir áttunda til tíunda
bekk Vesturbænum. Á liðnu hausti
fóru þó mjög fá börn yfir og eru flest
áfram hér í áttunda bekk. Krakkar
sem byrjuðu hér í fimm ára bekk
þegar ég tók við skólastjóra starfinu
eru flest í skólanum í dag. Nú
hefur vaknað áhugi í að koma upp
framhalds bekk við Landakotsskóla.
„Flestir alþjóðlegir skólar sem
við erum að vinna með eru með
samfellt nám upp í tólfta bekk. Við
erum búin að vinna aðeins að því
máli en höfum ekki náð lendingu
enn sem komið er. En hver veit.“
Ljóst er þó að tíma Ingibjargar
við Landakotsskóla verður lokið
þegar þar að kemur því hún er nú
á leið að taka við starfi safnstjóra
Listasafns Íslands.
5Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2023
Verkefnið Heimsins stærsta kennslustund var formlega sett af stað í Landakotsskóla þriðjudaginn 6.
desember sl. Eliza Reid, forsetafrú og verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hélt erindi um mikilvægi
menntunar. Heimsins stærsta kennslustund er verkefni sem miðar að því að efla fræðslu um heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna og auka vitund nemenda um alþjóðamál og sjálfbærni.
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is
50%
Útsala!
Allt að
afsláttur af
völdum vörum.
匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
䔀爀 樀攀瀀瀀椀渀渀 爀愀昀洀愀最渀猀氀愀甀猀 㼀
猀琀愀爀琀 昀礀爀椀爀 樀攀瀀瀀愀渀渀 瘀攀琀甀爀嘀攀氀搀甀 爀甀最最琀
䴀氀甀洀 ∠ 匀欀椀瀀琀甀洀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀
Ráðgjöf varðandi húsnæðisskipti, erfðaskrá, kaupmála
eða dánarbúskipti. Lögmaður þér við hlið við sölu fasteignar
án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu.
BÚUM VEL veitir nýja tegund þjónustu. Kynntu þér málið.
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður | Tryggvagötu 11, 2. hæð
Sími 783 8600 | elin@buumvel.is | www.buumvel.is
Sérhæfð lögfræðiþjónusta
með áherslu á 60+