Vesturbæjarblaðið - jan. 2023, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2023
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
GETRAUNIR.IS
107
GETRAUNANÚMER KR
Knattspyrnufélag Reykjavíkur hlýtur
styrk frá Samtökum sveitafélaga á
höfuðborgarsvæðinu fyrir heilsueflingu
eldri borgara „Kraftur í KR“
Styrknum verður varið til eflingar starfsins,
að auka fjölbreytni hreyfingar, koma á fót
gönguhópi og styrkja frístundaakstur, þ.e.
rútu sem sækir einstaklinga í hverfinu og
kemur þeim á staðinn.
Kraftur í KR er samstarfsverkefni
Samfélagshússins á Aflagranda 40 og
Knattspyrnufélags Reykjavíkur sem snýr að
hreyfingu fyrir eldra fólk. Æfingarnar eru í
KR alla mánudaga og föstudaga kl. 10:30.
Allir KR-ingar sem eru 60+ eru velkomnir.
Æfingarnar eru án endurgjalds.
Þjálfari Krafts í KR er Linda Björk
Ólafsdóttir & og er móðir verkefnisins Helga
Ösp Jóhannsdóttir.
Pálmi Rafn Pálmason, íþróttastjóri KR,
veitti styrknum viðtöku fyrir hönd KR.
„Kraftur í KR“ hlýtur styrk frá SSH
Það er gaman að segja frá því að KR á 12 flotta fulltrúa í yngri lands
liðsverkefnum KSÍ í janúar.
U19 | Rúrik Gunnars.
U17 | Ísabella Sara, Gunnar Magnúss., Hannes Pétur, Jón Arnar.
U16 | Íris Grétars., Magnús Valur, Viktor Orri.
Hæfileikamótun KSÍ | Matthildur Eygló, Rakel Grétars., Inga Ásta,
Kara Guðmunds.
KR er stolt af sínum fulltrúum og vita að þau eiga eftir að standa sig vel.
Framtíðin er svo sannarlega björt í KR!
Pálmi Rafn Pálmason, íþróttastjóri KR veitti styrknum viðtöku.
Þórey Ísafold Magnúsdóttir gerði góða ferð til
Noregs þar sem hún keppti fyrir hönd Íslands á
Norðurlandameistaramóti fatlaðra í sundi.
Þórey keppti í alls fimm greinum og náði sér í þrjú
silfur og eitt brons ásamt því að slá persónulegt met í
100 m bringusundi en hún bætti sig jafnframt í öllum
hinum greinunum. Frábært mót hjá henni sem fer
beint í reynslubankann.
Þórey á
verðlauna palli
í Noregi
KR-ingar í yngri
landsliðum KSÍ
Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Bandaríkja
manninn Antonio Williams. Williams mun leika með KR
út tímabilið.
Antonio er 25 ára, leikur í stöðu leikstjórnanda og er 183
sm á hæð. Hann kemur frá Plymouth City Patriots í bresku
úrvalsdeildinni en þar hefur hann leikið síðustu tvö tímabil.
Tímabilið 2021-2022 var Antonio með 17,6 stig í leik, 4,3
fráköst og 8,4 stoðsendingar. Á yfirstandandi tímabili skoraði
hann 19,8 stig í leik, 4,9 fráköst og 4,7 stoðsendingar í 12
leikjum. Áður hefur Antonio leikið með Ottawa Blackjacks
í Kanada sem og Tallinna Kalev/TLU í Eistlandi sem og í
sameiginlegri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands.
Antonio Williams
til KR
Þórey Ísafold Magnúsdóttir sundkona.
Antonio Williams.